Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sigríður Andersen birti mynd af sér með „austurríska Goebbels“

Her­bert Kickl, inn­an­rík­is­ráð­herra Aust­ur­rík­is, sagð­ist vilja „ein­angra“ flótta­menn á ein­um stað. Dóms­mála­ráðu­neyt­ið birti mynd af þeim sam­an við frétt um fund Schengen ríkja.

Sigríður Andersen birti mynd af sér með „austurríska Goebbels“
Sigríður Andersen og Herbert Kickl Dómsmálaráðuneytið birti mynd af ráðherrunum tveimur með frétt á vef sínum í dag. Mynd: Dómsmálaráðuneytið

Mynd af Sigríði Andersen dómsmálaráðherra að taka í höndina á Herbert Kickl, innanríkisráðherra Austurríkis, var birt á vef ráðuneytis hennar í dag. Sigríður og Kickl hittust á fundi Schengen ríkja í síðustu viku þar sem rætt var um harðari landamærastefnu. Kickl var ræðuhöfundur Jörg Haider, leiðtoga Frelsisflokksins (FPÖ), og hefur verið kallaður „hinn austurríski Joseph Goebbels“.

Frelsisflokkurinn er hægriöfgaflokkur sem elur á útlendingaandúð og situr nú í ríkisstjórn Austurríkis ásamt Kristilega íhaldsflokknum (ÖVP). Flokkurinn var stofnaður af fyrrverandi nasistum eftir seinni heimsstyrjöld og hefur á undanförnum árum komist til áhrifa í krafti harðrar stefnu gegn flóttamönnum.

Herbert KicklInnanríkisráðherra Austurríkis starfaði fyrir Jörg Haider, sem þekktur var fyrir gyðinga- og útlendingaandúð.

Í janúar vakti Kickl athygli á alþjóðavísu með því að nota orðið „einangra“ um hælisleitendur, sem margir tengdu við stefnu nasista í Seinni heimsstyrjöld. Sagði hann að koma þyrfti upp aðstöðu fyrir stjórnvöld til að „einangra hælisleitendur á einum stað“. Var Kickl harðlega gagrýndur af stjórnmálamönnum fyrir ummælin.

Nasistar ráku einangrunarbúðir í Austurríki frá 1938 til 1945 í Mauthausen-Gusen, þar sem hundruð þúsunda voru drepin. Talið er að helför nasista hafi í heild sinni kostað yfir 15 milljón manns lífið, þar af 6 milljónir gyðinga.

Harðari útlendingastefna í ráðherratíð Sigríðar

Sigríður Andersen hefur í tíð sinni sem dómsmálaráðherra hert á stefnu Íslands í útlendingamálum. Með lögum sem sett voru þann 6. apríl 2017 voru tilteknir hópar hælisleitenda sviptir réttinum til að fá réttaráhrifum ákvörðunar Útlendingastofnunar um brottvísun frestað vegna kæru til æðra stjórnvalds eða dómstóla. Rauði krossinn á Íslandi og Lögmannafélagið vöruðu við lagabreytingunum og töldu að með þeim væri réttaröryggi hælisleitenda skert og mannréttindum þeirra ógnað en gagnrýnin var hunsuð og málið keyrt í gegn.

Í lok ágúst setti svo Sigríður reglugerð um að útlendingar yrðu sviptir réttinum til framfærslufjár eftir að hælisumsóknum þeirra væri synjað og meðan þeir biðu eftir að vera sendir úr landi. Í reglugerðinni felst líka að ef hælisleitandi er frá ríki sem er á lista yfir örugg upprunaríki og umsókn er metin „bersýnilega tilhæfulaus“ getur Útlendingastofnun fellt niður alla þjónustu við viðkomandi eftir að framkvæmdarhæf ákvörðun um synjun umsóknar liggur fyrir.

Þá hefur Sigríður sagt að að „tilhæfulausar umsóknir“ hælisleitenda séu að „kæfa kerfið“ og lýsti því yfir í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar að ríkisstjórnin ætlaði „ekki að láta það átölulaust ef menn [hælisleitendur] ætla að misnota þá velvild sem við viljum sýna“.

Styrking ytri landamæra Schengen rædd

Sigríður og Kickl hittust á fundi Schengen ríkja í Innsbruck í Austurríki, fimmtudaginn 12. júlí. Til umræðu á fundinum var „styrking ytri landamæra Schengen-svæðisins og aukið öryggi innan Evrópu með tilliti til heildarstefnu ríkjanna í útlendingamálum.“

Þá var efling Landamærastofnunar Evrópu (Frontex) til umræðu. „Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra vakti athygli á því að hraður vöxtur Frontex sem kallar á aukið framlag aðildarríkja í formi mannauðs og tækja mætti ekki verða á kostnað getu aðildarríkjanna til að standa að viðunandi landamæravörslu á heimavelli með tilliti til fjölgunar ferðamanna og umsækjenda um alþjóðlega vernd,“ segir í tilkynningunni.

Í tilkynningunni kemur fram að ráðherrar aðildarríkjanna hafi lagt mikla áherslu á að efla þurfi samskipti Evrópuríkja við þriðju ríki vegna endursendinga einstaklinga sem hljóta ekki alþjóðlega vernd í Evrópu. Þá var lögreglusamvinna í Evrópu einnig rædd, til dæmis hvað varðar baráttuna gegn mansali og smygl á einstaklingum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
5
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár