HIV er sennilega sú veira sem flestir jarðarbúa þekkja til. HIV stendur fyrir Human Immunodeficiency Virus og er hún svokölluð retróveira. Það þýðir að þegar veiran smitar einstakling laumar hún sínu eigin erfðaefni inn á litninga hýsilsins og nýtir svo hýsilfrumuna til að tjá erfðaefni sitt.
Með þessu móti hefur veiran komið sér svo rækilega fyrir í einstaklingnum að erfitt er að losna við hana úr erfðaefninu. Veiran getur þá legið í dvala en undir vissum kringumstæðum getur hún síðan sett af stað tjáningu á erfðaefni sínu svo fleiri veirur verða til. Dæmi um aðrar retróveirur eru herpes veiran sem m.a. veldur frunsum.
Eina leiðin er að stöðva veiruna áður en hún smitar
Þegar einstaklingur hefur smitast af HIV-veirunni er því ekki til nein meðferð sem losar einstaklinginn alfarið við veiruna. Hins vegar hefur sem betur fer orðið mikil framþróun í lyfjum sem halda veirunni í dvala svo ekki er …
Athugasemdir