Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Bragi Guðbrandsson fékk góða kosningu

Full­trúi Ís­lands og Norð­ur­land­anna fékk af­burða­kosn­ingu en kvart­an­ir barna­vernd­ar­nefnda und­an af­skipt­um hans af ein­stök­um barna­vernd­ar­mál­um eru enn í rann­sókn­ar­far­vegi inn­an vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins.

Bragi Guðbrandsson fékk góða kosningu
Bragi Guðbrandsson Fyrr í dag var Bragi kjörinn í nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins til næstu fjögurra ára.

Bragi Guðbrandsson, fyrrverandi forstjóri Barnaverndarstofu, var kjörinn í nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins til fjögurra ára á fundi aðildarríkja barnasáttmálans sem fram fór í New York í dag.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, fagnar niðurstöðu kosninganna en Bragi hlaut 155 atkvæði af 195.

„Ég er ánægður með þessa niðurstöðu. Ísland hefur nú fengið rödd á þessum mikilvæga vettvangi þar sem talað er fyrir réttindum barna og bættri stöðu þeirra á grundvelli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Áratuga reynsla og þekking Braga Guðbrandssonar á málefnum barna og þátttaka hans í alþjóðlegu samstarfi á þessu sviði mun án efa nýtast vel í störfum barnaréttarnefndarinnar,“ segir Ásmundur Einar í fréttatilkynningu.

Þá er haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra að í niðurstöðu kosninganna felist því mikil viðurkenning á frammistöðu Íslands á sviði barnaréttarmála. Aðeins fáeinir mánuðir eru liðnir síðan velferðarráðuneytið sendi þremur barnaverndarnefndum bréf þar sem fullyrt var að ekki ríkti trúnaður og traust milli aðila innan barnaverndarkerfisins á Íslandi og komin væri upp „alvarleg staða“ í barnaverndarstarfi á höfuðborgarsvæðinu. 

Bréfið var skrifað í kjölfar kvartana undan háttsemi og framgöngu Braga og starfsmanna Barnaverndarstofu. Ráðuneytið skoðaði málið og komst að þeirri niðurstöðu að til að endurheimta traust og trúnað innan málaflokksins væri þörf á aðgerðum. Í þeim fólst meðal annars að fengnir voru utanaðkomandi aðilar til skoða hvernig bæta mætti barnaverndarkerfið. Um leið var ákveðið að Bragi Guðbrandsson tæki sér leyfi sem forstjóri Barnaverndarstofu og ynni um tíma á vegum velferðarráðuneytisins og yrði boðinn fram til barnaréttarnefndar. 

Alvarlegar ásakanir enn í rannsóknarfarvegi

Mál Braga Guðbrandssonar eru enn í rannsóknarfarvegi innan velferðarráðuneytisins eftir að ljóst varð að ráðuneytið vanrækti rannsóknarskyldu sína við fyrri athugun og mistókst að leiða fram staðreyndir þegar barnaverndarnefndir kvörtuðu undan ítrekuðum óformlegum afskiptum Braga af einstökum barnaverndarmálum. 

Í fréttatilkynningu sem birtist á vef forsætisráðuneytisins þann 2. maí síðastliðinn kom fram að óháðum sérfræðingum hefði verið falið að vinna úttekt á „tilteknum málum á sviði barnaverndar“ og að gera athugun á „málsmeðferð viðkomandi stjórnvalda, þ.e. þeirra barnaverndarnefnda sem tengjast viðkomandi málum, Barnaverndarstofu og velferðarráðuneytis“. 

Tilefni úttektarinnar var hávær umræða á Alþingi og í fjölmiðlum eftir að Stundin hafði greint með ítarlegum hætti frá afskiptum Braga Guðbrandssonar af barnaverndarmáli í Hafnarfirði þar sem Bragi hafði beitt sér fyrir því að faðir fengi að umgangast dætur sínar þrátt fyrir grunsemdir barnaverndarnefndar og meðferðaraðila um að faðirinn hefði misnotað þær kynferðislega.

Eins og úttektin staðfesti byggði umfjöllun Stundarinnar frá því í lok apríl á einu skráðu samtímagögnunum sem til eru um afskipti Braga af Hafnarfjarðarmálinu sem svo er kallað. Bragi viðurkenndi sjálfur að hafa beitt sér símleiðis í umræddu máli án þess þó að hafa „áhuga á að vita“ af hugsanlegum kynferðisbrotum sem voru til skoðunar. Hann kom svo aftur að málinu á síðari stigum, með óvenjulegum hætti, eins og Stundin greindi frá.

Úttektin var kynnt þann 8. júní þar sem fram kom að velferðarráðuneytið hefði vanrækt rannsóknarskyldu sína við meðferð á kvörtunum barnaverndarnefnda og láðst að leiða í ljós hvað hæft væri í þeim ásökunum sem bornar voru á Braga Guðbrandsson. Þótt fram kæmi í úttektinni að Bragi hefði falast eftir endurupptöku málsins brást Bragi við úttektinni með því að segja málinu lokið og kvarta undan dylgjum og falsfréttum

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnaverndarmál

Barnaníðskæru dagaði uppi fyrir „mjög bagaleg mistök“
FréttirBarnaverndarmál

Barn­aníðs­kæru dag­aði uppi fyr­ir „mjög baga­leg mis­tök“

Al­var­leg mis­tök lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og óvenju­leg af­skipti þá­ver­andi for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu af Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu urðu til þess að kæra barna­vernd­ar­nefnd­ar vegna meintra kyn­ferð­is­brota fékk ekki lög­mæta með­ferð og lá óhreyfð í meira en tvö ár. „Lög­regla beið eft­ir gögn­um frá barna­vernd sem aldrei komu,“ seg­ir í bréfi sem lög­regla sendi rík­is­sak­sókn­ara vegna máls­ins.
Barn talið óhult hjá föður þrátt fyrir sögu um barnaníð
FréttirBarnaverndarmál

Barn tal­ið óhult hjá föð­ur þrátt fyr­ir sögu um barn­aníð

Rann­sókn á meint­um kyn­ferð­is­brot­um föð­ur gegn barni var felld nið­ur án lækn­is­skoð­un­ar og Barna­hússvið­tals, en í kjöl­far­ið komu fram yf­ir­lýs­ing­ar frá kon­um sem segja mann­inn hafa mis­not­að þær í æsku. Dóm­stól­ar telja að „það þjóni hags­mun­um barns­ins að það njóti meiri og sam­felld­ari um­gengni við föð­ur“ og hafa úr­skurð­að um um­gengni án eft­ir­lits.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár