Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sviðin jörð ríkasta manns Bretlands og landeiganda á Austurlandi

James Ratclif­fe á stór­fyr­ir­tæk­ið Ineos og vill bora eft­ir gasi í Skotlandi. Í krafti auðs síns hef­ur hann feng­ið sitt fram gagn­vart stjórn­völd­um og stétt­ar­fé­lög­um. Hann og við­skipta­fé­lag­ar hans hafa eign­ast tugi jarða á Norð­aust­ur­landi við lax­veiði­ár, um 1% alls ís­lensks lands. Land­eig­andi seg­ir þá hóta sér og krefst af­sök­un­ar­beiðni.

Sviðin jörð ríkasta manns Bretlands og landeiganda á Austurlandi
James Ratcliffe Ríkasti maður Bretlands og viðskiptafélagar hans eiga yfir 1000 ferkílómetra af jörðum á Austurlandi. Mynd: Ineos.com

Ríkasti maður Bretlands er nú orðinn einn umsvifamesti landeigandi á Íslandi. James Ratcliffe, forstjóri og eigandi efnaframleiðslurisans Ineos, hefur keypt upp tugi jarða á Norðausturlandi, með það að markmiði að eignast veiðirétt í laxveiðiám. Ratcliffe hefur lýst því yfir að markmiðið sé að vernda viðkvæmt vistkerfi ánna.

En á alþjóðavísu eru hann og fyrirtæki hans þekkt fyrir mengandi starfsemi, þrýsting á landeigendur, hótanir gagnvart stéttarfélögum og pólitíska fyrirgreiðslu. Landeigandi í Þistilfirði segist hafa orðið fyrir fjárhagslegum hótunum frá Ratcliffe og félögum vegna deilna um gjöfula laxveiðiá.

Ratcliffe og viðskiptafélagar hans hafa keypt tugi jarða undanfarin ár í Vopnafirði og Þistilfirði, sem flestar eru við laxveiðiár, oft með milligöngu samstarfsmanna hjá Ineos, þeirra William Bain Reid og Jonathan Frank Ginns. Jóhannes Kristinsson, áður kenndur við Fons og Iceland Express, hefur einnig verið aðsópsmikill á svæðinu og tengjast félög hans og Ratcliffe að hluta í gegnum Veiðiklúbbinn Streng og framkvæmdastjóra hans, Gísla …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Auðmenn

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár