Ríkasti maður Bretlands er nú orðinn einn umsvifamesti landeigandi á Íslandi. James Ratcliffe, forstjóri og eigandi efnaframleiðslurisans Ineos, hefur keypt upp tugi jarða á Norðausturlandi, með það að markmiði að eignast veiðirétt í laxveiðiám. Ratcliffe hefur lýst því yfir að markmiðið sé að vernda viðkvæmt vistkerfi ánna.
En á alþjóðavísu eru hann og fyrirtæki hans þekkt fyrir mengandi starfsemi, þrýsting á landeigendur, hótanir gagnvart stéttarfélögum og pólitíska fyrirgreiðslu. Landeigandi í Þistilfirði segist hafa orðið fyrir fjárhagslegum hótunum frá Ratcliffe og félögum vegna deilna um gjöfula laxveiðiá.
Ratcliffe og viðskiptafélagar hans hafa keypt tugi jarða undanfarin ár í Vopnafirði og Þistilfirði, sem flestar eru við laxveiðiár, oft með milligöngu samstarfsmanna hjá Ineos, þeirra William Bain Reid og Jonathan Frank Ginns. Jóhannes Kristinsson, áður kenndur við Fons og Iceland Express, hefur einnig verið aðsópsmikill á svæðinu og tengjast félög hans og Ratcliffe að hluta í gegnum Veiðiklúbbinn Streng og framkvæmdastjóra hans, Gísla …
Athugasemdir