Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hélt áfram að spila eftir heilablóðfall

Salóme Mist Kristjáns­dótt­ur seg­ir að eft­ir að líf henn­ar breytt­ist skyndi­lega hafi það ver­ið mik­ið lán að helsta áhuga­mál henn­ar hafi ver­ið fötl­un­ar­vænt.

Hélt áfram að spila eftir heilablóðfall
Salóme Mist Á rúmlega 200 borðspil heima hjá sér og mætir að minnsta kosti 30 sinnum á ári á spilakvöld Spilavina. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ég hef alltaf verið mikið fyrir spil, en dróst af alvöru inn í áhugamálið 2012 þegar ég eignaðist samvinnuspilið Pandemic. Ég féll gjörsamlega fyrir því og fór í kjölfarið í búðina Spilavini þar sem ég kynntist spilasamfélaginu þar. Það er mikið af frábæru fólki í þessum hópi sem er opið fyrir því að fá nýliða inn. Ég kynntist sambýlismanni mínum gegnum spilakvöld Spilavina og við eigum þetta áhugamál því sameiginlegt og erum samtaka í að fylla heimilið af spilum og halda spilakvöld.

Aðgengi skiptir mig gríðarlega miklu máli. Við í femínísku fötlunarhreyfingunni Tabú tölum um „aðgengiskvíða“ þegar einstaklingur er að fara á einhverja viðburði og veit ekki hvort það sé gott aðgengi þar. Það er það sem Spilavinir hafa fram yfir aðrar verslanir, það er alltaf starfsfólk á staðnum sem ég veit að er boðið og búið að hjálpa, til dæmis með að ná í rampinn fyrir mig.

Ég fékk heilablóðfall í nóvember 2016 og við það breyttist líf mitt gjörsamlega á einu augnabliki. Ég lamaðist og missti getuna til að lifa án aðstoðar og upplifði gríðarlegt vonleysi. Það var rosalega gott að hafa þetta áhugamál áfram sem fastan punkt í lífinu, eitthvað sem hélt áfram að vera eins. Það var mikið lán að mitt helsta áhugamál er svona fötlunarvænt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár