Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fallið í ferðaþjónustunni: Þegar græðgi er ekki góð

Mörg helstu fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu eru rek­in með tapi og sam­drátt­ur er haf­inn. Hag­fræð­ing­arn­ir Gylfi Zoëga og Þórólf­ur Matth­ías­son segja of „hátt verð­lag“ og „of­sókn“ vera helstu ástæð­urn­ar fyr­ir sam­drætt­in­um í ferða­þjón­ust­unni á Ís­landi. Í fyrsta skipti frá 2010 er stöðn­un í aukn­ingu á komu ferða­manna til Ís­lands.

Fallið í ferðaþjónustunni: Þegar græðgi er ekki góð
Tákn tímans er lundabangsinn Lundabangsinn, sem yfirleitt er fjöldaframleiddur í Kína og seldur með mörg hundruð prósent álagningu í túristaverslunum, hefur stundum verið notaður sem tákn fyrir íslenska ferðamannagóðærið. Gylfi Zoëga leiðir að því rök að verðlag í ferðamannageiranum á Íslandi sé allt of hátt. Mynd: Kristinn Magnússon

Í fyrsta skipti í tæp tíu ár stóð fjöldi farþega sem kom til Íslands í gegnum Leifsstöð í stað á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2018. Aukning komufarþega á milli áranna 2017 og 2018 var 3,7 prósent samanborið við 55,7 prósent aukningu á milli fyrstu fjögurra mánaða ársins 2017 og 2016. Þá var aukningin á milli fyrstu fjögurra mánaða ársins 2015 og 2016 tæp 35 prósent.

Þessar tölur sýna fram á að byrjað er að hægjast verulega á þeirri sprengingu í komum ferðamanna til Íslands sem einkenndi öll árin 2010 til 2017. Ekki virðist vera lengur hægt að reikna með sambærilegri aukningu ferðamanna nú og áður.  Í fyrsta skipti frá árinu 2011 var aukning í komum ferðamanna til Íslands undir 20 prósentum á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2018.

Á sama tíma er þegar hafinn alvarlegur samdráttur í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi. Þessi samdráttur er ekki tilkominn vegna þess að færri ferðamenn …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ferðaþjónusta

Af hverju kennið þið útlendingum ekki að panta pulsu með öllu?
Anders Svensson
SkoðunFerðaþjónusta

Anders Svensson

Af hverju kenn­ið þið út­lend­ing­um ekki að panta pulsu með öllu?

Sænski blaða­mað­ur­inn og leið­sögu­mað­ur­inn And­ers Svens­son velt­ir því fyr­ir sér af hverju Ís­lend­ing­ar reyni ekki að kenna er­lend­um ferða­mönn­um ein­hverja ís­lensku í stað þess að grípa alltaf til ensk­unn­ar. Hann seg­ir að hluti af upp­lif­un ferða­manna í landi sé að sjá og heyra, og von­andi nota, tungu­mál inn­fæddra.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár