Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Sjálfstæðismenn vita að ef þeir endurtaka lygina nógu oft þá fara einhverjir að trúa henni“

Hall­dóra Mo­gensen, þing­kona Pírata, gagn­rýndi Ásmund Frið­riks­son fyr­ir til­hæfu­laus­ar ásak­an­ir og sagði Brynj­ar Ní­els­son hafa mis­not­að að­stöðu sína sem vara­for­seti Al­þing­is.

„Sjálfstæðismenn vita að ef þeir endurtaka lygina nógu oft þá fara einhverjir að trúa henni“

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, leiddi líkum að því í gær að Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar, hefði lekið trúnaðarupplýsingum um viðkvæm barnaverndarmál til Stundarinnar. Þegar hún óskaði eftir því við Brynjar Níelsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins og 2. varaforseta Alþingis sem stýrði þingfundi, að fá að bera af sér sakir varð hann ekki við því og frestaði þingfundi.

Halldóra fékk loks tækifæri til að tjá sig um ásakanir Ásmundar í gærkvöldi, þegar Steingrímur J. Sigfússon þingforseti stýrði fundi.

„Ég kem hér upp til að bera af mér sakir vegna orða sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ásmundur Friðriksson, lét falla í pontu í sérstakri umræðu um barnaverndarmál fyrr í dag. Þar sakaði Ásmundur Friðriksson mig um alvarleg brot í störfum mínum sem formaður velferðarnefndar, um trúnaðarbrest og gagnaleka, sem ég er algjörlega saklaus af og það veit þingmaðurinn vel,“ sagði hún.

„Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann sakar mig um slíkt, en Sjálfstæðismenn vita mætavel að ef þeir endurtaka lygina nógu oft þá fara einhverjir að trúa henni. Ég hafna með öllu þessum ásökunum Ásmundar Friðrikssonar og fordæmi orð hans. Ásakanir þingmannsins hafa kastað rýrð á störf mín, störf nefndarinnar, og störf þingsins.“

„Horfði beint í augun á mér og frestaði
svo fundi í stað þess að gefa mér orðið“

Brynjar Níelssonþingmaður Sjálfstæðisflokksins

Halldóra gagnrýndi einnig Brynjar Níelsson „Þá eru athafnir háttvirts þingsmanns Brynjars Níelssonar í forsetastól Alþingis algjörlega óforsvaranlegar þar sem hann leyfði þingmanni Sjálfstæðisflokksins að hafa uppi alvarlegar og grófar aðdróttanir í minn garð. Mér var svo ekki gefið tækifæri á að svara fyrir mig þar sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins er sat í forsetastól hunsaði ítrekað beiðnir mínar um að fá að koma upp í fundarstjórn til að bera af mér sakir, horfði beint í augun á mér og frestaði svo fundi í stað þess að gefa mér orðið. Er mín upplifun sú að þingmaður Sjálfstæðisflokksins hafi þarna misnotað aðstöðu sína sem varaforseti Alþingis til að halda á lofti aðdróttunum þingmanns Ásmundar Friðrikssonar í minn garð. Ég vænti þess að þetta mál fái tilhlýðilega meðferð í forsætisnefnd Alþingis.“

Bar þungar sakir á formann velferðarnefndar

Ásmundur Friðriksson gerði birtingu Stundarinnar á tölvupósti sem hann sendi þingmönnum velferðarnefndar að umtalsefni í sérstakri umræðu um barnaverndarmál á Alþingi í dag. Þá gagnrýndi hann Halldóru fyrir að hafa ætlað að fjalla um vinnubrögð Braga Guðbrandssonar, frambjóðanda Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna, í einstöku máli á opnum nefndarfundi. 

„Pírötum í þinginu hefur ekki tekist vel upp þegar kemur að meðferð trúnaðargagna. Meðferð formanns velferðarnefndar í máli fjölskyldu sem tekið var upp í velferðarnefnd er dæmi um óvarlega meðferð tölvupósta nefndarmanna, og jafnvel trúnaðargagna. Tölvupóstur sem ég sendi formanni nefndarinnar og nefndarmönnum birtist umsvifalaust í Stundinni en gögn málsins voru birt í því blaði,“ sagði Ásmundur. „Lögmaður aðstandenda kom í veg fyrir að formaður nefndarinnar ræddi einstaklega persónuleg mál á opnum fundi í velferðarnefnd og formaðurinn var kominn með málið langt út fyrir eðlileg mörk en hlutverk nefndarinnar er að ræða stjórnsýslu barnaverndarmála en ekki einstök mál eins og vilji formannsins stóð til.“ 

Þá fullyrti hann að Píratar og Stundin ættu í samstarfi og Stundin hefði „lekið“ persónulegum upplýsingum. „Samspil Pírata og Stundarinnar sem lak persónulegum upplýsingum í viðkvæmu máli er áhyggjuefni fyrir Alþingi. Sú krafa er gerð til okkar þingmanna að gæta trúnaðar í okkar störfum og aldrei er mikilvægara að halda trúnað en þegar kemur að viðkvæmum málefnum barna og fjölskyldna þeirra.“ 

Spurði ráðherra um vinnubrögð Braga

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, átti frumkvæði að sérstöku umræðunni um barnaverndarmál. Í síðari ræðu sinni gagnrýndi hún Ásmund fyrir að sóa ræðutímanum sínum í skítkast og aðdróttanir gegn kollegum sínum á Alþingi. 

Þá beindi Þórhildur spurningu til Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra um vinnubrögð Braga Guðbrandssonar frambjóðanda Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. 

„Ég ætla ekki að fjalla um þetta einstaka barnaverndarmál, en hins vegar finnst mér mikilvægt að hæstvirtur ráðherra svari eftirfarandi spurningu sem lýtur almennt að réttindum barna og stjórnsýslu barnaverndarmála: Telur hæstvirtur ráðherra að hegðun forstjóra Barnaverndarstofa þar sem hann hafði afskipti af einstöku barnaverndarmáli án þess að huga að því hvort málsaðili kynni að hafa brotið kynferðislega gegn barninu sem átti í hlut, samræmist barnalögum og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna? Þetta eru mikilvægar spurningar sem varða ekki aðeins þetta einstaka mál heldur barnaverndarmál almennt, afstöðu ráðherra sem fer með barnaverndarmál í ríkisstjórn Íslands, til mannréttinda barna og þeirrar grundvallarkröfu að börn séu alltaf látin njóta vafans.“ 

Þegar Stundin fjallaði um barnaverndarmálið í Hafnarfirði í lok apríl var haft eftir Braga að þegar hann kom að málinu hefði hann ekki vitað eða viljað vita hvort faðir barnsins kynni að hafa brotið kynferðislega gegn því. „Ég vissi ekkert hvort pabbinn í þessu tilviki hefði gert eitthvað á hlut þessa barns eða ekki. Ég var ekki dómbær á það og hafði ekki aðgang að neinum gögnum og hafði í raun og veru engan áhuga á að vita það,“ sagði hann í viðtali við Stundina um málið þann 27. apríl síðastliðinn.

Ráðherra átti lokaræðuna í sérstöku umræðunni eins og venjan er en náði ekki að svara spurningu Þórhildar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár