Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Stjórnendur Icelandair kaupa bréf fyrir rúmar 5 milljónir eftir verðhrun

For­stjóri Icelanda­ir og stjórn­ar­mað­ur keyptu bréf í fé­lag­inu fyr­ir rúm­ar 5 millj­ón­ir króna í dag. Hluta­bréf í fé­lag­inu féllu um tæp 12% eft­ir að til­kynnt var um 2,7 millj­arða króna tap fé­lags­ins á árs­fjórð­ungn­um.

Stjórnendur Icelandair kaupa bréf fyrir rúmar 5 milljónir eftir verðhrun
Björgólfur Jóhannsson Forstjóri Icelandair keypti 400 þúsund hluti í félaginu í dag og á nú samtals 2,3 milljónir hluta. Mynd: Geirix

Forstjóri Icelandair, Björgólfur Jóhannsson, keypti í dag 400 þúsund hluti í félaginu á rúmar 3 milljónir króna samkvæmt tilkynningu til kauphallar. Heiðrún Jónsdóttir stjórnarmaður keypti yfir 300 þúsund hluti fyrir um 2,4 milljónir króna. Kaupin koma í kjölfar verðhruns á bréfum félagsins, sem hafa lækkað um tæp 40% frá 9. júlí.

Í ársfjórðungsuppgjöri félagsins, sem kynnt var í fyrradag, kom fram að Icelandair hefði tapað 2,7 milljörðum króna á fjórðungnum og alls 6,4 milljörðum það sem af er ári. Tekjur félagsins höfðu hækkað um 9% á milli ára, en kostnaður aftur á móti um 18%.

Í kjölfar tilkynningarinnar lækkuðu hlutabréf í félaginu skarpt og hafði verð þeirra fallið um tæp 12% á tveimur dögum. Verðhrun hafði þegar orðið á bréfum félagins í byrjun júlí, en þau lækkuðu um tæp 25% í kjölfar afkomuviðvörunar 9. júlí. Alls hafa bréf félagsins því lækkað um tæp 40% frá því hún var gefin út, en um næstum helming frá áramótum.

Lífeyrissjóðir stærstu eigendurnir

Í tilkynningu til kauphallarinnar sagði Björgólfur að von væri á almennri hækkun fluggjalda í kjölfar hækkandi verðs á flugvélaeldsneyti. Aðstæður væru erfiðar, en félagið væri í góðri stöðu til að takast á við áskoranirnar.

Lífeyrissjóðir eru stærstu eigendur Icelandair og á Lífeyrissjóður verslunarmanna um 14% í félaginu. Þar á eftir koma Gildi, Birta og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild með á milli 7 og 8% hlut.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
5
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár