Sinfónían samþykkti að spila ókeypis fyrir GAMMA fjórum sinnum á ári

GAMMA og Sin­fón­íu­hljóm­sveit Ís­lands neit­uðu að af­henda Stund­inni samn­ing sín á milli, en úr­skurð­ar­nefnd upp­lýs­inga­mála hef­ur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að hljóm­sveit­in sé skyldug til að veita al­menn­ingi þess­ar upp­lýs­ing­ar. Mikl­ir „op­in­ber­ir hags­mun­ir“ fel­ast í samn­ingn­um.

Sinfónían samþykkti að spila ókeypis fyrir GAMMA fjórum sinnum á ári
Styrktaraðili í fimm ár Sinfóníuhljómsveit Íslands og GAMMA hafa unnið saman í fimm ár. Hér sjást Arna Kristín Einarsdóttir frá SInfóníuhljómsveitinni og Ragnar Jónasson frá GAMMA við undirritun samningsins 2016.
  • Sjóðsstýringarfyrirtækið GAMMA hefur samningsbundinn rétt á að 4 til 7 hljóðfæraleikarar frá ríkisstofnuninni Sinfóníuhljómsveit Íslands spili ókeypis á vegum fyrirtækisins allt að fjórum sinnum á ári. Þetta er meðal þess sem fram kemur í samstarfssamningi á milli GAMMA og Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem undirritaður var árið 2016 og gildir í fjögur ár.  Samkvæmt samningnum greiðir GAMMA 18 milljónir króna á ári til Sinfóníuhljómsveitar Íslands gegn því að fá að nota nafn ríkisstofnunarinnar til að markaðssetja sig og auglýsa sem „aðalstyrktaraðila“ stofnunarinnar. Á heimasíðu GAMMA er mikið gert úr þessu samstarfi enda er Sinfóníuhljómsveit Íslands stofnun sem nýtur aðdáunar og virðingar í íslensku samfélagi og getur verið gott fyrir fyrirtæki að tengja nafn sitt við slíkt afl.  Hljómsveitin er að mestu fjármögnuð af íslenska ríkinu með 1039 milljóna króna fjárframlagi árið 2018 en aðrar tekjur voru áætlaðar 442 milljónir króna. 18 milljónirnar frá GAMMA eru því einungis 1,2 prósent af rekstrarfé ríkisstofnunarinnar. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

GAMMA og Sinfóníuhljómsveit Íslands

Sinfóníuhljómsveitin neitar að opinbera styrktarsamning sinn við GAMMA
MenningGAMMA og Sinfóníuhljómsveit Íslands

Sin­fón­íu­hljóm­sveit­in neit­ar að op­in­bera styrkt­ar­samn­ing sinn við GAMMA

GAMMA vill ekki að fjöl­miðl­ar fái að­gang að styrkt­ar­samn­ingi fyr­ir­tæk­is­ins við Sin­fón­íu­hljóm­sveit Ís­lands. Styrk­ur­inn hljóð­ar upp á 22,5 millj­ón­ir á ári, eða 2,2 pró­sent af því fjár­magni sem hljóm­sveit­in fær á fjár­lög­um. Stund­in hef­ur kært nið­ur­stöð­una til úr­skurð­ar­nefnd­ar um upp­lýs­inga­mál.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár