Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sigríður Andersen birti mynd af sér með „austurríska Goebbels“

Her­bert Kickl, inn­an­rík­is­ráð­herra Aust­ur­rík­is, sagð­ist vilja „ein­angra“ flótta­menn á ein­um stað. Dóms­mála­ráðu­neyt­ið birti mynd af þeim sam­an við frétt um fund Schengen ríkja.

Sigríður Andersen birti mynd af sér með „austurríska Goebbels“
Sigríður Andersen og Herbert Kickl Dómsmálaráðuneytið birti mynd af ráðherrunum tveimur með frétt á vef sínum í dag. Mynd: Dómsmálaráðuneytið

Mynd af Sigríði Andersen dómsmálaráðherra að taka í höndina á Herbert Kickl, innanríkisráðherra Austurríkis, var birt á vef ráðuneytis hennar í dag. Sigríður og Kickl hittust á fundi Schengen ríkja í síðustu viku þar sem rætt var um harðari landamærastefnu. Kickl var ræðuhöfundur Jörg Haider, leiðtoga Frelsisflokksins (FPÖ), og hefur verið kallaður „hinn austurríski Joseph Goebbels“.

Frelsisflokkurinn er hægriöfgaflokkur sem elur á útlendingaandúð og situr nú í ríkisstjórn Austurríkis ásamt Kristilega íhaldsflokknum (ÖVP). Flokkurinn var stofnaður af fyrrverandi nasistum eftir seinni heimsstyrjöld og hefur á undanförnum árum komist til áhrifa í krafti harðrar stefnu gegn flóttamönnum.

Herbert KicklInnanríkisráðherra Austurríkis starfaði fyrir Jörg Haider, sem þekktur var fyrir gyðinga- og útlendingaandúð.

Í janúar vakti Kickl athygli á alþjóðavísu með því að nota orðið „einangra“ um hælisleitendur, sem margir tengdu við stefnu nasista í Seinni heimsstyrjöld. Sagði hann að koma þyrfti upp aðstöðu fyrir stjórnvöld til að „einangra hælisleitendur á einum stað“. Var Kickl harðlega gagrýndur af stjórnmálamönnum fyrir ummælin.

Nasistar ráku einangrunarbúðir í Austurríki frá 1938 til 1945 í Mauthausen-Gusen, þar sem hundruð þúsunda voru drepin. Talið er að helför nasista hafi í heild sinni kostað yfir 15 milljón manns lífið, þar af 6 milljónir gyðinga.

Harðari útlendingastefna í ráðherratíð Sigríðar

Sigríður Andersen hefur í tíð sinni sem dómsmálaráðherra hert á stefnu Íslands í útlendingamálum. Með lögum sem sett voru þann 6. apríl 2017 voru tilteknir hópar hælisleitenda sviptir réttinum til að fá réttaráhrifum ákvörðunar Útlendingastofnunar um brottvísun frestað vegna kæru til æðra stjórnvalds eða dómstóla. Rauði krossinn á Íslandi og Lögmannafélagið vöruðu við lagabreytingunum og töldu að með þeim væri réttaröryggi hælisleitenda skert og mannréttindum þeirra ógnað en gagnrýnin var hunsuð og málið keyrt í gegn.

Í lok ágúst setti svo Sigríður reglugerð um að útlendingar yrðu sviptir réttinum til framfærslufjár eftir að hælisumsóknum þeirra væri synjað og meðan þeir biðu eftir að vera sendir úr landi. Í reglugerðinni felst líka að ef hælisleitandi er frá ríki sem er á lista yfir örugg upprunaríki og umsókn er metin „bersýnilega tilhæfulaus“ getur Útlendingastofnun fellt niður alla þjónustu við viðkomandi eftir að framkvæmdarhæf ákvörðun um synjun umsóknar liggur fyrir.

Þá hefur Sigríður sagt að að „tilhæfulausar umsóknir“ hælisleitenda séu að „kæfa kerfið“ og lýsti því yfir í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar að ríkisstjórnin ætlaði „ekki að láta það átölulaust ef menn [hælisleitendur] ætla að misnota þá velvild sem við viljum sýna“.

Styrking ytri landamæra Schengen rædd

Sigríður og Kickl hittust á fundi Schengen ríkja í Innsbruck í Austurríki, fimmtudaginn 12. júlí. Til umræðu á fundinum var „styrking ytri landamæra Schengen-svæðisins og aukið öryggi innan Evrópu með tilliti til heildarstefnu ríkjanna í útlendingamálum.“

Þá var efling Landamærastofnunar Evrópu (Frontex) til umræðu. „Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra vakti athygli á því að hraður vöxtur Frontex sem kallar á aukið framlag aðildarríkja í formi mannauðs og tækja mætti ekki verða á kostnað getu aðildarríkjanna til að standa að viðunandi landamæravörslu á heimavelli með tilliti til fjölgunar ferðamanna og umsækjenda um alþjóðlega vernd,“ segir í tilkynningunni.

Í tilkynningunni kemur fram að ráðherrar aðildarríkjanna hafi lagt mikla áherslu á að efla þurfi samskipti Evrópuríkja við þriðju ríki vegna endursendinga einstaklinga sem hljóta ekki alþjóðlega vernd í Evrópu. Þá var lögreglusamvinna í Evrópu einnig rædd, til dæmis hvað varðar baráttuna gegn mansali og smygl á einstaklingum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
4
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
5
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár