Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Er Icelandair að flýja íslenskan hótelmarkað vegna samdráttar?

Sölu­verð hót­elkeðju Icelanda­ir gæti num­ið á bil­inu 10 til 13 millj­arð­ar króna. Ólík­legt að Icelanda­ir hafi sagt alla sög­una um ástæð­ur sölu hót­el­anna.

Er Icelandair að flýja íslenskan hótelmarkað vegna samdráttar?
Söluverðið á bilinu 10 til 13 milljarðar Söluverð Icelandair-hótelkeðjunnar gæti numið á bilinu 10 til 13 milljarðar króna. Sérfræðingur á fjármálamarkaði segir ólíklegt að kaupandi finnist á Íslandi. Mynd: Icelandair Hotels

Fjármálastjóri Icelandair Group, Bogi Nils Bogason, segir að flugfélagið hafi ákveðið að selja hótelin sem fyrirtækið rekur af því það sé „eðlilegt að aðrir taki við hótelrekstrinum“. Hótelin eru rekin í gegnum félagið Flugleiðahótel ehf., annars vegar undir merkjum Icelandair hótel og hins vegar Eddu hótel. Alls er um að ræða 19 hótel.

Icelandair Group greindi frá hótelsölunni með tilkynningu fyrir skömmu en ástæða hótelsölunnar kom ekki skýrt fram í henni heldur var talað um að Icelandair ætlaði sér nú að einbeita sér að „kjarnastarfsemi“ sinni, flugrekstrinum. Þá vildi Icelandair einnig, miðað við svör Boga, halda hótelunum í samstæðu Icelandair meðan verið væri að byggja Ísland upp sem heilsárs áningarstað ferðamanna. 

Icelandair er stærsta fyrirtæki landsins út frá veltu - 155 milljarðar árið 2016 - og er skráð á hlutabréfamarkaðinn á Íslandi. Félagið er að langmestu leyti í eigu lífeyrissjóða.

 

„Það hefur tekist mjög vel og því finnst okkur eðlilegt að aðrir taki við hótelrekstrinum“ 

Kaupverð gæti numið 10 til 13 milljörðum

Kaupverð hótelasamstæðu Icelandair - ef kaupandi finnst - gæti numið á bilinu 10 til 13 milljörðum króna miðað við veltu félagsins. Um er að ræða rekstrafélag sem yfirleitt leigir fasteignirnar sem hýsa hótelin ef félögum eins og Reitum - þetta á til dæmis við um Hótel Natura í Reykjavík. Í tilkynningu Icelandair kom fram að áhugi væri á hótelakeðjunni innanlands sem utan. „Við höfum fundið fyrir miklum áhuga á félaginu að undanförnu, bæði frá innlendum og erlendum aðilum,“ var haft eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandair. 

Sérfræðingur á fjármálamarkaði sem Stundin ræðir við segir afar ólíklegt að einhver innlendur fjárfestir eða félag muni kaupa hótelkeðju Icelandair. Til þess sé fjárfestingin of há. Hann segir miklu líklegra að kaupandinn þurfi að koma að utan, til dæmis einhver stór, erlend hótelkeðja eins og Radisson.  

Einbeita sér að kjarnastarfsemiOpinberar skýringar Björgólfs Jóhannssonar á hótelsölunni eru að Icelandair ætli að einbeita sér að kjarnastarfsemi sinni.

Hvað vantar í svör Icelandair?

Ein af spurningunum sem stendur eftir varðandi söluna er af hverju Icelandair vilji selja hótelkeðjuna ef hún gengur vel og skilar hagnaði inn í samstæðu Icelandair. Er trúverðugt að stórfyrirtæki eins og Icelandair ákveði að selja frá sér góða mjólkurkú einfaldlega af því að rekstur hennar sé ekki hluti af „kjarnastarfsemi“ flugfélagsins og að það sé „eðlilegt“ að selja hótelrekstrinum sem félagið hefur byggt upp á liðnum árum þar sem markmiðið að gera Íslands að heilsárs áfangastað ferðamanna hafi tekist vel upp?

Um þetta segir Bogi meðal annars: „Icelandair Group er í eðli sínu flugfélag. Flugrekstur er okkar kjarnastarfsemi og er um 85% af veltu samstæðunnar.  Miðað við okkar áætlanir mun þetta hlutfall aukast á næstu árum. Ákvörðunin nú snýst um að setja enn meiri rekstrar- og stjórnunarlegan fókus á flugreksturinn hjá Icelandair.“ 

Hagnaður í fyrra segir Bogi

Árið 2016 var hagnaðurinn á hótelasamstæðu Icelandair 361 milljón. Ársreikningur Icelandair Group fyrir árið 2017 liggur fyrir en ekki ársreikningur Flugleiðahótela ehf.  í fyrra. Í ársreikningi Iceandair Group fyrir 2017 kemur ekki fram hvernig rekstur Flugleiðahótela ehf. gekk það árið. Árið 2015, þegar sá samdráttur sem nú hefur orðið vart við í íslenskri ferðaþjónstu var ekki orðinn sjáanlegur, var hins vegar 23 milljóna króna tap á rekstrinum. Hótelkeðja Icelandair var með ríflega 10 milljarða króna tekjur árið 2016 og rúmlega 8 milljarða tekjur árið 2015.  

Bogi segir aðspurður að félagið hafi verið rekið með hagnaði árið 2017 og að horfur séu ágætar 2018. Hann segir að Icelandair hefði ekki sett hótelin í söluferli ef horfur í rekstrinum væru slæmar því þetta hefði slæm áhrif á verð þeirra. „Ákvörðunin núna tengist ekki afkomunni heldur skýrari fókus í starfseminni,“ segir Bogi og vísar þar til þess að Icelandair vilji huga að kjarnastarfsemi sinni, fluginu. 

 

„Við höfum alltaf spáð því að það myndi hægja á fjölgun ferðamanna til landsins og teljum það reyndar heilbrigða þróun.“

  

Harðnar á dalnum í ferðaþjónustunni

Miðað við svör Boga tók Icelandair meðal annars ákvörðun um að láta ógert að selja hótelin árið 2012 vegna þess að Icelandair vildi leggja sitt af mörkum til að breyta Íslandi í heilsárs áfangastað ferðamanna. Þetta svar bendir til að Icelandair líti svo á að félagið eigi í viðskiptum sínum og ákvörðunum meðal annars að leggja sín lóð á vogarskálarnar fyrir hagsmuni þjóðarbúsins.

Bogi bendir á að þetta hafi tekist vel: „Á árinu 2012 fórum við í gegnum mikla stefnumótun. Þá var ákveðið að halda hótelunum áfram inn í samstæðunni og eitt af lykilatriðinum í stefnunni sem þá var sett snérist um að breyta Íslandi í heilsárs áfangastað ferðamanna. Það hefur tekist mjög vel og því finnst okkur eðlilegt að aðrir taki við hótelrekstrinum og Icelandair snúi sér alfarið af kjarnastarfseminni, fluginu.“

Bogi segir að hótelkeðja Icelandair sé sterk, líkt og flugrekstrarhluti samstæðunnar. „Icelandair Group hefur á undanförnum árum byggt upp fjárhagslega sterk félög í flug- og hótelrekstri. Innviðir hafa jafnframt verið byggðir upp, öflugt leiðarkerfi, hágæða hótel o.s.frv. Í umhverfinu núna felast mikil tækifæri fyrir sterk félög eins og okkar.  Til að grípa tækifærin þarf skýran fókus og þangað stefnum við.“

Eitt af því sem líklegt má telja að vanti í þessi svör Boga sé það mat Icelandair að við taki nú erfiðari tímar í ferðaþjónustu og í bókunum ferðamanna á hótelum Icelandair á næstu misserum og árum og að þess vegna sé betra að selja hótelin út úr samstæðunni áður en þetta samdráttarskeið hefst fyrir alvöru. Þannig geti Icelandair fengið sem hæst verð fyrir hótelin sín, líklegast frá erlendum aðilum, áður en stöðnunar og samdráttarskeiðið í íslenskri ferðaþjónustu hefst fyrir alvöru.

Bogi segir Icelandair hafi alltaf spáð því að hægja myndi á fjölguninni í komu ferðamanna til landsins: „Í hreinskilni sagt þá hefðum við ekki sett félagið í söluferli ef við teldum horfurnar slæmar því það myndi að sjálfsögðu hafa neikvæð áhrif á verðið.  Við höfum alltaf spáð því að það myndi hægja á fjölgun ferðamanna til landsins og teljum það reyndar heilbrigða þróun.  Landið getur ekki tekið við tugprósenta aukningu ár eftir ár,“ segir Bogi. 

Afar ólíklegt verður að teljast að Icelandair hafi byggt hótelkeðjuna upp með það fyrir augum að selja hana með þessum hætti enda hefur slík skýring aldrei komið fram í máli forsvarsmanna Icelandair. Sú ákvörðun virðist vera tiltölulega ný af nálinni.  Þessu til stuðnings má benda á að Icelandair keypti Hótel Öldu á Laugavegi í apríl síðastliðnum auk þess sem flugfélagið opnar nýtt hótel við Mývatn í sumar.

 

*Athugasemd ritstjórnar. Í fyrri útgáfu greinarinnar kom fram samkvæmt heimildum Stundarinnar að Icelandair Group hafi gert tilraun til að selja veitingareksturinn á hótelum félagsins í lok síðasta árs. Bogi Nils Bogason segir að þetta sé rangt  og hefur staðhæfing um þessar tilraunir verið fjarlægð úr greininni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ferðaþjónusta

Af hverju kennið þið útlendingum ekki að panta pulsu með öllu?
Anders Svensson
SkoðunFerðaþjónusta

Anders Svensson

Af hverju kenn­ið þið út­lend­ing­um ekki að panta pulsu með öllu?

Sænski blaða­mað­ur­inn og leið­sögu­mað­ur­inn And­ers Svens­son velt­ir því fyr­ir sér af hverju Ís­lend­ing­ar reyni ekki að kenna er­lend­um ferða­mönn­um ein­hverja ís­lensku í stað þess að grípa alltaf til ensk­unn­ar. Hann seg­ir að hluti af upp­lif­un ferða­manna í landi sé að sjá og heyra, og von­andi nota, tungu­mál inn­fæddra.

Mest lesið

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Reikningar frá Klíníkinni í skoðun hjá Sjúkratryggingum
5
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Reikn­ing­ar frá Klíník­inni í skoð­un hjá Sjúkra­trygg­ing­um

Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands hafa opn­að mál gegn einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­inu Klíník­inni vegna meintra of hárra reikn­inga til rík­is­ins fyr­ir þjón­ustu við við­skipta­vini. Eitt mál­ið snýst um tugi millj­óna króna. Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands svör­uðu ekki spurn­ing­um þrátt fyr­ir tæp­lega tveggja vikna frest.
Skipið sem skemmdi vatnsleiðsluna hafði áður misst akkerið í sjóinn
9
Fréttir

Skip­ið sem skemmdi vatns­leiðsl­una hafði áð­ur misst akk­er­ið í sjó­inn

Þeg­ar akk­er­ið á skipi Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar féll út­byrð­is, dróst eft­ir botn­in­um og stór­skemmdi einu neyslu­vatns­lögn­ina til Eyja var skip­ið, Hug­inn VE, ekki að missa akk­er­ið út­byrð­is í fyrsta skipti. Fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, stað­fest­ir þetta við Heim­ild­ina. „Þetta er bull,“ sagði skip­stjóri tog­ar­ans síð­asta föstu­dag, er Heim­ild­in spurði hvort bú­ið væri að segja hon­um og frænda hans upp. Starfs­loka­samn­ing­ur var gerð­ur við menn­ina sama dag.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
1
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.
Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Ummæli um þingkonu til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
3
Fréttir

Um­mæli um þing­konu til skoð­un­ar hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Í svari lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar um það hvort það sam­ræm­ist vinnu­regl­um lög­regl­unn­ar að gefa það upp við Nú­tím­ann í hvers­kon­ar ástandi Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir var í þeg­ar lög­regl­an hand­tók hana á skemmti­stað, seg­ir að það sé með öllu óheim­ilt að gefa slík­ar upp­lýs­ing­ar upp og það verði nú tek­ið til skoð­un­ar hjá lög­reglu hvort slík­ar upp­lýs­ing­ar hafi ver­ið gefn­ar.
Tortólasnúningur Hreiðars á Íslandi afhjúpaðist í Danmörku
4
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Tor­tóla­snún­ing­ur Hreið­ars á Ís­landi af­hjúp­að­ist í Dan­mörku

Sami mað­ur sá um fé­lag Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, sem af­hjúp­að­ist í Pana­maskjöl­un­um og fyr­ir Önnu Lísu Sig­ur­jóns­dótt­ur, eig­in­konu hans, og tvær aðr­ar kon­ur sem gift­ar eru fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­end­um bank­ans. Ný gögn sýna hvernig pen­ing­ar úr af­l­ands­fé­lög­um á Tor­tóla flæddu í gegn­um sjóðs­stýr­inga­fé­lag Ari­on banka og inn í ís­lenska ferða­þjón­ustu.
María Rut Kristinsdóttir
10
Það sem ég hef lært

María Rut Kristinsdóttir

Of­beld­ið skil­grein­ir mig ekki

María Rut Krist­ins­dótt­ir var bú­in að sætta sig við það hlut­skipti að of­beld­ið sem hún varð fyr­ir sem barn myndi alltaf skil­greina hana. En ekki leng­ur. „Ég klæddi mig úr skömm­inni og úr þol­and­an­um. Fyrst fannst mér það skrýt­ið – eins og ég stæði nak­in í mann­mergð. Því ég vissi ekki al­veg al­menni­lega hver ég væri – án skamm­ar og ábyrgð­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
2
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
3
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Baneitrað samband á bæjarskrifstofunum
4
RannsóknÍsland í mútum

Ban­eitr­að sam­band á bæj­ar­skrif­stof­un­um

Ásak­an­ir um mút­ur, fjár­kúg­un og fjár­svik hafa ít­rek­að kom­ið upp í tengsl­um við bygg­ingu þriggja stærstu íþrótta­mann­virkja Kópa­vogs­bæj­ar. Verktaki sem fékk millj­arða verk hjá Kópa­vogs­bæ greiddi fyr­ir skemmti­ferð maka og emb­ætt­is­manna bæj­ar­ins, sem mælt höfðu með til­boði verk­tak­ans. Fjár­svikakæra gegn hon­um og starfs­manni bæj­ar­ins var felld nið­ur. „Það hefði átt að rann­saka þetta sem mút­ur,“ seg­ir bæj­ar­full­trúi og furð­ar sig á með­ferð bæj­ar­stjóra á mál­inu, sem var ekki eins­dæmi.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
5
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
8
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu