Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Um 16 prósent auðlindarentunnar runnu til almennings

Frá 2010 til 2015 greiddu eig­end­ur út­gerð­ar­fyr­ir­tækja sér sam­tals um 54,3 millj­arða í arð. Um leið runnu að með­al­tali 15,8 pró­sent auð­lindar­ent­unn­ar í sjáv­ar­út­vegi til rík­is­ins í formi veiði­gjalda.

Um 16 prósent auðlindarentunnar runnu til almennings
Útgerðin Samkvæmt fiskveiðistjórnunarlögum nýta útgerðarfyrirtæki sameign þjóðarinnar til þess að skapa sjálfum sér og eigendum arð. Mynd: Shutterstock

Um 14 til 18 prósent af auðlindarentunni sem varð til í íslenskum sjávarútvegi á tímabilinu 2012 til 2015 rann til ríkisins í formi veiðigjalda. Restin féll að miklu leyti útgerðarfyrirtækjum og eigendum þeirra í skaut. Áður en sérstaka veiðigjaldið var innleitt í ríkisstjórnartíð Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar var hlutdeild ríkisins í auðlindarentunni miklu lægri. Á hrunárinu 2008 runnu t.d. aðeins 0,8 prósent auðlindarentunnar til ríkisins og aðeins 4,95 prósent árið 2010.  

Í nýlegri grein Þórólfs Matthíassonar, prófessors við hagfræðideild Háskóla Íslands, og Eyjólfs Sigurðssonar, sérfræðings hjá Hagstofunni, er fjallað um áhrif auðlindarentunnar á laun sjómanna. Höfundar reikna út greinanlega auðlindarentu (e. visible resource rent) á grundvelli Hagstofugagna og bókhaldsupplýsinga úr sjávarútvegi og varpa upp töflu þar sem meðal annars má sjá hlutfall auðlindarentunnar af þeim virðisauka sem verður til í atvinnugreininni. Fróðlegt er að skoða auðlindarentuna í krónutölum og bera saman við tekjur af veiðigjöldunum sem útgerðarfyrirtækin greiddu í ríkissjóð á sama tímabili. 

Frá 2010 til 2015 greiddu eigendur útgerðarfyrirtækja sér samtals um 54,3 milljarða í arð samkvæmt gögnum sem Deloitte tók saman.

Á sama tíma greiddu útgerðarfyrirtæki samtals um 41 milljarð króna í veiðigjöld. Uppsöfnuð auðlindarenta á sama tímabili var, samkvæmt útreikningum Þórólfs Matthíassonar og Eyjólfs Sigurðssonar, samtals um 332 milljarðar. Tölurnar eru á nafnvirði en gefa þó skýra mynd af skiptingu verðmætanna – verðmæta sem eru samkvæmt 1. gr. laga um stjórn fiskveiða sameign þjóðarinnar. 

Tölurnar hér að neðan byggja á töflu sem er að finna á bls. 16 í grein Þórólfs og Eyjólfs:

  Veiðigjald Greinanleg auðlindarenta
Hlutfall veiðigjalda 
af auðlindarentunni
2008 270 32917 0.8%
2009 1015 46163 2.2%
2010 2265 45803 4.9%
2011 3893 63480 6.1%
2012 9836 67049 14.7%
2013 9724 58678 16.6%
2014 8121 44458 18.3%
2015 7410 53373 13.9%

Stundin fjallaði um gróða útgerðarmanna í síðasta tölublaði, en þar kom fram að í fyrra þénuðu sjö aðaleigendur þriggja stærstu útgerðarfyrirtækja landsins samtals um sex milljarða í fjármagnstekjur. Tekjuhæst voru Sigríður Vilhjálmsdóttir með tvo milljarða í fjármagnstekjur og systkinin Kristján og Birna Loftsbörn, hvort um sig með rúmlega 1,36 milljarða, en þau þrjú eru eigendur Hvals hf. í gegnum Fiskveiðahlutafélagið Venus og áttu jafnframt þriðjungshlut í HB Granda, kvótahæsta fyrirtæki landsins, allt þar til í vor þegar hlutabréfin voru seld Brimi og forstjóra þess, Guðmundi Kristjánssyni.

Minna til almennings og meira til kvótahafaVeiðigjöldin lækkuðu og arðgreiðslurnar stórhækkuðu í góðærinu eins og hér má sjá. Myndin birtist í Stundinni árið 2016.

Núverandi ríkisstjórn var nýlega gerð afturreka með áform um 2 milljarða lækkun veiðigjalds. Eins og bent var á hefði frumvarpið létt mestum byrðum af stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins. Í umsögn Indriða H. Þorlákssonar, hagfræðings og fyrrverandi ríkisskattstjóra, áætlar hann á grundvelli gagna Hagstofunnar að fiskveiðirentan árið 2016 hafi numið 32 milljörðum króna og verið nokkru lægri en árin á undan. Fyrir vikið hafi hlutfall veiðigjalda af rentunni verið hærra en áður, eða um 20 prósent. Að mati Indriða bendir þó flest til þess að auðlindarentan af fiskveiðum næstu árin verði vel yfir 40 milljörðum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fiskveiðar

Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna
FréttirFiskveiðar

Fé­lag í eigu Sam­herja og sam­starfs­að­ila skuld­ar rík­is­sjóði Namib­íu jafn­virði 1600 millj­óna króna

Fjöl­mið­ill­inn Con­fidén­te grein­ir frá því að ArcticNam Fis­hing, út­gerð sem Sam­herji á hlut í gegn­um Esju Fis­hing, standi í skatta­skuld upp á 200 millj­ón­ir namib­íudoll­ara. Enn deila hlut­haf­ar um skatt­greiðsl­ur en rík­is­skatt­stjóri Namib­íu rann­sak­ar bók­halds­brell­ur fjól­þjóða­fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár