Halldóra Baldursdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún lýsir miklum vonbrigðum yfir ákvörðun nefndar um eftirlit með lögreglu (NEL). Halldóra er móðir Helgu Elínar Herleifsdóttur, sem er ein þriggja kvenna sem kærði lögreglumann fyrir kynferðisbrot. Meint brot átti sér stað í sumarbústað þegar Helga var tíu ára. Halldóra sendi nefndinni kvörtun fyrr á árinu sem nefndin hefur nú svarað, og snúa vonbrigði Halldóru að ákvörðun NEL að vísa frá þeim hluta erindis hennar sem snýr beint að óvandaðri rannsókn lögreglu. Hún skorar á dómsmálaráðherra að beita sér fyrir því að innan lögreglunar starfi enginn sem gerst hefur sekur um svívirðilegt athæfi eða rýrt það traust sem lögreglumenn verða almennt að njóta.
Sendi erindi til nefndar um eftirlit með lögreglu
Í febrúar 2018 beindi Halldóra erindi til NEL vegna ákvörðunar ríkissaksóknara um að fella niður rannsókn á meintu kynferðisbroti lögreglumanns gegn dóttur hennar, en málið var fellt í október …
Athugasemdir