Lögreglumanni, sem þrjár stúlkur kærðu fyrir kynferðisbrot, var ekki vikið úr starfi meðan á rannsókn á meintum brotum hans stóð. Þá var hann kjörinn formaður Lögreglufélags Reykjavíkur eftir að lögð hafði verið fram kæra á hendur honum.
Að undanförnu hefur verið fjallað í fjölmiðlum um mál þriggja kvenna sem allar kærðu sama lögreglumanninn fyrir kynferðisbrot. Þær Kiana Sif Limehouse, Helga Elín Herleifsdóttir og Lovísa Sól Sveinsdóttir hafa nú allar stigið fram og lýst meintu kynferðisofbeldi sem þær urðu fyrir af hendi lögreglumannsins, en honum var aldrei vikið úr starfi sínu, ekki einu sinni meðan á rannsókn stóð yfir. Þá var hann ekki heldur færður til í starfi, sem gerði það að verkum að hann starfaði áfram í sama bæjarfélagi og meintur þolandi meðan málið var í rannsókn.
Fyrsta kæran barst árið 2009, önnur 2011 og sú þriðja 2013. Samkvæmt frásögnum stúlknanna áttu brotin sér þó öll stað nokkrum árum fyrr. …
Athugasemdir