Forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands getur ekki sagt hvenær skýrsla um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins verður gerð opinber. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur umsjón með verkinu, sem átti að ljúka sumarið 2015, en mun fara meira en þrjú ár fram yfir áætlun.
„Ég samdi drög að rækilegri skýrslu á tilsettum tíma, en hún var allt of löng, 600 bls., auk þess sem ýmislegt átti eftir að birtast, sem ég vissi um,“ svarar Hannes fyrirspurn blaðamanns í tölvupósti. „Þess vegna stytti ég skýrsluna niður í 320 bls. og beið eftir ýmsum frekari heimildum. Ég hef síðan fengist við það, ekki síst að áeggjan Félagsvísindastofnunar, að stytta skýrsluna verulega, auk þess sem ég hef borið ýmis atriði undir fólk, sem getið er í skýrslunni, og unnið úr athugasemdum þess. Von er á henni á næstunni.“
Að sögn Guðbjargar Andreu Jónsdóttur, forstöðumanns Félagsvísindastofnunar, voru skýrsludrögin send Hannesi í apríl eftir yfirlestur stofnunarinnar. „Hann …
Athugasemdir