Nýr meirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata í borgarstjórn var kynntur í dag við Breiðholtslaug og meirihlutasáttmáli undirritaður. „Okkar leynilega markmið er að það muni ekki sjást frá degi til dags eða frá mánuði til mánaðar hver kemur úr hvaða flokki,“ sagði Dagur B. Eggertsson, sem verður áfram borgarstjóri.
„Það er frekar lítið sem sundrar okkur,“ sagði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar. Hún verður formaður borgarráðs á kjörtímabilinu.
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, verður formaður mannréttinda- og lýðræðisráðs og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir úr sama flokki verður formaður skipulags- og samgönguráðs. Dóra Björt verður forseti borgarstjórnar fyrsta ár kjörtímabilsins, en Pawel Bartoszek úr Viðreisn tekur í kjölfarið við.
„Við erum að mynda breiðan og frjálslyndan félagshyggju meirihluta,“ sagði Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna. Hún verður varaformaður borgarráðs og formaður nýs ráðs, svokallaðs umhverfis- og heilbrigðismálaráðs. Hún …
Athugasemdir