Tvö af þremur stærstu rútufyrirtækjum landsins, sem öll eru að hluta til í eigu lífeyrissjóða, skiluðu tugmilljóna króna tapi í fyrra og búið er að færa hlutabréf í þessum tveimur fyrirtækjum niður um nokkuð hundruð milljónir króna frá árinu 2015. Þetta kemur fram í samtölum Stundarinnar við forsvarsmenn og hluthafa þessara fyrirtækja.
Kynnisferðir skiluðu tugmilljóna króna tapi, samkvæmt framkvæmdastjóranum Bjarna Ragnarssyni, eftir að hafa skilað 500 milljóna króna hagnaði árið 2015. Fjárfestingarfélag lífeyrissjóðanna, sem keypti hlut í Kynnisferðum í gegnum sjóðsstýringuna Stefni hjá Arion banka, hefur fært fjárfestinguna niður vegna þess.
Gray Line skilaði meira en 50 milljóna króna tapi, samkvæmt framkvæmdastjóranum Sigurdóri Sigurðssyni, eftir að hafa skilað 250 milljóna hagnaði árið 2015 og lífeyrissjóðafélagið sem keypti í Gray Line hefur skrifað fjárfestinguna niður um 500 milljónir króna.
Eina rútufyrirtækið af þessum þremur sem skilaði hagnaði var Hópbílar, samkvæmt Hermanni M. Þórissyni, framkvæmdastjóra fjárfestingarfélagsins hjá Landsbréfum sem á fyrirtækið. …
Athugasemdir