Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Um 16 prósent auðlindarentunnar runnu til almennings

Frá 2010 til 2015 greiddu eig­end­ur út­gerð­ar­fyr­ir­tækja sér sam­tals um 54,3 millj­arða í arð. Um leið runnu að með­al­tali 15,8 pró­sent auð­lindar­ent­unn­ar í sjáv­ar­út­vegi til rík­is­ins í formi veiði­gjalda.

Um 16 prósent auðlindarentunnar runnu til almennings
Útgerðin Samkvæmt fiskveiðistjórnunarlögum nýta útgerðarfyrirtæki sameign þjóðarinnar til þess að skapa sjálfum sér og eigendum arð. Mynd: Shutterstock

Um 14 til 18 prósent af auðlindarentunni sem varð til í íslenskum sjávarútvegi á tímabilinu 2012 til 2015 rann til ríkisins í formi veiðigjalda. Restin féll að miklu leyti útgerðarfyrirtækjum og eigendum þeirra í skaut. Áður en sérstaka veiðigjaldið var innleitt í ríkisstjórnartíð Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar var hlutdeild ríkisins í auðlindarentunni miklu lægri. Á hrunárinu 2008 runnu t.d. aðeins 0,8 prósent auðlindarentunnar til ríkisins og aðeins 4,95 prósent árið 2010.  

Í nýlegri grein Þórólfs Matthíassonar, prófessors við hagfræðideild Háskóla Íslands, og Eyjólfs Sigurðssonar, sérfræðings hjá Hagstofunni, er fjallað um áhrif auðlindarentunnar á laun sjómanna. Höfundar reikna út greinanlega auðlindarentu (e. visible resource rent) á grundvelli Hagstofugagna og bókhaldsupplýsinga úr sjávarútvegi og varpa upp töflu þar sem meðal annars má sjá hlutfall auðlindarentunnar af þeim virðisauka sem verður til í atvinnugreininni. Fróðlegt er að skoða auðlindarentuna í krónutölum og bera saman við tekjur af veiðigjöldunum sem útgerðarfyrirtækin greiddu í ríkissjóð á sama tímabili. 

Frá 2010 til 2015 greiddu eigendur útgerðarfyrirtækja sér samtals um 54,3 milljarða í arð samkvæmt gögnum sem Deloitte tók saman.

Á sama tíma greiddu útgerðarfyrirtæki samtals um 41 milljarð króna í veiðigjöld. Uppsöfnuð auðlindarenta á sama tímabili var, samkvæmt útreikningum Þórólfs Matthíassonar og Eyjólfs Sigurðssonar, samtals um 332 milljarðar. Tölurnar eru á nafnvirði en gefa þó skýra mynd af skiptingu verðmætanna – verðmæta sem eru samkvæmt 1. gr. laga um stjórn fiskveiða sameign þjóðarinnar. 

Tölurnar hér að neðan byggja á töflu sem er að finna á bls. 16 í grein Þórólfs og Eyjólfs:

  Veiðigjald Greinanleg auðlindarenta
Hlutfall veiðigjalda 
af auðlindarentunni
2008 270 32917 0.8%
2009 1015 46163 2.2%
2010 2265 45803 4.9%
2011 3893 63480 6.1%
2012 9836 67049 14.7%
2013 9724 58678 16.6%
2014 8121 44458 18.3%
2015 7410 53373 13.9%

Stundin fjallaði um gróða útgerðarmanna í síðasta tölublaði, en þar kom fram að í fyrra þénuðu sjö aðaleigendur þriggja stærstu útgerðarfyrirtækja landsins samtals um sex milljarða í fjármagnstekjur. Tekjuhæst voru Sigríður Vilhjálmsdóttir með tvo milljarða í fjármagnstekjur og systkinin Kristján og Birna Loftsbörn, hvort um sig með rúmlega 1,36 milljarða, en þau þrjú eru eigendur Hvals hf. í gegnum Fiskveiðahlutafélagið Venus og áttu jafnframt þriðjungshlut í HB Granda, kvótahæsta fyrirtæki landsins, allt þar til í vor þegar hlutabréfin voru seld Brimi og forstjóra þess, Guðmundi Kristjánssyni.

Minna til almennings og meira til kvótahafaVeiðigjöldin lækkuðu og arðgreiðslurnar stórhækkuðu í góðærinu eins og hér má sjá. Myndin birtist í Stundinni árið 2016.

Núverandi ríkisstjórn var nýlega gerð afturreka með áform um 2 milljarða lækkun veiðigjalds. Eins og bent var á hefði frumvarpið létt mestum byrðum af stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins. Í umsögn Indriða H. Þorlákssonar, hagfræðings og fyrrverandi ríkisskattstjóra, áætlar hann á grundvelli gagna Hagstofunnar að fiskveiðirentan árið 2016 hafi numið 32 milljörðum króna og verið nokkru lægri en árin á undan. Fyrir vikið hafi hlutfall veiðigjalda af rentunni verið hærra en áður, eða um 20 prósent. Að mati Indriða bendir þó flest til þess að auðlindarentan af fiskveiðum næstu árin verði vel yfir 40 milljörðum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fiskveiðar

Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna
FréttirFiskveiðar

Fé­lag í eigu Sam­herja og sam­starfs­að­ila skuld­ar rík­is­sjóði Namib­íu jafn­virði 1600 millj­óna króna

Fjöl­mið­ill­inn Con­fidén­te grein­ir frá því að ArcticNam Fis­hing, út­gerð sem Sam­herji á hlut í gegn­um Esju Fis­hing, standi í skatta­skuld upp á 200 millj­ón­ir namib­íudoll­ara. Enn deila hlut­haf­ar um skatt­greiðsl­ur en rík­is­skatt­stjóri Namib­íu rann­sak­ar bók­halds­brell­ur fjól­þjóða­fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár