Flokkarnir í minnihluta borgarstjórnar gagnrýna nýjan meirihluta Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna, en á ólíkum forsendum. Sósíalistar segir fáa og smáa brauðmola til láglaunafólks og fátækra í sáttmála meirihlutans, en Sjálfstæðismenn gagnrýna skort á skattalækkunum. Fulltrúar minnihlutans hafa hist og stillt saman strengi.
„Meirihlutasáttmálinn er fráleit niðurstaða þess sem flokkarnir sögðu og héldu fram í kosningabaráttunni, sem á endanum snerist að miklu leyti um húsnæðiskreppuna, láglaunastefnuna og önnur hagsmunamál hinna verra settu,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. „Þessi sáttmáli boðar engar aðgerðir sem máli skipta til að bæta lífskjör hinna láglaunafólks og annarra fátækra. Þeir brauðmolar sem þau fá eru bæði fáir og smáir.“
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir nær ekkert vera um töluleg markmið í sáttmála meirihlutans og að stór loforð flokkanna séu horfin, til dæmis hvað varðar Miklubraut í stokk. „Kjósendur vildu breytingar,“ skrifar Eyþór í færslu á Facebook. „Þær verða ekki að veruleika með …
Athugasemdir