Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Heimsókn á Hótel Adam: Rekstrarleyfi falið, dularfullur bjór og starfsmaður bað um hjálp

Blaða­mað­ur heim­sótti Hót­el Adam með eft­ir­lit­steymi VR og Efl­ing­ar þar sem rekstr­ar­leyf­is­bréf stað­ar­ins fannst fal­ið bak við vín­flösk­ur. Starfs­mað­ur bað um að­stoð við úr­lausn sinna mála.

Heimsókn á Hótel Adam: Rekstrarleyfi falið, dularfullur bjór og starfsmaður bað um hjálp
Rekstrarleyfi hulið Samkvæmt lögum skal leyfishafi hafa leyfi sýnilegt fyrir viðskiptavinum. Blaðamaður þurfti að færa frá vínflöskur til að sjá leyfið. Mynd: Vera Pálsdóttir/HokusFokus.is

Rekstrarleyfisbréf Hótels Adams á Skólavörðustíg var falið á bak við vínflöskur þegar eftirlitsfulltrúa VR og Eflingar bar að garði á þriðjudag.

Blaðamaður Stundarinnar var með í för og ræddi við starfsmann hótelsins sem greindi frá því að staðurinn væri að leigja út 25 herbergi til gesta, mun fleiri en hótelið hefur leyfi fyrir.

Þar að auki sagðist starfsmaðurinn greiða 80.000 krónur mánaðarlega fyrir að deila íbúð með Ragnari Guðmundssyni, eiganda hótelsins.

Samkvæmt lögum 85/2009 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald skal leyfishafi „hafa leyfisbréf til leyfisskyldrar starfsemi samkvæmt lögum þessum sýnilegt fyrir viðskiptavinum þar sem leyfisskyld starfsemi fer fram.“

Á Hótel Adam fannst rekstrarleyfi hulið bak við vínflöskur, en brot við þessu ákvæði varðar sektum. Rekstrarleyfið reyndist útrunnið, en það gilti aðeins út 27. júní 2015.

Útrunnið og faliðRekstrarleyfið er löngu útrunnið og leyfisbréfið var falið á bak við vínflöskur.

Borgar 80.000 í leigu fyrir íbúð 
sem hún deilir með eigandanum

Eftirlitsfulltrúar stéttafélaganna ræddu við konu sem var að störfum á hótelinu. Konan er frá Mið-Evrópu líkt og Kristýna Králová sem vann á Hótel Adam fyrir tveimur árum og lýsti nýlega hremmingum sínum í forsíðuviðtali við Stundina.

Starfsmaðurinn átti erfitt með að tjá sig, talaði ekki íslensku og takmarkaða ensku, en gat upplýst um að hún hefði unnið á Hótel Adam í tæplega tvö ár.

Hún sagðist vita að hún þyrfti að fara til Eflingar að ræða sín mál. Hún sýndi launaseðla sína frá maí og júní, en á þeim sá blaðamaður að reitur merktur félagsgjald var auður, sem gefur til kynna að atvinnurekandi borgi ekki hlut af launum til stéttarfélags hennar. Það er skýrt brot á lögum um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Lögin kveða á um skyldu atvinnurekanda til að „halda eftir af launum starfsmanns iðgjaldi hans til viðkomandi stéttarfélags samkvæmt þeim reglum, sem kjarasamningar greina.“

Á seðlinum kom einnig fram að 80.000 krónur voru dregnar af launum hennar fyrir leigu. Hún sagði blaðamanni að hún svæfi í sömu íbúð og Ragnar, eigandi hótelsins, en þó í öðru herbergi. Þegar blaðamaður spurði hversu mörg herbergi væru til útleigu sagði hún að þau væru 25, en rekstrarleyfi hótelsins leyfir að hámarki 18 manns að gista á hótelinu. Tólf herbergi voru innsigluð af lögreglu árið 2016 þar sem of mörg herbergi voru þá í útleigu.

Starfsmaðurinn spurði blaðamann og fulltrúa hvort þeir gætu hjálpað sér og fékk þau svör að hún þyrfi að mæta til Eflingar til að fá þá aðstoð sem hún þarfnast.

Dýrar ferðir út á flugvöll og dularfullur bjór

Bjór til söluZubr er tékkneskur bjór sem hefur ekki verið til sölu hjá áfengis- og tóbaksverslun ríkisins síðan árið 2005. Hótel Adam hefur fengið bjórinn frá sjálfstæðum byrgjum, flutt hann inn, eða smyglað honum til landsins.

Í heimsókninni sá blaðamaður auglýst far með flugvallarútu að Keflavíkurflugvelli á €40, eða 4.990 krónur, sem er rúmlega 1.000 krónum dýrari en hjá helstu ferðaþjónustu fyrirtækjunum. Kynnisferðir bjóða farþegum ferð af hóteli sínu á flugvöllinn fyrir 3.950 krónur, Airport Direct á 3.340 krónur, og Grayline á €26, eða 3.244 krónur. Ekki kom fram hvaða fyrirtæki sér um þessa þjónustu hjá Hótel Adam.

Einnig sást til sölu tékkneski bjórinn Zubr Gold, en samkvæmt ÁTVR hefur bjór frá þessum bruggara ekki verið til sölu hjá áfengis- og tóbaksverslun ríkisins síðan árið 2005.

Mögulegt er að Hótel Adam hafi keypt bjórinn frá sjálfstæðum byrgjum eða flutt hann inn sjálft. Sami bjór var til sölu á Hótel Adam fyrir tveimur árum, en heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur taldi hótelið hafa selt þann bjór í leyfisleysi mars 2016.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Réttindabrot á vinnumarkaði

Starfsfólk launalaust fjórum mánuðum eftir gjaldþrot Sternu
ÚttektRéttindabrot á vinnumarkaði

Starfs­fólk launa­laust fjór­um mán­uð­um eft­ir gjald­þrot Sternu

Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­ið Sterna var sett í gjald­þrot í mars og starfs­fólk­inu sagt upp, en síð­an var gjald­þrot­ið dreg­ið til baka. Fjór­um mán­uð­um síð­ar hafa fjöl­marg­ir ekki enn feng­ið laun eða upp­sagn­ar­frest borg­að­an frá fyr­ir­tæk­inu. Starf­andi fram­kvæmda­stjóri neit­ar því ekki að fyr­ir­tæk­ið sé hugs­an­lega að skipta um kenni­tölu.

Mest lesið

Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
6
Erlent

Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

Fátt hef­ur vak­ið meiri at­hygli að und­an­förnu en yf­ir­lýs­ing­ar Don­alds Trump um Græn­land og áhuga hans á því að kom­ast þar til áhrifa, jafn­vel með hervaldi. „Make Green­land great again”, sagði for­set­inn til­von­andi í ræðu með stuðn­ings­fólki sínu. Trump er ekki fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna sem hef­ur lýst áhuga á að ná yf­ir­ráð­um á Græn­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
4
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
5
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár