Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Kaj Anton ákærður fyrir umferðarlagabrot

Ís­lend­ing­ur­inn sem fékk tveggja ára fang­els­is­dóm fyr­ir að mis­þyrma tveggja ára barni var ný­lega ákærð­ur fyr­ir hraðakst­ur eft­ir að hafa ver­ið svipt­ur öku­rétti ævi­langt.

Kaj Anton ákærður fyrir umferðarlagabrot

Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra hefur ákært Kaj Anton Arnarsson Larsen fyrir að hafa ekið, sviptur ökurétti ævilangt, á 108 km hraða á klukkustund um Norðurlandsveg þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km. Þetta kemur fram í ákæru og fyrirkalli sem birtist nýlega í Lögbirtingablaðinu.

Kaj var dæmdur í rúmlega tveggja ára fangelsi í Noregi árið 2016 fyrir að hafa misþyrmt tveggja ára barni. Voru áverkarnir slíkir að læknir brast í grát þegar hann lýsti þeim í vitnastúku.

Stundin fjallaði ítarlega um málið og í fyrra steig Kaj fram í viðtali við DV og lýsti sér sem fórnarlambi réttarmorðs. Sagðist hann ætla að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. „Það eru engar sannanir fyrir því að ég hafi lamið eitthvað barn. Ég myndi aldrei gera það,“ sagði Kaj. 

Kaj kom til Íslands í nóvember 2016 og afplánaði eftirstöðvar dómsins á Litla-Hrauni. Þann 6. mars á þessu ári var hann svo staðinn að hraðakstri og hefur lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra höfðað sakamál fyrir Héraðsdómi Norðurlands. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dómsmál

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði
FréttirDómsmál

Ógn­aði heim­il­is­fólki með heima­gerðu sverði

Hér­aðs­dóm­ur Vest­ur­lands dæmdi fyr­ir skömmu mann fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Í lýs­ing­um vitna er sagt frá því að mað­ur­inn hafi kýlt heim­il­is­mann sem reyndi að koma í veg fyr­ir að mað­ur­inn kæmi inn um glugga á hús­inu. Þá er einnig sagt frá því að mað­ur­inn hafi á ein­um tíma­punkti dreg­ið fram heima­gert sverð á sveifl­að því í kring­um sig fyr­ir ut­an hús­ið.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
4
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
5
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár