Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Heimsókn á Hótel Adam: Rekstrarleyfi falið, dularfullur bjór og starfsmaður bað um hjálp

Blaða­mað­ur heim­sótti Hót­el Adam með eft­ir­lit­steymi VR og Efl­ing­ar þar sem rekstr­ar­leyf­is­bréf stað­ar­ins fannst fal­ið bak við vín­flösk­ur. Starfs­mað­ur bað um að­stoð við úr­lausn sinna mála.

Heimsókn á Hótel Adam: Rekstrarleyfi falið, dularfullur bjór og starfsmaður bað um hjálp
Rekstrarleyfi hulið Samkvæmt lögum skal leyfishafi hafa leyfi sýnilegt fyrir viðskiptavinum. Blaðamaður þurfti að færa frá vínflöskur til að sjá leyfið. Mynd: Vera Pálsdóttir/HokusFokus.is

Rekstrarleyfisbréf Hótels Adams á Skólavörðustíg var falið á bak við vínflöskur þegar eftirlitsfulltrúa VR og Eflingar bar að garði á þriðjudag.

Blaðamaður Stundarinnar var með í för og ræddi við starfsmann hótelsins sem greindi frá því að staðurinn væri að leigja út 25 herbergi til gesta, mun fleiri en hótelið hefur leyfi fyrir.

Þar að auki sagðist starfsmaðurinn greiða 80.000 krónur mánaðarlega fyrir að deila íbúð með Ragnari Guðmundssyni, eiganda hótelsins.

Samkvæmt lögum 85/2009 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald skal leyfishafi „hafa leyfisbréf til leyfisskyldrar starfsemi samkvæmt lögum þessum sýnilegt fyrir viðskiptavinum þar sem leyfisskyld starfsemi fer fram.“

Á Hótel Adam fannst rekstrarleyfi hulið bak við vínflöskur, en brot við þessu ákvæði varðar sektum. Rekstrarleyfið reyndist útrunnið, en það gilti aðeins út 27. júní 2015.

Útrunnið og faliðRekstrarleyfið er löngu útrunnið og leyfisbréfið var falið á bak við vínflöskur.

Borgar 80.000 í leigu fyrir íbúð 
sem hún deilir með eigandanum

Eftirlitsfulltrúar stéttafélaganna ræddu við konu sem var að störfum á hótelinu. Konan er frá Mið-Evrópu líkt og Kristýna Králová sem vann á Hótel Adam fyrir tveimur árum og lýsti nýlega hremmingum sínum í forsíðuviðtali við Stundina.

Starfsmaðurinn átti erfitt með að tjá sig, talaði ekki íslensku og takmarkaða ensku, en gat upplýst um að hún hefði unnið á Hótel Adam í tæplega tvö ár.

Hún sagðist vita að hún þyrfti að fara til Eflingar að ræða sín mál. Hún sýndi launaseðla sína frá maí og júní, en á þeim sá blaðamaður að reitur merktur félagsgjald var auður, sem gefur til kynna að atvinnurekandi borgi ekki hlut af launum til stéttarfélags hennar. Það er skýrt brot á lögum um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Lögin kveða á um skyldu atvinnurekanda til að „halda eftir af launum starfsmanns iðgjaldi hans til viðkomandi stéttarfélags samkvæmt þeim reglum, sem kjarasamningar greina.“

Á seðlinum kom einnig fram að 80.000 krónur voru dregnar af launum hennar fyrir leigu. Hún sagði blaðamanni að hún svæfi í sömu íbúð og Ragnar, eigandi hótelsins, en þó í öðru herbergi. Þegar blaðamaður spurði hversu mörg herbergi væru til útleigu sagði hún að þau væru 25, en rekstrarleyfi hótelsins leyfir að hámarki 18 manns að gista á hótelinu. Tólf herbergi voru innsigluð af lögreglu árið 2016 þar sem of mörg herbergi voru þá í útleigu.

Starfsmaðurinn spurði blaðamann og fulltrúa hvort þeir gætu hjálpað sér og fékk þau svör að hún þyrfi að mæta til Eflingar til að fá þá aðstoð sem hún þarfnast.

Dýrar ferðir út á flugvöll og dularfullur bjór

Bjór til söluZubr er tékkneskur bjór sem hefur ekki verið til sölu hjá áfengis- og tóbaksverslun ríkisins síðan árið 2005. Hótel Adam hefur fengið bjórinn frá sjálfstæðum byrgjum, flutt hann inn, eða smyglað honum til landsins.

Í heimsókninni sá blaðamaður auglýst far með flugvallarútu að Keflavíkurflugvelli á €40, eða 4.990 krónur, sem er rúmlega 1.000 krónum dýrari en hjá helstu ferðaþjónustu fyrirtækjunum. Kynnisferðir bjóða farþegum ferð af hóteli sínu á flugvöllinn fyrir 3.950 krónur, Airport Direct á 3.340 krónur, og Grayline á €26, eða 3.244 krónur. Ekki kom fram hvaða fyrirtæki sér um þessa þjónustu hjá Hótel Adam.

Einnig sást til sölu tékkneski bjórinn Zubr Gold, en samkvæmt ÁTVR hefur bjór frá þessum bruggara ekki verið til sölu hjá áfengis- og tóbaksverslun ríkisins síðan árið 2005.

Mögulegt er að Hótel Adam hafi keypt bjórinn frá sjálfstæðum byrgjum eða flutt hann inn sjálft. Sami bjór var til sölu á Hótel Adam fyrir tveimur árum, en heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur taldi hótelið hafa selt þann bjór í leyfisleysi mars 2016.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Réttindabrot á vinnumarkaði

Starfsfólk launalaust fjórum mánuðum eftir gjaldþrot Sternu
ÚttektRéttindabrot á vinnumarkaði

Starfs­fólk launa­laust fjór­um mán­uð­um eft­ir gjald­þrot Sternu

Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­ið Sterna var sett í gjald­þrot í mars og starfs­fólk­inu sagt upp, en síð­an var gjald­þrot­ið dreg­ið til baka. Fjór­um mán­uð­um síð­ar hafa fjöl­marg­ir ekki enn feng­ið laun eða upp­sagn­ar­frest borg­að­an frá fyr­ir­tæk­inu. Starf­andi fram­kvæmda­stjóri neit­ar því ekki að fyr­ir­tæk­ið sé hugs­an­lega að skipta um kenni­tölu.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
„Hann sagðist ekki geta meir“
5
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár