Unnið er að stofnun félaga í eigu framkvæmdaaðila og sveitarfélaga vegna uppbyggingar umskipunarhafnar í Finnafirði á Norðausturlandi. Langtímamarkmiðið er þjónusta við skipaflutninga á Norðurslóðum og olíu- og gasiðnað í Norður-Atlantshafi. Verkfræðingur segir svæðið einstakt vegna mikils undirlendis sem megi nota undir hafnsækna starfsemi, en ríkasti maður Bretlands, James Ratcliffe, og Jóhannes Kristinsson, kenndur við Fons, eiga stóran hluta lands í nágrenni fjarðarins og hafnarstæðisins.
„Það var samþykkt að stofna félög til að halda utan um verkefnið til þess að gera þetta samstarf betur innrammað og skilvirkara,“ segir Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar. „Það eru ofboðslega mörg „ef“ í þessu ennþá. Það er varkár velvilji og stuðningur við verkefnið á svæðinu. Að sjálfsögðu eru einhverjir sem hafa meiri efasemdir en aðrir og það er hið besta mál. Mér finnst vera mjög skynsamlegt viðhorf gagnvart þessu. Það er enginn æsingur og enginn með dollaramerki í augunum.“
Aðspurður segist Elías ekki vita um tengsl …
Athugasemdir