-
Sjóðsstýringarfyrirtækið GAMMA hefur samningsbundinn rétt á að 4 til 7 hljóðfæraleikarar frá ríkisstofnuninni Sinfóníuhljómsveit Íslands spili ókeypis á vegum fyrirtækisins allt að fjórum sinnum á ári. Þetta er meðal þess sem fram kemur í samstarfssamningi á milli GAMMA og Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem undirritaður var árið 2016 og gildir í fjögur ár. Samkvæmt samningnum greiðir GAMMA 18 milljónir króna á ári til Sinfóníuhljómsveitar Íslands gegn því að fá að nota nafn ríkisstofnunarinnar til að markaðssetja sig og auglýsa sem „aðalstyrktaraðila“ stofnunarinnar. Á heimasíðu GAMMA er mikið gert úr þessu samstarfi enda er Sinfóníuhljómsveit Íslands stofnun sem nýtur aðdáunar og virðingar í íslensku samfélagi og getur verið gott fyrir fyrirtæki að tengja nafn sitt við slíkt afl. Hljómsveitin er að mestu fjármögnuð af íslenska ríkinu með 1039 milljóna króna fjárframlagi árið 2018 en aðrar tekjur voru áætlaðar 442 milljónir króna. 18 milljónirnar frá GAMMA eru því einungis 1,2 prósent af rekstrarfé ríkisstofnunarinnar. …
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.
Sinfónían samþykkti að spila ókeypis fyrir GAMMA fjórum sinnum á ári
GAMMA og Sinfóníuhljómsveit Íslands neituðu að afhenda Stundinni samning sín á milli, en úrskurðarnefnd upplýsingamála hefur komist að þeirri niðurstöðu að hljómsveitin sé skyldug til að veita almenningi þessar upplýsingar. Miklir „opinberir hagsmunir“ felast í samningnum.
Mest lesið

1
Hildur Eir Bolladóttir
Stefnir mögulega í siðrof sökum valdagræðgi
Hildur Eir Bolladóttir, sóknarprestur hjá Akureyrarkirkju, um árið framundan.

2
Auður Jónsdóttir
Þegar ég var eins og vændiskaupandi
Það er ábyrgð okkar að gera ráð fyrir því að veruleikinn geti verið margbrotnari en daglegt hugmyndaflug okkar.

3
Vilja einfalda lífið
Þrjár vinkonur norðan heiða eru vel á veg komnar með hugmynd um að hanna flíkur sem gagnast börnum og fólki með skynúrvinnsluvanda. Þær hafa stofnað fyrirtækið Skynró og fengu nýlega styrk sem hjálpar þeim að hefjast handa hvað hönnunina varðar. Hugmynd þeirra hefur vakið mikla athygli í samfélaginu norðan heiða og segjast þær stöllur vilja einfalda lífið fyrir fólk því það sé nú þegar nógu flókið.

4
Hannes Hólmsteinn kveðst loks orðinn ósammála Trump
Stjórnmálfræðingurinn segist ekki haldinn trumptruflun, en að hann tejli of langt gengið í Grænlandsmálinu.

5
Baldur Þórhallsson
Íslendingar verða að taka afstöðu
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði um árið framundan.

6
Samskiptin öll milli Trump og norrænu leiðtoganna
„Kveðja, Jonas og Alex,“ sagði í lok skilaboða forsætisráðherra Noregs og Finnlands til Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem hann svaraði með alvarlegri hótun.
Mest lesið í vikunni

1
„Hann ætti að axla ábyrgð í staðinn fyrir að saka barnið okkar um ósannindi“
„Að halda því fram að tíu ára barn sé að ljúga upp á hann er stórkostlega skrítið,“ segir faðir tíu ára drengs um yfirlýsingu Helga Bjarts Þorvarðarsonar sem er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn drengnum. Foreldrarnir segja yfirlýsinguna „ótrúlega“ og vilja gæsluvarðhald yfir Helga Bjarti.

2
Reyndi að kaupa vændi sem verkalýðsforingi
Guðbrandur Einarsson hefur sagt af sér þingmennsku. Sandra Sigurðardóttir úr Hveragerði kemur inn á þing.

3
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
Erla Björg Gunnarsdóttir er hætt sem ritstjóri á fréttastofu Sýnar. Í færslu á samfélagsmiðlum segir hún að í áranna rás hafi hún unnið eins og hún gat með síbreytilegan farveg þar sem hún hafi stundum þurft að minna sig á æðruleysið og hverju hún gæti stjórnað. „Eftir marga slíka hringi kemur að þeim tímapunkti að það er best að kveðja og hleypa nýjum kröftum í baráttuna.“

4
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
Aukning í kirkjusókn ungs fólks hefur gert vart við sig í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu líkt og innan þjóðkirkjunnar. Forstöðumaður safnaðarins segir að það sem einkenni ungmennin sé sjálfsprottin trú án þess að þau standi frammi fyrir erfiðleikum í lífinu. „Þau eignuðust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trúarlíf í einrúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengjast öðrum.“

5
Ósáttur við gagnrýnina á innlimunargrín sendiherraefnis Bandaríkjanna
Billy Long, sendiherraefni Bandaríkjanna á Íslandi, grínaðist með að Ísland yrði innlimað í Bandaríkin. Snorri Másson er ósáttur við gagnrýni Sigmars Guðmundssonar á sendiherraefnið og sakar hann um „ofsa“.

6
Hildur Eir Bolladóttir
Stefnir mögulega í siðrof sökum valdagræðgi
Hildur Eir Bolladóttir, sóknarprestur hjá Akureyrarkirkju, um árið framundan.
Mest lesið í mánuðinum

1
Eru alltaf sömu gestir hjá Gísla Marteini?
Algeng gagnrýni í garð Vikunnar með Gísla Marteini er að sífellt bregði fyrir sama fólkinu. En á það við einhver rök að styðjast? Greining Heimildarinnar sýnir að einn gestur hafi komið langoftast í þáttinn, og það sama á við um algengasta tónlistarflytjandann.

2
Banaslys í rannsókn
Lögreglan greinir frá banaslysi í Rangárþingi.

3
Einn látinn skammt frá Þrastarlundi
Alvarlegt umferðarslys milli Selfoss og Þrastarlunds.

4
Flutti frá Noregi til Egilsstaða á sviknu loforði: Sagt upp í miðju fæðingarorlofi
Konu í fæðingarorlofi var sagt upp hjá Austurbrú á Egilsstöðum í nóvember. Konan var á árssamningi eftir að hafa flust búferlum frá Noregi með loforð upp á að samningur hennar yrði framlengdur. Ekki var staðið við það.

5
„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
Undirskriftasöfnun er hafin til að mómæla framkvæmdum í Skaftafelli. Fundur um breytingar framkvæmdanna var haldinn um hásumar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ segir íbúi á svæðinu. Íbúar óttast að samkeppnishæfni muni minnka ef fyrirhuguð ferðagisting rís. „Ég sé ekki annað en að þetta auki tekjur og atvinnu á svæðinu,“ segir Pálmar Harðarson, sem stendur að framkvæmdinni ásamt Arctic Adventures.

6
„Hann ætti að axla ábyrgð í staðinn fyrir að saka barnið okkar um ósannindi“
„Að halda því fram að tíu ára barn sé að ljúga upp á hann er stórkostlega skrítið,“ segir faðir tíu ára drengs um yfirlýsingu Helga Bjarts Þorvarðarsonar sem er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn drengnum. Foreldrarnir segja yfirlýsinguna „ótrúlega“ og vilja gæsluvarðhald yfir Helga Bjarti.


































Athugasemdir