Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Stofna félög vegna umskipunarhafnar í Finnafirði

Sveit­ar­fé­lög og fram­kvæmda­að­il­ar taka nú skref í áfram­hald­andi þró­un um­skip­un­ar­hafn­ar í Finna­firði, í ná­grenni við svæði þar sem bresk­ur auð­mað­ur sank­ar að sér jörð­um. Höfn­in mundi þjón­usta sjó­flutn­inga á Norð­ur­slóð­um og olíu- og gasiðn­að, en land­eig­end­ur eru mis­ánægð­ir. Sveit­ar­stjóri seg­ir ekk­ert benda til þess að auð­menn sem keypt hafa upp ná­læg­ar jarð­ir teng­ist verk­efn­inu.

Stofna félög vegna umskipunarhafnar í Finnafirði
Fyrirhugað iðnaðarsvæði í Finnafirði Gunnólfsvík er í eigu ríkisins, en suðurhluti hafnarinnar er á landi í eigu fólks sem tengt er Jóhannesi Kristinssyni stóreignamanni á svæðinu. Mynd: EFLA

Unnið er að stofnun félaga í eigu framkvæmdaaðila og sveitarfélaga vegna uppbyggingar umskipunarhafnar í Finnafirði á Norðausturlandi. Langtímamarkmiðið er þjónusta við skipaflutninga á Norðurslóðum og olíu- og gasiðnað í Norður-Atlantshafi. Verkfræðingur segir svæðið einstakt vegna mikils undirlendis sem megi nota undir hafnsækna starfsemi, en ríkasti maður Bretlands, James Ratcliffe, og Jóhannes Kristinsson, kenndur við Fons, eiga stóran hluta lands í nágrenni fjarðarins og hafnarstæðisins.

„Það var samþykkt að stofna félög til að halda utan um verkefnið til þess að gera þetta samstarf betur innrammað og skilvirkara,“ segir Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar. „Það eru ofboðslega mörg „ef“ í þessu ennþá. Það er varkár velvilji og stuðningur við verkefnið á svæðinu. Að sjálfsögðu eru einhverjir sem hafa meiri efasemdir en aðrir og það er hið besta mál. Mér finnst vera mjög skynsamlegt viðhorf gagnvart þessu. Það er enginn æsingur og enginn með dollaramerki í augunum.“

Aðspurður segist Elías ekki vita um tengsl …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Auðmenn

Mest lesið

Ungfrú Ísland Teen, útlitsstaðlar og tíðarandi fegurðarsamkeppna
6
Samantekt

Ung­frú Ís­land Teen, út­lits­staðl­ar og tíð­ar­andi feg­urð­ar­sam­keppna

Feg­urð­ar­sam­keppn­in Ung­frú Ís­land Teen hef­ur hlot­ið um­deilda at­hygli ný­lega. En í ár er í fyrsta sinn keppt í ung­linga­flokki. Sól­rún Ósk Lár­us­dótt­ir sál­fræð­ing­ur tel­ur mik­il­vægt að ýta und­ir aðra þætti fólks en út­lit. Nanna Hlín Hall­dórs­dótt­ir heim­spek­ing­ur seg­ir feg­urð­ar­sam­keppn­ina mögu­lega birt­ing­ar­mynd um bak­slag í jafn­rétt­is­mál­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár