Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Hélt áfram að spila eftir heilablóðfall

Salóme Mist Kristjáns­dótt­ur seg­ir að eft­ir að líf henn­ar breytt­ist skyndi­lega hafi það ver­ið mik­ið lán að helsta áhuga­mál henn­ar hafi ver­ið fötl­un­ar­vænt.

Hélt áfram að spila eftir heilablóðfall
Salóme Mist Á rúmlega 200 borðspil heima hjá sér og mætir að minnsta kosti 30 sinnum á ári á spilakvöld Spilavina. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ég hef alltaf verið mikið fyrir spil, en dróst af alvöru inn í áhugamálið 2012 þegar ég eignaðist samvinnuspilið Pandemic. Ég féll gjörsamlega fyrir því og fór í kjölfarið í búðina Spilavini þar sem ég kynntist spilasamfélaginu þar. Það er mikið af frábæru fólki í þessum hópi sem er opið fyrir því að fá nýliða inn. Ég kynntist sambýlismanni mínum gegnum spilakvöld Spilavina og við eigum þetta áhugamál því sameiginlegt og erum samtaka í að fylla heimilið af spilum og halda spilakvöld.

Aðgengi skiptir mig gríðarlega miklu máli. Við í femínísku fötlunarhreyfingunni Tabú tölum um „aðgengiskvíða“ þegar einstaklingur er að fara á einhverja viðburði og veit ekki hvort það sé gott aðgengi þar. Það er það sem Spilavinir hafa fram yfir aðrar verslanir, það er alltaf starfsfólk á staðnum sem ég veit að er boðið og búið að hjálpa, til dæmis með að ná í rampinn fyrir mig.

Ég fékk heilablóðfall í nóvember 2016 og við það breyttist líf mitt gjörsamlega á einu augnabliki. Ég lamaðist og missti getuna til að lifa án aðstoðar og upplifði gríðarlegt vonleysi. Það var rosalega gott að hafa þetta áhugamál áfram sem fastan punkt í lífinu, eitthvað sem hélt áfram að vera eins. Það var mikið lán að mitt helsta áhugamál er svona fötlunarvænt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár