Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Hélt áfram að spila eftir heilablóðfall

Salóme Mist Kristjáns­dótt­ur seg­ir að eft­ir að líf henn­ar breytt­ist skyndi­lega hafi það ver­ið mik­ið lán að helsta áhuga­mál henn­ar hafi ver­ið fötl­un­ar­vænt.

Hélt áfram að spila eftir heilablóðfall
Salóme Mist Á rúmlega 200 borðspil heima hjá sér og mætir að minnsta kosti 30 sinnum á ári á spilakvöld Spilavina. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ég hef alltaf verið mikið fyrir spil, en dróst af alvöru inn í áhugamálið 2012 þegar ég eignaðist samvinnuspilið Pandemic. Ég féll gjörsamlega fyrir því og fór í kjölfarið í búðina Spilavini þar sem ég kynntist spilasamfélaginu þar. Það er mikið af frábæru fólki í þessum hópi sem er opið fyrir því að fá nýliða inn. Ég kynntist sambýlismanni mínum gegnum spilakvöld Spilavina og við eigum þetta áhugamál því sameiginlegt og erum samtaka í að fylla heimilið af spilum og halda spilakvöld.

Aðgengi skiptir mig gríðarlega miklu máli. Við í femínísku fötlunarhreyfingunni Tabú tölum um „aðgengiskvíða“ þegar einstaklingur er að fara á einhverja viðburði og veit ekki hvort það sé gott aðgengi þar. Það er það sem Spilavinir hafa fram yfir aðrar verslanir, það er alltaf starfsfólk á staðnum sem ég veit að er boðið og búið að hjálpa, til dæmis með að ná í rampinn fyrir mig.

Ég fékk heilablóðfall í nóvember 2016 og við það breyttist líf mitt gjörsamlega á einu augnabliki. Ég lamaðist og missti getuna til að lifa án aðstoðar og upplifði gríðarlegt vonleysi. Það var rosalega gott að hafa þetta áhugamál áfram sem fastan punkt í lífinu, eitthvað sem hélt áfram að vera eins. Það var mikið lán að mitt helsta áhugamál er svona fötlunarvænt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár