Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Stjórnendur Icelandair kaupa bréf fyrir rúmar 5 milljónir eftir verðhrun

For­stjóri Icelanda­ir og stjórn­ar­mað­ur keyptu bréf í fé­lag­inu fyr­ir rúm­ar 5 millj­ón­ir króna í dag. Hluta­bréf í fé­lag­inu féllu um tæp 12% eft­ir að til­kynnt var um 2,7 millj­arða króna tap fé­lags­ins á árs­fjórð­ungn­um.

Stjórnendur Icelandair kaupa bréf fyrir rúmar 5 milljónir eftir verðhrun
Björgólfur Jóhannsson Forstjóri Icelandair keypti 400 þúsund hluti í félaginu í dag og á nú samtals 2,3 milljónir hluta. Mynd: Geirix

Forstjóri Icelandair, Björgólfur Jóhannsson, keypti í dag 400 þúsund hluti í félaginu á rúmar 3 milljónir króna samkvæmt tilkynningu til kauphallar. Heiðrún Jónsdóttir stjórnarmaður keypti yfir 300 þúsund hluti fyrir um 2,4 milljónir króna. Kaupin koma í kjölfar verðhruns á bréfum félagsins, sem hafa lækkað um tæp 40% frá 9. júlí.

Í ársfjórðungsuppgjöri félagsins, sem kynnt var í fyrradag, kom fram að Icelandair hefði tapað 2,7 milljörðum króna á fjórðungnum og alls 6,4 milljörðum það sem af er ári. Tekjur félagsins höfðu hækkað um 9% á milli ára, en kostnaður aftur á móti um 18%.

Í kjölfar tilkynningarinnar lækkuðu hlutabréf í félaginu skarpt og hafði verð þeirra fallið um tæp 12% á tveimur dögum. Verðhrun hafði þegar orðið á bréfum félagins í byrjun júlí, en þau lækkuðu um tæp 25% í kjölfar afkomuviðvörunar 9. júlí. Alls hafa bréf félagsins því lækkað um tæp 40% frá því hún var gefin út, en um næstum helming frá áramótum.

Lífeyrissjóðir stærstu eigendurnir

Í tilkynningu til kauphallarinnar sagði Björgólfur að von væri á almennri hækkun fluggjalda í kjölfar hækkandi verðs á flugvélaeldsneyti. Aðstæður væru erfiðar, en félagið væri í góðri stöðu til að takast á við áskoranirnar.

Lífeyrissjóðir eru stærstu eigendur Icelandair og á Lífeyrissjóður verslunarmanna um 14% í félaginu. Þar á eftir koma Gildi, Birta og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild með á milli 7 og 8% hlut.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár