Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Reykjavíkurborg birti lista yfir forréttindi hvítra, karla og gagnkynhneigðra

Hægri­menn eru óánægð­ir með list­ana sem hafa ver­ið not­að­ir til að vekja starfs­menn til um­hugs­un­ar um eig­in for­rétt­indi og um for­dóma og stað­alí­mynd­ir sem þríf­ast í sam­fé­lag­inu.

Reykjavíkurborg birti lista yfir forréttindi hvítra, karla og gagnkynhneigðra

Á vef Reykjavíkurborgar má finna svokallaða „forréttindalista“ (e. privilege lists) sem notaðir hafa verið til að vekja fólk til umhugsunar um eigin forréttindi og um fordóma og staðalímyndir sem þrífast í samfélaginu.

Listarnir hafa vakið nokkra athygli og umtal á samfélagsmiðlum undanfarna daga þar sem skiptar skoðanir eru um efnið. Sumir hvetja önnur sveitarfélög til að fara að fordæmi Reykjavíkurborgar, en öðrum líst ekki á blikuna. 

Þannig spyr t.d. einn Twitter-notandi hvort Reykjavíkurborg sé orðin „meira crazy en meira að segja Trump?“. Ingvar Smári Birgisson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, tekur undir gagnrýnina. „Þetta virðist hafa verið þýtt af einhverri SJW [e. social justice warrior] síðu í Bandaríkjunum og virkar satt að segja bara eins og slæm satíra hérna á Íslandi. Fáránlegt að skattfé RVK fari í svona,“ skrifar hann. Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA, gerir grín að listunum og segir greinilega fulla ástæðu til að „leyfa sér að vera með samviskubit, í a.m.k. nokkra daga“. Aðrir velta því upp hvort listarnir séu ef til vill gagnlegir sem tæki til að vekja fólk til meðvitundar um úrelt viðhorf. 

Auður Magndís Auðardóttir, sem starfaði sem verkefnastjóri Jafnréttisskóla Reykjavíkur, tók forréttindalistana saman en um er að ræða þýðingu og staðfærslu erlendra lista.  Jafnréttisskólinn var settur á fót árið 2013 með það fyrir augum að miðla þekkingu á jafnréttismálum til leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva Reykjavíkurborgar. 

Uppfært:

Auður bendir á í tölvupósti til Stundarinnar að samkvæmt aðalnámskrá feli jafnréttismenntun í sér „gagnrýna skoðun á viðteknum hugmyndum í samfélaginu og stofnunum þess í því augnamiði að kenna börnum og ungmennum að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar sumra og forréttinda annarra“. Í ljósi þess liggi beint við að manneskja sem er ráðin til að styðja fólk í skóla- og frístundastarfi til að vinna að jafnréttismálum samkvæmt aðalnámskrá fræði um forréttindi.

Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, núverandi verkefnastýra jafnréttismála hjá Reykjavíkurborg, sendi Stundinni tölvupóst þar sem hún segir að listarnir séu ekki liður í jafnréttisfræðslu borgarinnar. „Auður Magndís var verkefnastýra jafnréttisskólans og þýddi hún þessa lista fyrir 5 árum síðan til að nota á námskeiði um forréttindi og mismunun með starfsfólki á skóla- og frístundasviði. Listarnir voru eitt af verkefnum námskeiðsins, og settir á vefinn ásamt öðrum verkefnum og glærum frá námskeiðinu. Þeir voru ekki settir á vefinn núna, til að vekja borgarbúa til umhugsunar!“ skrifar hún. 

Hún segir listana hafa verið hugsaða sem kveikja að umræðum þar sem þátttakendur á námskeiðinu ræddu m.a. hvað af atriðum listans ættu við um íslenskan veruleika og hvað ekki. „Listarnir voru svo sannarlega ekki settir fram með það í huga að um einhvern sannleik væri að ræða heldur eingöngu til að fá þátttakendur til að velta forréttindum fyrir sér og koma góðri umræðu af stað. Forréttindalistarnir voru ekki notaðir með börnum í skólastarfi heldur starfsfólki sem hefur það hlutverk að skapa umhverfi þar sem öll börn fá notið sín óháð ytri breytum.“

Hér má sjá forréttindalistana í heild:

Forréttindi karla

1) Það er líklegt að ég fái meira borgað fyrir sömu vinnu og kvenkyns samstarfsmaður minn vinnur.

2) Vinir og ættingjar mínir eru líklegri til að ráðleggja mér að biðja um hærri laun heldur en konu með sömu hæfni, menntun og reynslu.

3) Atvinnurekendur eru líklegri til að bjóða mér hærri laun heldur en konu með sömu hæfni, menntun og reynslu.

4) Þegar ég held erindi er líklegt að ræðupúltið henti minni hæð.

5) Þegar fjallað er um þjóðmenningu okkar er sagt frá því að fólk af mínu kyni hafi skapað hana.

6) Það eru miklu minni líkur á að ég verði fyrir kynferðislegri áreitni í vinnunni heldur en kvenkyns samstarfsfólk mitt.

7) Það eru miklu minni líkur á að ólyfjan sé byrlað í drykkinn minn á skemmtistað heldur en í drykk vinkonu minnar.

8) Það eru miklu minni líkur á að mér verði nauðgað eða ég beittur öðru kynferðisofbeldi heldur en konur í kringum mig.

9) Ég get kennt börnin mín við mig, jafnvel þó ég sé í sambúð með hinu foreldri þeirra, án þess að vera álitinn sjálfhverfur og öfgafullur.

10) Þegar fólk hlustar á mig spila á hljóðfæri, finnst því ég spila betur heldur en jafnhæf kvenkyns tónlistarkona.

11) Ef ég vinn sama verkefni og kona, og verkefnið er að einhverju leyti metið út frá huglægum þáttum, er líklegt að fólki finnist ég hafa unnið verkefnið betur.

12) Karlmennska mín eða eðli er ekki dregið í efa ef ég kýs að eignast ekki börn.

13) Ef ég kýs að eignast börn og huga að starfsframa um leið finnst fáum ég vera eigingjarn fyrir að vinna langan vinnudag.

14) Þegar ég bið um að fá að ræða við yfirmanninn er líklegt að ég hitti manneskju af sama kyni og ég. Því hærra settur sem yfirmaður er, því líklegra er það.

15) Þegar ég var barn mátti ég koma við kynfæri mín og kanna þau í meira mæli en stúlkur í kringum mig máttu varðandi sín kynfæri.

16) Þegar ég var barn gat ég notað hlutlaust og skammlaust orð yfir kynfærin á mér og haldið áfram að nota það fram á fullorðinsár

17) Þegar ég var barn er líklegt að ég hafi fengið meiri athygli frá kennurunum mínum og þurft að bíða skemur eftir viðbrögðum frá honum heldur en kvenkyns samnemendur mínir. 

18) Þó ég eignist marga rekkjunauta verð ég ekki lítillækkaður og kallaður hóra, dræsa eða drusla.

19) Ég þarf ekki að hafa áhyggjur af þeim skilaboðum sem ég sendi með klæðnaði mínum um hversu tilbúinn ég er til að stunda kynlíf

20) Skórnir mínir eru oftast þægilegir, jafnvel spariskórnir.

21) Persónulegt hreinlæti og snyrting sem samfélagið býst við af mér er frekar ódýr og tekur stuttan tíma.

22) Ég get verið hávær án þess að eiga það á hættu að vera lítillækkaður með því að vera kallaður brussa eða skass. Ég get verið ákveðinn og fylginn mér án þess að eiga það á hættu að vera kallaður frekja eða tík.

23) Ég get verið viss um að fólk talar til mín með því málfræðilega kyni sem á við um mig persónulega og það er líklegt að málfræðilegt kyn starfsheitis míns passi við mitt eigið kyn. „Allir eru jafnir“ „Allir velkomnir“

24) Geta mín til að taka mikilvægar ákvarðanir og hæfi mitt almennt séð er aldrei dregið í efa vegna þess hvaða tími mánaðarins er.

25) Ákvörðun um að ráða mig til starfa er sjaldnar háð því hvort ég ætla að eignast börn í nánustu framtíð.

26) Ef ég bý með konu er líklegt að við höfum skipt á milli okkar verkum þannig að hún geri meirihlutann af húsverkunum, sérstaklega þeim sem eru einhæf og ekki varanleg.

27) Í matarboðum og jólaboðum er líklegt að bæði konur og karlar ætlist til minna vinnuframlags af mér hvað varðar undirbúning og frágang heldur en af konum í boðinu.

Forréttindi gagnkynhneigðra

1) Ég get verið viss um að samstarfsfólki mínu finnst kynhneigð mín í góðu lagi

2) Mín kynhneigð er oft sýnd í afþreyingarefni.

3) Þegar ég tala um gagnkynhneigð mína (t.d. sem part af brandara eða þegar ég ræði um sambönd mín) get ég verið viss um að enginn ásakar mig um að troða kynhneigð minni upp á annað fólk.

4) Ég þarf ekki að óttast það að það hafi neikvæðar afleiðingar fyrir mig þegar fjölskylda mín eða vinir finna út hver kynhneigð mín er. Þær afleiðingar geta verið tilfinningalegar, líkamlegar eða fjárhagslegar.

5) Ég ólst ekki upp við að kynhneigð mín væri skammaryrði.

6) Fólk telur ekki að ástæða kynhneigðar minnar geti verið sú að ég hafi verið misnotuð/aður, brengluð/aður eða sé andlega óstöðug/ur.

7) Ég upplifi aldrei, t.d. á mannamótum, að vera einangruð/aður, óttaslegin, særð/ur, í minnihluta eða útlokuð/aður vegna kynhneigðar minnar.

8) Ég er aldrei beðin/n um að tala fyrir hönd allra gagnkynhneigðra.

9) Ég get verið viss um að námsefni og annað lesefni staðfesti tilvist fólks með mína kynhneigð.

10) Fólk spyr mig ekki hvers vegna ég hafi valið þessa kynhneigð.

11) Fólk spyr mig ekki hvers vegna eða hvenær ég hafi valið að opinbera kynhneigð mína.

12) Fólk spyr mig ekki hvernig börnin mín voru getin.

13) Fólk hefur ekki áhyggjur af því að börnin mín verði af sömu kynhneigð og ég, það þykir eðlilegt.

14) Fólk gerir ráð fyrir að ég sé þeirrar kynhneigðar sem ég er, jafnvel áður en það kynnist mér.

15) Kynhneigð mín er ekki tengd við skápa.

16) Fólk reynir ekki að sannfæra mig um að skipta um kynhneigð.

17) Ég þarf ekki að verja gagnkynhneigð mína.

18) Öll trúfélög taka mér opnum örmum.

19) Ég get auðveldlega fundið meðferðaraðila eða lækni sem vill og hefur þekkingu til að ræða um kynhneigð mína.

20) Ég get auðveldlega fundið kynfræðsluefni fyrir fólk af minn kynhneigð.

21) Ég þarf ekki að óttast að fólk áreiti mig vegna kynhneigðar minnar. 

22) Það hversu mikið eða lítið karlmannleg/ur/kvenmannleg/ur ég kýs að vera er ekki sett í samhengi við kynhneigð mína.

23) Ég er ekki skilgreind/ur út frá kynhneigð minni

24) Ég get verið viss um að ef ég þarf lagalega aðstoð eða þarf að nota heilbrigðiskerfið, þá muni kynhneigð mín ekki vinna gegn mér.

25) Ef dagurinn, vikan eða árið hefur gengið illa hjá mér þarf ég ekki að spyrja sjálfa/n mig að því hvort það hafi eitthvað með kynhneigð mína að gera.

26) Ég get gengið út frá því að á meðal samstarfsfólks míns og yfirmanna sé fólk af sömu kynhneigð.

27) Ég get verið á almannafæri með maka mínum án þess að fólk glápi á okkur.

28) Ég get kysst maka minn á almannafæri, jafnvel oftar en einu sinni á ári, án þess að fólki finnist ég vera klámfengin/n eða með áróður fyrir gagnkynhneigð.

29) Ég get ferðast til hvaða lands sem er í heiminum með maka mínum án þess að þurfa að hafa áhyggjur af viðbrögðum samfélagsins við kynhneigð minni.

30) Ég get gist á hvaða hóteli sem er í heiminum með maka mínum án þess að þurfa að hafa áhyggjur af viðbrögðum umhverfisins eða því hvort við getum pantað herbergi með hjónarúmi.

31) Hegðun mín er ekki tekin sem dæmi um hegðun alls gagnkynhneigðs fólks.

32) Ég þarf ekki að útskýra kynhneigð mína fyrir fólki.

33) Ég get ættleitt börn erlendis frá. 

Hvít, íslensk forréttindi

1) Ég get auðveldlega komið því við að ég sé í félagsskap fólks sem hefur sama húðlit eða er af sama uppruna og ég.

2) Ég get farið að versla án þess að vera elt/ur af afgreiðslufólki eða áreitt/ur.

3) Ég get kveikt á sjónvarpinu eða lesið forsíður dagblaða og séð fólk sem er með sama húðlit eða er af sama uppruna og ég.

4) Þegar ég læri um þjóðmenningu okkar er mér kennt að fólk með minn húðlit eða af mínum uppruna hafi skapað hana

5) Ég get verið viss um að börnin mín fái námsefni sem fjallar um fólk með þeirra húðlit eða uppruna.

6) Ég get farið í tónlistarverslun og fundið tónlist minnar menningar, í hvaða matvöruverslun sem er og fundið matinn sem ég ólst upp við að borða eða á hárgreiðslustofu og fundið manneskju sem kann að fara með hár eins og mitt.

7) Ég get verið viss um að húðlitur minn vinnur ekki gegn lánshæfi mínu.

8) Ég get látið mig rasisma varða, án þess að það sé litið svo á að ég sé sjálfsmiðuð/aður eða eiginhagsmunaseggur.

9) Ég get verið seinn á fund án þess að það sé sett í samhengi við húðlit minn eða uppruna

10) Ég er aldrei beðin/n um að tala fyrir hönd alls hvíts fólks.

11) Ég get verið nokkuð viss um að ef ég bið um að fá að tala við yfirmanninn, þá sé hann eða hún með sama húðlit og ég og af sama uppruna.

12) Ef ég er stoppuð/aður af lögreglunni í reglubundnu eftirliti get ég verið viss um að hafa ekki verið stoppuð/aður vegna húðlitar míns eða uppruna.

13) Ég get auðveldlega keypt póstkort, málverk, myndabækur, dúkkur og leikföng sem sýna fólk með minn húðlit eða af mínum uppruna.

14) Ég get gengið inn á fund og ekki verið eina manneskjan með minn húðlit á svæðinu

15) Ég get stundað háskólanám og verið viss um að meirihluti nemenda og kennara eru af sama húðlit og sama uppruna og ég.

16) Fólk spyr mig ekki hvaða ég er „upprunalega“

17) Fólk verður ekki hissa þegar ég tala „rétta“ íslensku

18) Fólk segir mér ekki að fara heim því ég eigi ekki heima á Íslandi

Forréttindi sískynja-fólks (e. Cisgendered)

1) Fólk gerir ekki ráð fyrir að það megi spyrja mig hvernig kynfæri mín líta út eða hvernig ég stunda kynlíf

2) Gildi mitt sem konu/karls er ekki háð því hversu margar aðgerðir ég er búin að fara í né hversu „eðlileg/ur“ kona/karl ég lít út fyrir að vera.

3) Þegar ég er að reyna við einhvern þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því að viðkomandi muni ekki höndla það hvernig kynfæri mín eru.

4) Fólk sem ég stunda kynlíf með þarf yfirleitt ekki að efast um kynhneigð sína vegna þess.

5) Ég get gengið að því sem vísu að finna fata- og sturtuklefa við mitt hæfi á sundstöðum, gufuböðum og heilsulindum.

6) Fólk spyr mig ekki hvort ég sér búin/n að fara í aðgerÐINA?

7) Fólk segir ekki við mig eða um mig að raunverulega sé ég af því kyni sem mér finnst ég ekki tilheyra.

8) Ég þarf ekki að verja ákvarðanir sem ég tek varðandi heilsufar mitt fyrir öðru fólki.

9) Fólk spyr mig ekki hvert „alvöru“ nafnið mitt er eða hvað ég hafi heitið áður.

10) Fólk notar ekki óviðeigandi persónufornöfn eða rangt málfræðilegt kyn um mig, jafnvel eftir að ég hef bent þeim á hvernig ég kýs að fólk tali um og við mig.

11) Ég get gengið að því sem vísu að finna salerni við mitt hæfi hvar sem er.

12) Hommar, lesbíur og tvíkynhneigt fólk reynir ekki að útiloka mig frá sinni baráttu eða félögum til að öðlast samfélagslega viðurkenningu sem „venjulegt“ fólk.

13) Það er ekki litið á kynvitund mína sem „farangur“ af öðru fólki.

14) Mér er ekki sagt að kynvitund mín og kynhneigð fari ekki saman.

15) Þegar ég fer í ræktina, þá get ég farið í sturtuna á staðnum á eftir.

16) Það er ekki litið á öll mín heilsufarslegu vandamál sem afleiðingar kyns míns (stíflað nef? Það er örugglega út af hormónunum).

17) Heilbrigðiskerfið lítur ekki á mig sem geðveika/n vegna kyns míns.

18) Þess er ekki krafist að ég fari í viðamikið sálfræðilegt mat áður en ég fæ grundvallar heilbrigðisþjónustu.

19) Heilbrigðiskerfið tekur ekki ákvarðanir fyrir mig um hvað ég geri við líkama minn.

20) Ég þarf ekki að bíta í tunguna á mér þegar fólk notar frasa eins og „bæði kynin“. 

Forréttindi ófatlaðra

1) Ég get auðveldlega keypt eða leigt hús með góðu aðgengi fyrir mig.

2) Ég get verið viss um að allt hverfið mitt, skóli barnanna minna, göngustígar, garðar, opinberar byggingar, verslanir og veitingarhús séu aðgengileg fyrir mig.

3) Ég get farið að versla ein/n og verið viss um að lenda ekki í veseni vegna þess að ekki er gert ráð fyrir að fólk með mína líkamlegu færni versli eitt síns liðs.

4) Ég get kveikt á sjónvarpinu eða opnað dagblað og séð fólk sem hefur svipaða líkamlegu færni og ég.

5) Þegar ég lærði sögu í skóla var fólk með svipaða líkamlega færni og ég vel sýnilegt.

6) Skólakerfið kynnti fyrir mér fyrirmyndir sem voru með svipaða líkamlega færni og ég.

7) Ég get blótað, klætt mig í snjáð föt eða verið í vondu skapi án þess að fólk setji það í samhengi við líkamlega færni mína.

8) Mér getur gengið vel í erfiðum aðstæðum án þess að vera sagt að ég sé innblástur og hvatning fyrir annað ófatlað fólk.

9) Ég er aldrei beðin um að tala fyrir hönd allra ófatlaðra

10) Nær alltaf þegar ég bið um að fá að ræða við yfirmanninn, mun ég hitta manneskju sem er með svipaða líkamlega færi og ég.

11) Ég get auðveldlega orðið mér úti um félagsskap fólks sem hefur svipaða líkamlega færni og ég.

12) Ég get keypt póstkort, bækur, dúkkur og leikföng sem sýna fólk með svipaða líkamlega færni og ég.

13) Ef ég er rekin/n, fæ ekki kauphækkun eða er ekki ráðin til starfs þá þarf ég ekki að velta því fyrir mér hvort það sé vegna þess að fólki finnst ég líta út fyrir að vera ófær um að gegna starfinu.

14) Hugtök sem skapa stóran part sjálfsskilning míns eru ekki notuð sem skammaryrði í daglegu tali fólks (fötluð, spastísk, þroskaheftur)

15) Það eru miklu minni líkur á að ég verði fyrir ofbeldi heldur en fötluð manneskja, sérstaklega ef sú manneskja er kvenkyns en ég karlkyns.

16) Það þykir sjálfsagt að ég ákveði sjálf/ur hvenær ég fer í bað, hvenær ég fer á fætur, hvenær ég hátta mig, hvenær og hvað ég borða og með hverjum ég bý.

17) Ég get farið í leikhús, á tónleika eða í bíó án þess að hafa áhyggjur af því hvort ég komist inn í salinn

18) Ég get verið eins lengi úti á kvöldin og nóttunni og mig lystir án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því hvernig ég kemst heim. 

Hér má sjá skjalið sem birtist á vef Reykjavíkurborgar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynjamál

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár