Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Unga fólkið sem yfirgaf Ísland sér ekki ástæðu til að flytja heim

Brott­flutn­ing­ur ís­lenskra rík­is­borg­ara úr landi kem­ur í bylgj­um og hafa marg­ir þeirra snú­ið aft­ur. Stund­in ræddi við unga Ís­lend­inga sem hafa fæst­ir hug á end­ur­komu til Ís­lands.

Unga fólkið sem yfirgaf Ísland sér ekki ástæðu til að flytja heim
Útsýni yfir Limafjörð við bæinn Skive Katla, 22 ára nemi, stundar nám í smábænum Skive á Jótlandi. Hún var á leigumarkaði á Íslandi frá 16 ára aldri, en gafst loks upp og fór úr landi.

„Það er orðið of mikið sem þyrfti að breytast til að ég myndi vilja flytja aftur til baka,segir Íslendingur sem búsettur er í Svíþjóð aðspurður hvort hann hefði áhuga á því að flytja aftur til Íslands.

Stundin ræddi við nokkra Íslendinga á þrítugsaldri sem búsettir eru á Norðurlöndunum um hvers vegna þeir ákváðu að flytja frá Íslandi, hvernig það hafi verið að aðlagast nýju samfélagi og hvort þeir hafi áform um að snúa einhvern tíma aftur. Ástæður brottflutninganna voru margbreytilegar, til dæmis vegna námstækifæra, ástarinnar eða einfaldlega áhuga á því að prófa eitthvað nýtt. Flestir viðmælenda hafa þó ekki hugsað sér að flytja aftur heim til Íslands og bar húsnæðismarkaðinn iðulega á góma er spurt var hvort og þá hvað þyrfti að breytast í íslensku samfélagi svo að það kæmi til greina.

Um 47 þúsund Íslendinga búsettir erlendis

Fjöldi Íslendinga sem búa erlendis hefur aukist á undanförnum árum, en samkvæmt tölum frá Þjóðskrá Íslands eru 46.572 íslenskir ríkisborgarar með skráða búsetu erlendis. Þar af búa 62,8 prósent íslenskra ríkisborgara erlendis á Norðurlöndunum, en flestir þeirra eru í Danmörku.

Samkvæmt heimildum Vinnumálastofnunar er fólk á aldrinum 20–29 ára fjölmennasti aldurshópur Íslendinga sem flytja úr landi, en síðustu 30 ár hefur hlutfall þess hóps verið um 30 prósent allra brottfluttra Íslendinga.

Hlutfall aðfluttra Íslendinga í samanburði við brottflutta hefur undanfarin ár verið neikvætt, sem þýðir að á hverju ári flytja fleiri íslenskir ríkisborgarar frá landinu heldur en til þess. Sú þróun hefur þó snúist við frá og með árinu 2017, sé á heildarfjöldann litið, en hins vegar er hlutfallið enn neikvætt hjá aldurshópnum 20–29 ára þó svo að bilið fari minnkandi.

Ókeypis læknisþjónusta mikill kostur 

Karen Guðnadóttir er 26 ára Keflvíkingur sem ákvað fyrir tveimur árum að flytja til smábæjarins Gråsten við landamæri Danmerkur og Þýskalands ásamt manninum sínum. Við vorum búin að tala um það í nokkur ár að flyta til útlanda. Hvorugt okkar hafði búið annars staðar heldur en í Keflavík svo við ákváðum að flytja til Danmerkur því það er auðvelt fyrir Íslendinga að byrja þar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár