Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Nóg að lögregla bregðist strax við brýnustu neyðarútköllum í 90 prósentum tilvika

Lög­reglu áfram snið­inn þröng­ur stakk­ur sam­kvæmt fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Nóg að lögregla bregðist strax við brýnustu neyðarútköllum í 90 prósentum tilvika
Útkallsökutæki verði til reiðu í 90 prósentum tilvika Viðmið ríkisstjórnarinnar um „besta mögulega þjónustustig“ lögreglunnar vekja athygli. Mynd: Stjórnarráðið

Ríkisstjórnin hefur það að markmiði að árið 2023 verði lögregla í 90 prósentum tilvika tilbúin með laust og mannað ökutæki til að sinna brýnustu neyðarútköllum um leið og þau berast, svo sem þegar þörf er á lífsbjargandi aðstoð. Slíkt viðmið birtist í umfjöllun um stefnumótun á sviði löggæslu í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem samþykkt var í síðustu viku.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar telja viðmiðið til marks um metnaðarleysi í löggæslumálum. Óásættanlegt sé að ríkisstjórnin telji 90 prósenta árangur í mönnun forgangsútkalla vera viðunandi. „Minni hlutinn telur fulla ástæðu til að hafa miklar áhyggjur af metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar í málefnum lögreglu,“ segir í umsögn þingmanna allsherjar- og menntamálanefndar, þeirra Önnu Kolbrúnar Árnadóttur úr Miðflokknum, Guðmundar Andra Thorssonar úr Samfylkingu, Jóns Steindórs Valdimarssonar úr Viðreisn og Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur Pírata. 

Í fjármálaáætlun eru skilgreind þrjú meginmarkmið í löggæslumálum: besta mögulega þjónustustig, hæsta mögulega öryggisstig og traust og heiðarleg lögregla. Eitt viðmiðanna fyrir besta mögulega þjónustustig árið 2023 hljóðar svo:„Útkallsökutæki er laust og mannað til að sinna útkalli í 90% tilvika í forgangsflokkum F1 og F2 og í 70% tilvika í forgangsflokkum F3 og F4.“ 

Forgangsflokkar F1 og F2 eru útköll þar sem lögregla notar forgangsljós til að komast skjótt á vettvang. Er flokkunum lýst með eftirfarandi hætti í skýrslu um skilgreiningu á grunnþjónustu lögreglu frá 2009: „F1: Lögreglan er send á vettvang með forgangsakstri án tafar. Talin er þörf á lífsbjargandi aðstoð“ og „F2: Lögreglan er send á vettvang með forgangsakstri án tafar. Þörf er á skjótri aðstoð lögreglu svo sem á slysavettvang þar sem sjúkrabifreið er þegar komin á staðinn eða um yfirstandandi afbrot er að ræða.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu