Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti

Júlí­us Víf­ill Ingvars­son, fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks, hef­ur ver­ið ákærð­ur af embætti hér­aðssak­sókn­ara fyr­ir pen­inga­þvætti. Júlí­us sagði af sér sem borg­ar­full­trúi eft­ir að Pana­maskjöl­in sýndu að hann geymdi sjóði for­eldra sinna í af­l­ands­fé­lagi.

Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti
Júlíus Vífill Ingvarsson Allt að sex ára fangelsisdómur getur legið við peningaþvætti. Mynd: Pressphotos

Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti. Þetta kemur fram í umfjöllun Kjarnans í dag. Héraðssaksóknari hefur ekki birt honum ákæruna.

Júlíus var einn af þeim stjórnmálamönnum sem reyndust eiga aflandsfélög þegar Kastljósið fjallaði um Panamskjölin 3. apríl 2016. Félag hans, Silwood Foundation, var stofnað 2014 og var rík áhersla lögð á að nafn Júlíusar yrði ekki í forgrunni félagsins, heldur hlutabréf stíluð á handhafa. Júlíus sagði af sér sem borgarfulltrúi tveimur dögum eftir þáttinn.

Systkini Júlíusar sögðu í kjölfarið að hann hefði viðurkennt daginn eftir opinberun skjalanna að arfur foreldra hans væru geymdir í aflandsfélagi í hans eigu. Ingvar Helgason og Sigríður Guðmundsdóttir, foreldrar Júlíusar, ráku ein stærstu fyrirtæki landsins, Ingvar Helgason hf. og Bílheima hf, sem skiluðu góðum hagnaði og var Ingvar sjálfur meðal auðugustu manna landsins. Í yfirlýsingu fyrir uppljóstrun Kastljóss sagði Júlíus að í Silwood Foundation væri um persónulegan eftirlaunasjóð hans að ræða og að allt sem við komi sjóðnum væri í samræmi við íslensk lög og reglur. Þá liggi fyrirkomulag sjóðsins og aðrar upplýsingar fyrir hjá skattayfirvöldum. 

Allt að sex ára fangelsisdómur

5. janúar 2017 kærði svo skattrannsóknarstjóri Júlíus vegna meintra brota á skattalögum og gruns um peningaþvætti. Við peningaþvætti getur legið allt að sex ára fangelsisdómur.

Í samtali við Stundina 9. september 2017 neitaði Júlíus því að hann hefði sleppt því að koma með peningana til landsins til að forðast skattgreiðslur. Sagðist hann hafa gert fyllilega grein fyrir sínum málum gagnvart hinu opinbera. „Peningarnir eru á fullkomlega löglegum stað. Fullkomlega,“ sagði Júlíus. „Og til þeirra sjóðs, sem stofnað var, var stofnað með fullkomlega löglegum hætti.“ Í kjölfarið neitaði hann því að fjármunirnir væru eign dánarbúsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Panamaskjölin

Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.
Panamaskjölin: Seldi húsið sitt mánuði fyrir kyrrsetningu í skattamáli
FréttirPanamaskjölin

Pana­maskjöl­in: Seldi hús­ið sitt mán­uði fyr­ir kyrr­setn­ingu í skatta­máli

Sig­urð­ur Gísli Björns­son, at­hafna­mað­ur og fyrr­ver­andi eig­andi fisk­sölu­fy­ir­tæk­is­ins Sæ­marks, seldi hús­ið fyr­ir 185 millj­ón­ir mán­uði áð­ur en eign­ir hans voru kyrr­sett­ar. Rann­sókn­in hef­ur und­ið upp á sig og eru upp­hæð­irn­ar sem tengj­ast meint­um skatta­laga­brot­um í gegn­um Panama hærri en tal­ið var.
Fengu fjölskyldumálverk í hendurnar eftir umfjöllun Stundarinnar
FréttirPanamaskjölin

Fengu fjöl­skyldu­mál­verk í hend­urn­ar eft­ir um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar

Skosk­ar mæðg­ur sem komu til Ís­lands í byrj­un árs í leit að svör­um við spurn­ing­um sem leit­að hafa á fjöl­skyldu þeirra eru þakk­lát­ar Ís­lend­ingi sem sendi þeim mál­verk sem var í eigu ömmu þeirra og lang­ömmu á Ís­landi. Gunn­ar Eggert Guð­munds­son taldi rétt­ast að fjöl­skyld­an fengi mál­verk­ið þar sem þau fengu lít­ið sem ekk­ert úr búi Áslaug­ar.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár