Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Mál fyrrverandi starfsmanns á Stuðlum til lögreglurannsóknar

„Eng­ar upp­lýs­ing­ar hafa borist sem gefa til­efni til þess að fara í frek­ari at­hug­un en þeg­ar hef­ur ver­ið greint frá,“ seg­ir for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu um mál manns sem reyndi að kaupa vændi af ung­lings­stúlku sem vist­uð hafði ver­ið á Stuðl­um.

Mál fyrrverandi starfsmanns á Stuðlum til lögreglurannsóknar
Stuðlar er meðferðarstöð á vegum Barnaverndarstofu fyrir unglinga sem jafnan eru í gríðarlega viðkvæmri stöðu, svo sem vegna fíknivanda, ofbeldis, afbrotahegðunar eða erfiðra heimilisaðstæðna. Mynd: Google Map

Ekki hafa komið fram upplýsingar sem benda til þess að fyrrverandi starfsmaður Stuðla, sem bað unglingsstúlku sem vistuð hafði verið á heimilinu um kynlíf gegn greiðslu, hafi haft samband við fleiri börn í sama tilgangi. Barnaverndarstofa telur „ekki tilefni til að fara í frekari athugun á málum tengd manninum en þegar hefur verið greint frá“. Þetta kemur fram í svörum Heiðu Bjargar Pálmadóttur, forstjóra Barnaverndarstofu, við fyrirspurn Stundarinnar um málið. 

Stundin greindi frá því á mánudag að maður sem vann á Stuðlum í nokkrar vikur hefði haft samband við unglingsstúlku skömmu eftir að hún útskrifaðist af meðferðarheimilinu og reynt að fá hana til að stunda kynlíf gegn greiðslu. „Málið er til rannsóknar,“ svaraði Theodór Kristjánsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, þegar Stundin sendi embættinu fyrirspurn um málið. 

Heiða Björg hjá Barnaverndarstofu staðfestir að „maðurinn var sendur í leyfi strax og upplýsingar bárust sem gáfu tilefni til að draga hæfni hans til starfa á Stuðlum í efa og sneri hann ekki aftur til starfa“. Hún segir að þegar málið kom upp hafi ekkert bent til þess að hann hefði brotið af sér í starfi eða sýnt af sér ósæmilega hegðun gagnvart börnum. „Engar upplýsingar hafa borist sem gefa tilefni til þess að fara í frekari athugun en þegar hefur verið greint frá eða að viðkomandi einstaklingur hafi sett sig í samband við önnur börn, beint eða óbeint. Að öðru leyti getur stofan ekki tjáð sig frekar um málið.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynbundið ofbeldi

Þórhildur Sunna: „Í hvaða veruleika búa þau eiginlega?“
Fréttir

Þór­hild­ur Sunna: „Í hvaða veru­leika búa þau eig­in­lega?“

Lög­regla taldi ekki til­efni til að hefja rann­sókn á meintri nauðg­un þeg­ar mað­ur sagð­ist hafa sett lim í enda­þarm sof­andi 17 ára stúlku sem vildi ekki enda­þarms­mök. Þing­kona Pírata og formað­ur Laga- og mann­rétt­inda­nefnd­ar Evr­ópu­ráðs­þings­ins seg­ir að af­staða ákæru­valds­ins og mál­ið allt valdi henni veru­leg­um áhyggj­um af stöðu kyn­ferð­is­brota­mála í ís­lensku rétt­ar­vörslu­kerfi.
Hafði „enda­þarms­mök“ við sofandi stúlku – Ekki nauðgun, segir lögregla
Fréttir

Hafði „enda­þarms­mök“ við sof­andi stúlku – Ekki nauðg­un, seg­ir lög­regla

Lög­regla og rík­is­sak­sókn­ari töldu ekki til­efni til að rann­saka hvort nauðg­un hefði átt sér stað þeg­ar mað­ur þröngv­aði lim sín­um í enda­þarm 17 ára stúlku með­an hún svaf. Mað­ur­inn, fað­ir­inn í Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu svo­kall­aða, við­ur­kenndi verkn­að­inn í yf­ir­heyrslu vegna ann­ars máls og sagð­ist hafa vit­að að stúlk­an væri mót­fall­in enda­þarms­mök­um.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár