Laxeldisfyrirtækið Arnarlax tapaði 63 milljónum norskra króna, tæplega 805 milljónum króna, á laxadauðanum sem átti sér stað hjá fyrirtækinu í mars. Laxadauðann má rekja til mikils sjávarkulda sem og skemmda sem urðu á kví hjá fyrirtækinu í Tálknafirði og þurfti að flytja eldislaxa úr skemmdu kvínni yfir í nýja kví. Þegar kalt er í sjó má eldislaxinn ekki við miklu raski eins og flutningi á milli kvía og drapst því hluti hans. Upplýsingarnar um þetta tap Arnarlax koma fram í fyrsta árshlutauppgjöri móðurfélags Arnarlax, Salmar AS, sem er eitt stærsta laxeldisfyrirtæki Noregs, fyrir árið 2018. Salmar As er skráð á norska hlutabréfamarkaðinn og þarf því að veita ítarlegar upplýsingar um starfsemi félagsins og dótturfélaga þess.

Athugasemdir