Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Um 16 prósent auðlindarentunnar runnu til almennings

Frá 2010 til 2015 greiddu eig­end­ur út­gerð­ar­fyr­ir­tækja sér sam­tals um 54,3 millj­arða í arð. Um leið runnu að með­al­tali 15,8 pró­sent auð­lindar­ent­unn­ar í sjáv­ar­út­vegi til rík­is­ins í formi veiði­gjalda.

Um 16 prósent auðlindarentunnar runnu til almennings
Útgerðin Samkvæmt fiskveiðistjórnunarlögum nýta útgerðarfyrirtæki sameign þjóðarinnar til þess að skapa sjálfum sér og eigendum arð. Mynd: Shutterstock

Um 14 til 18 prósent af auðlindarentunni sem varð til í íslenskum sjávarútvegi á tímabilinu 2012 til 2015 rann til ríkisins í formi veiðigjalda. Restin féll að miklu leyti útgerðarfyrirtækjum og eigendum þeirra í skaut. Áður en sérstaka veiðigjaldið var innleitt í ríkisstjórnartíð Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar var hlutdeild ríkisins í auðlindarentunni miklu lægri. Á hrunárinu 2008 runnu t.d. aðeins 0,8 prósent auðlindarentunnar til ríkisins og aðeins 4,95 prósent árið 2010.  

Í nýlegri grein Þórólfs Matthíassonar, prófessors við hagfræðideild Háskóla Íslands, og Eyjólfs Sigurðssonar, sérfræðings hjá Hagstofunni, er fjallað um áhrif auðlindarentunnar á laun sjómanna. Höfundar reikna út greinanlega auðlindarentu (e. visible resource rent) á grundvelli Hagstofugagna og bókhaldsupplýsinga úr sjávarútvegi og varpa upp töflu þar sem meðal annars má sjá hlutfall auðlindarentunnar af þeim virðisauka sem verður til í atvinnugreininni. Fróðlegt er að skoða auðlindarentuna í krónutölum og bera saman við tekjur af veiðigjöldunum sem útgerðarfyrirtækin greiddu í ríkissjóð á sama tímabili. 

Frá 2010 til 2015 greiddu eigendur útgerðarfyrirtækja sér samtals um 54,3 milljarða í arð samkvæmt gögnum sem Deloitte tók saman.

Á sama tíma greiddu útgerðarfyrirtæki samtals um 41 milljarð króna í veiðigjöld. Uppsöfnuð auðlindarenta á sama tímabili var, samkvæmt útreikningum Þórólfs Matthíassonar og Eyjólfs Sigurðssonar, samtals um 332 milljarðar. Tölurnar eru á nafnvirði en gefa þó skýra mynd af skiptingu verðmætanna – verðmæta sem eru samkvæmt 1. gr. laga um stjórn fiskveiða sameign þjóðarinnar. 

Tölurnar hér að neðan byggja á töflu sem er að finna á bls. 16 í grein Þórólfs og Eyjólfs:

  Veiðigjald Greinanleg auðlindarenta
Hlutfall veiðigjalda 
af auðlindarentunni
2008 270 32917 0.8%
2009 1015 46163 2.2%
2010 2265 45803 4.9%
2011 3893 63480 6.1%
2012 9836 67049 14.7%
2013 9724 58678 16.6%
2014 8121 44458 18.3%
2015 7410 53373 13.9%

Stundin fjallaði um gróða útgerðarmanna í síðasta tölublaði, en þar kom fram að í fyrra þénuðu sjö aðaleigendur þriggja stærstu útgerðarfyrirtækja landsins samtals um sex milljarða í fjármagnstekjur. Tekjuhæst voru Sigríður Vilhjálmsdóttir með tvo milljarða í fjármagnstekjur og systkinin Kristján og Birna Loftsbörn, hvort um sig með rúmlega 1,36 milljarða, en þau þrjú eru eigendur Hvals hf. í gegnum Fiskveiðahlutafélagið Venus og áttu jafnframt þriðjungshlut í HB Granda, kvótahæsta fyrirtæki landsins, allt þar til í vor þegar hlutabréfin voru seld Brimi og forstjóra þess, Guðmundi Kristjánssyni.

Minna til almennings og meira til kvótahafaVeiðigjöldin lækkuðu og arðgreiðslurnar stórhækkuðu í góðærinu eins og hér má sjá. Myndin birtist í Stundinni árið 2016.

Núverandi ríkisstjórn var nýlega gerð afturreka með áform um 2 milljarða lækkun veiðigjalds. Eins og bent var á hefði frumvarpið létt mestum byrðum af stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins. Í umsögn Indriða H. Þorlákssonar, hagfræðings og fyrrverandi ríkisskattstjóra, áætlar hann á grundvelli gagna Hagstofunnar að fiskveiðirentan árið 2016 hafi numið 32 milljörðum króna og verið nokkru lægri en árin á undan. Fyrir vikið hafi hlutfall veiðigjalda af rentunni verið hærra en áður, eða um 20 prósent. Að mati Indriða bendir þó flest til þess að auðlindarentan af fiskveiðum næstu árin verði vel yfir 40 milljörðum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fiskveiðar

Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna
FréttirFiskveiðar

Fé­lag í eigu Sam­herja og sam­starfs­að­ila skuld­ar rík­is­sjóði Namib­íu jafn­virði 1600 millj­óna króna

Fjöl­mið­ill­inn Con­fidén­te grein­ir frá því að ArcticNam Fis­hing, út­gerð sem Sam­herji á hlut í gegn­um Esju Fis­hing, standi í skatta­skuld upp á 200 millj­ón­ir namib­íudoll­ara. Enn deila hlut­haf­ar um skatt­greiðsl­ur en rík­is­skatt­stjóri Namib­íu rann­sak­ar bók­halds­brell­ur fjól­þjóða­fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár