Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Lífeyrissjóðirnir tapa á dýrum fjárfestingum í rútufyrirtækjum

Stóru ís­lensku rútu­fyr­ir­tæk­in voru gróða­vél­ar á ár­un­um fyr­ir 2016 en nú er öld­in önn­ur. Fjár­fest­ing­ar­fé­lög líf­eyri­sjóð­anna keyptu sig inn í Kynn­is­ferð­ir, Gray Line og Hóp­bíla á ár­un­um 2015 og 2016 og nú hef­ur rekst­ur­inn snú­ist við. Eign sjóð­anna í Gray Line hef­ur ver­ið færð nið­ur um 500 millj­ón­ir og hlut­ur þeirra í Kynn­is­ferð­um hef­ur rýrn­að um nokk­ur hundruð millj­ón­ir.

Lífeyrissjóðirnir tapa á dýrum fjárfestingum í rútufyrirtækjum
500 milljóna niðurfærsla Fjárfestingarfélag lífeyrissjóðanna, Akur, hefur fært 49 prósenta eignarhlut sinn í rútufyrirtækinu Gray Line niður um 500 milljónir. Hluturinn var keyptur á 1400 milljónir 2015 en er nú metinn á 900 milljónir.

Tvö af þremur stærstu rútufyrirtækjum landsins, sem öll eru að hluta til í eigu lífeyrissjóða, skiluðu tugmilljóna króna tapi í fyrra og búið er að færa hlutabréf í þessum tveimur fyrirtækjum niður um nokkuð hundruð milljónir króna frá árinu 2015. Þetta kemur fram í samtölum Stundarinnar við forsvarsmenn og hluthafa þessara fyrirtækja.

 

 

 

Kynnisferðir skiluðu tugmilljóna króna tapi, samkvæmt framkvæmdastjóranum Bjarna Ragnarssyni, eftir að hafa skilað 500 milljóna króna hagnaði árið 2015. Fjárfestingarfélag lífeyrissjóðanna, sem keypti hlut í Kynnisferðum í gegnum sjóðsstýringuna Stefni hjá Arion banka, hefur fært fjárfestinguna niður vegna þess.

Gray Line skilaði meira en 50 milljóna króna tapi, samkvæmt framkvæmdastjóranum Sigurdóri Sigurðssyni, eftir að hafa skilað 250 milljóna hagnaði árið 2015 og lífeyrissjóðafélagið sem keypti í Gray Line hefur skrifað fjárfestinguna niður um 500 milljónir króna.

Eina rútufyrirtækið af þessum þremur sem skilaði hagnaði var Hópbílar, samkvæmt Hermanni M. Þórissyni, framkvæmdastjóra fjárfestingarfélagsins hjá Landsbréfum sem á fyrirtækið. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ferðaþjónusta

Af hverju kennið þið útlendingum ekki að panta pulsu með öllu?
Anders Svensson
SkoðunFerðaþjónusta

Anders Svensson

Af hverju kenn­ið þið út­lend­ing­um ekki að panta pulsu með öllu?

Sænski blaða­mað­ur­inn og leið­sögu­mað­ur­inn And­ers Svens­son velt­ir því fyr­ir sér af hverju Ís­lend­ing­ar reyni ekki að kenna er­lend­um ferða­mönn­um ein­hverja ís­lensku í stað þess að grípa alltaf til ensk­unn­ar. Hann seg­ir að hluti af upp­lif­un ferða­manna í landi sé að sjá og heyra, og von­andi nota, tungu­mál inn­fæddra.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu