Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

295 milljóna arður úr Brimi til félaga Guðmundar

Brim hagn­að­ist um tæpa 2 millj­arða í fyrra. Um­svif að­aleig­and­ans í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi eru gríð­ar­leg.

295 milljóna arður úr Brimi til félaga Guðmundar

295 milljóna króna arður var greiddur út úr Brimi hf. í fyrra vegna rekstrarársins 2016. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikingi Brims en fyrirtækið er að mestu í eigu félaga Guðmundar Kristjánssonar útgerðarmanns. Rekstrartekjur samstæðunnar námu 19,3 milljörðum árið 2017 og hagnaður rúmlega 1,9 milljörðum. Þetta er talsverður viðsnúningur frá 2016 þegar Brim tapaði 100 milljónum. 

Brim er í tíunda sæti yfir þau fyrirtæki sem ráða yfir mestum aflahlutdeildum við Íslandsstrendur. Auk útgerðarinnar á Íslandi rekur Brim sölufyrirtæki í Asíu og útgerð og vinnslu í Grænlandi. Eignir samstæðunnar námu 60,6 milljörðum í árslok 2017 en þar af var verðmæti aflaheimilda metið á 24,8 milljarða. 249 manns störfuðu að meðaltali hjá Brimi árið 2017, almennur launakostnaður var 3,5 milljarðar en heildarlaun og þóknanir til stjórnenda námu 79,6 milljónum. 

Arðurinn vegna afkomu ársins 2016 rennur til félaga sem eru ýmist alfarið eða að verulegu leyti í eigu Guðmundar Kristjánssonar. Þetta eru Línuskip ehf., Stilla útgerð ehf. og Fiskines ehf.

Samkvæmt álagningarskrá ríkisskattstjóra var Guðmundur með að meðaltali 2,7 milljóna króna tekjur á mánuði árið 2017. Þá þénaði Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims, um 3,3 milljónir á mánuði.

Brim keypti 34 prósenta hlut í HB Granda í apríl síðastliðnum á 21,7 milljarða króna, en kaupin voru fjármögnuð með handbæru fé, lántöku og sölu eigna. Brim gerði öðrum hluthöfum félagsins tilboð í samræmi við yfirtökuskyldu samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti. „Samkvæmt niðurstöðum yfirtökutilboðsins mun fjárfesting Brims hf. aukast um 1,9 milljarð króna og eignarhluturinn nema alls 37,02%,“ segir í ársreikningi Brims.

HB Grandi er það útgerðarfyrirtæki sem ræður yfir mestum aflahlutdeildum á Íslandi, en fyrr í sumar tók Guðmundur við forstjórastöðu í fyrirtækinu. Umsvif Guðmundar í íslenskum sjávarútvegi eru þannig gríðarleg. Samkvæmt nýjustu upplýsingum Fiskistofu um aflahlutdeildir útgerða ræður Brim hf. yfir 3,71 prósentum aflaheimilda á Íslandi og Ögurvík, dótturfélag Brims, yfir 1,62 prósentum. HB Grandi, sem nú er í 37 prósenta eigu Brims fer með 10,4 prósent aflaheimilda og Vinnslustöðin, sem Brim á um 33 prósent hlut í, fer með 4,11 prósent. Samtals eru þetta um 20 prósent heildarkvótans í sjávarútvegi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fiskveiðar

Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna
FréttirFiskveiðar

Fé­lag í eigu Sam­herja og sam­starfs­að­ila skuld­ar rík­is­sjóði Namib­íu jafn­virði 1600 millj­óna króna

Fjöl­mið­ill­inn Con­fidén­te grein­ir frá því að ArcticNam Fis­hing, út­gerð sem Sam­herji á hlut í gegn­um Esju Fis­hing, standi í skatta­skuld upp á 200 millj­ón­ir namib­íudoll­ara. Enn deila hlut­haf­ar um skatt­greiðsl­ur en rík­is­skatt­stjóri Namib­íu rann­sak­ar bók­halds­brell­ur fjól­þjóða­fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár