Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Stofna félög vegna umskipunarhafnar í Finnafirði

Sveit­ar­fé­lög og fram­kvæmda­að­il­ar taka nú skref í áfram­hald­andi þró­un um­skip­un­ar­hafn­ar í Finna­firði, í ná­grenni við svæði þar sem bresk­ur auð­mað­ur sank­ar að sér jörð­um. Höfn­in mundi þjón­usta sjó­flutn­inga á Norð­ur­slóð­um og olíu- og gasiðn­að, en land­eig­end­ur eru mis­ánægð­ir. Sveit­ar­stjóri seg­ir ekk­ert benda til þess að auð­menn sem keypt hafa upp ná­læg­ar jarð­ir teng­ist verk­efn­inu.

Stofna félög vegna umskipunarhafnar í Finnafirði
Fyrirhugað iðnaðarsvæði í Finnafirði Gunnólfsvík er í eigu ríkisins, en suðurhluti hafnarinnar er á landi í eigu fólks sem tengt er Jóhannesi Kristinssyni stóreignamanni á svæðinu. Mynd: EFLA

Unnið er að stofnun félaga í eigu framkvæmdaaðila og sveitarfélaga vegna uppbyggingar umskipunarhafnar í Finnafirði á Norðausturlandi. Langtímamarkmiðið er þjónusta við skipaflutninga á Norðurslóðum og olíu- og gasiðnað í Norður-Atlantshafi. Verkfræðingur segir svæðið einstakt vegna mikils undirlendis sem megi nota undir hafnsækna starfsemi, en ríkasti maður Bretlands, James Ratcliffe, og Jóhannes Kristinsson, kenndur við Fons, eiga stóran hluta lands í nágrenni fjarðarins og hafnarstæðisins.

„Það var samþykkt að stofna félög til að halda utan um verkefnið til þess að gera þetta samstarf betur innrammað og skilvirkara,“ segir Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar. „Það eru ofboðslega mörg „ef“ í þessu ennþá. Það er varkár velvilji og stuðningur við verkefnið á svæðinu. Að sjálfsögðu eru einhverjir sem hafa meiri efasemdir en aðrir og það er hið besta mál. Mér finnst vera mjög skynsamlegt viðhorf gagnvart þessu. Það er enginn æsingur og enginn með dollaramerki í augunum.“

Aðspurður segist Elías ekki vita um tengsl …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Auðmenn

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár