Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sósíalistar vilja afnema greiðslur slökkviliðsins til borgarstjóra

Borg­ar­full­trúi Sósí­al­ista mun leggja fram til­lögu um að af­nema greiðsl­ur til borg­ar­stjóra fyr­ir stjórn­ar­for­mennsku hjá Slökkvi­liði höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. „Dag­ur er ekki 90 sinn­um merki­legri en ég,“ seg­ir vara­borg­ar­full­trúi.

Sósíalistar vilja afnema greiðslur slökkviliðsins til borgarstjóra
Sanna Magdalena Mörtudóttir Borgarstjóri fær 205.172 kr. á mánuði fyrir formennsku í stjórn slökkviliðsins.

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, mun leggja til á fyrsta fundi borgarstjórnar að banna stjórnendum og kjörnum fulltrúum borgarinnar að þiggja þóknun fyrir fundi í stjórnum, ráðum og nefndum sem haldnir eru á vinnutíma. Vísar hún í tilkynningu frá flokknum til umfjöllunar Stundarinnar um laun sveitarstjóra og greiðslur Slökkviliðs höfuðborgarinnar til Dags B. Eggertssonar borgarstjóra fyrir formennsku í stjórn þess.

„Það hefur eitthvað farið alvarlega aflaga í stjórnmálum þegar borgarstjóri Reykjavíkur og bæjarstjórar nágrannasveitarfélagana eru farnir að taka sér hærri laun en borgarstjórar New York, London og París,“ segir Sanna. „Fyrsta skrefið ætti að vera að banna þessu fólki að taka þóknanir fyrir fundi sem það situr í vinnutíma sinnar aðalvinnu og sem eru því augljóslega hluti af þeim starfsskyldum sem það fær greitt fyrir af föstu launum.“ Þetta er haft eftir henni í fréttatilkynningu frá Sósíalistaflokknum.

Dagur fær 205.172 kr. á mánuði fyrir formennsku í stjórn slökkviliðsins. Aðrir stjórnarmenn, sem allir eru bæjarstjórar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, fá 136.781 kr. á mánuði. Þá fá þeir varamenn sem taka sæti á stjórnarfundum í forföllum bæjarstjóranna 16.670 kr. fyrir hvern fund. Það sem af er árinu 2018 hafa fimm fundir verið  haldnir í stjórninni, en þeir voru alls níu talsins í fyrra og sjö á árinu 2016. Fundir taka að jafnaði einn til tvo tíma, samkvæmt fundargerðum.

Dagur fær rúm lágmarks mánaðarlaun fyrir einn fund

Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi sósíalista og stjórnarmaður í stéttarfélaginu Eflingu, tekur í sama streng. „Konan sem skúrar skrifstofu Dags B. Eggertsson er líklega með lágmarkslaun, 300 þúsund krónur á mánuði,“ segir Daníel. „Dagur sjálfur tekur síðan 330 þúsund krónur í þóknun fyrir einn klukkutíma á fundi hjá slökkviliðinu. Borgarfulltrúar verða að stoppa þetta.“

Daníel segist sitja einn tveggja klukkustunda fund í mánuði sem stjórnarmaður í Eflingu. „Fyrir stjórnarsetu í Eflingu fæ ég 100 þúsund krónur á ári, rúmar 8 þúsund krónur á mánuði og því tæpar 4 þúsund krónur á tímann,“ segir Daníel. „Þóknun Dags er um 90 sinnum hærri en þetta. Án þess að ég vilji gera of mikið úr sjálfum mér get ég fullyrt að Dagur er ekki 90 sinnum merkilegri en ég.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár