Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti O-lista Borgarinnar okkar - Reykjavík, lagði á fundi borgarstjórnar í gær fram tillögu um afturköllun á úthlutun lóðar til byggingar mosku sem samþykkt var árið 2013. Tillögunni var vísað frá, en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá og vildu setja tímafrest á réttinn til lóðarinnar, hefjist framkvæmdir ekki innan tveggja ára.
O-listi setur málið á oddinn, en listann skipa að minnsta kosti fimm nánir ættingjar Sveinbjargar. Systur Sveinbjargar, Kristbjörg og Guðbjörg Gerður, skipa 9. og 23. sæti listans. Þá skipar móðir Sveinbjargar, Sesselja Gíslunn Ingjaldsdóttir, 15. sæti listans og faðir hennar, Sveinbjörn Kristjánsson, 26. sæti, sem oft er kallað heiðurssætið. Dóttir Sveinbjargar, Stefanía Þórhildur Hauksdóttir, skipar 10. sætið.
Var með tvö félög í Panamaskjölunum
Sveinbjörg Birna tengdist tveimur aflandsfélögum á Tortóla og í Panama, sem fjallað var um í Panamaskjölunum. Hún hafði sjálf lýst sig andvíga félögum í skattaskjólum, en skráði ekki félögin sín tvö í hagsmunaskráningu borgarfulltrúa. …
Athugasemdir