Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Svandís boðar breytingu frá stefnu Bjarna: Grænmetið verði ódýrara en gosdrykkir dýrari

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra boð­ar end­ur­komu syk­ur­skatts í breyttri mynd. Hærri skatt­ar á syk­ur­vör­ur verði nýtt­ir til að ívilna græn­meti. Syk­ur­neysla er mest á Ís­landi af öll­um Norð­ur­lönd­un­um.

Svandís boðar breytingu frá stefnu Bjarna: Grænmetið verði ódýrara en gosdrykkir dýrari
Svandís Svavarsdóttir Mynd: Pressphotos

Tæpum fjórum árum eftir að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra aflagði sykurskattinn svokallaða sem leiddi af sér verulega verðlækkun á sykruðum matvælum boðar Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að innleiða beri hærri skatt á gosdrykki og lækka skatta á grænmeti. 

Svandís kynnti í dag fyrir ríkisstjórninni tillögur Landlæknisembættisins um breytingar á sköttum á matvæli til að styðja við lýðheilsu. Þar kom fram að „sykurneysla sé mjög mikil hér á landi, hún sé yfir ráðlagðri hámarksneyslu meðal ungs fólks og barna og í samanburði við hinar Norðurlandaþjóðirnar sé neysla á sykruðum gosdrykkjum og sykurríkum vörum mest hér á landi.“ 

„Fjármunir sem koma inn séu nýttir til að lækka álögur á grænmeti og ávexti.“

Leiðin sem Svandís og Landlæknisembættið leggja til er að færa gosdrykki úr 11 prósent skattþrepi virðisaukaskatts í 24 prósent, eins og almenn skattheimta á við um. Þá er lagt til að vörugjöld á gosdrykki verði endurreist.

Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hækkaði skatta á sykurvörur 1. mars 2013, en ríkisstjórn undir forystu Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar afturkallaði breytingarnar. 

Á sama tíma voru skattar á grænmeti og önnur matvæli hækkaðir um 4 prósentustig, úr 7 prósentum í 11 prósent. Svandís, ásamt embætti landlæknis sem er stutt af Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni WHO, leggur til öfuga þróun, að ríkið stuðli að því að verð á grænmeti lækki en verð á sykurvörum hækki.

Bjarni og SigmundurVirðisaukaskattur á matvæli var hækkaður í tíð Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, en verð lækkað á sykruðum matvælum með afléttingu vörugjalda á þau.

„Fjármunir sem koma inn séu nýttir til að lækka álögur á grænmeti og ávexti. Eyrnamerkja ætti hluta af álögunum fyrir starf á sviði heilsueflingar eins og gert er með gjöld á tóbak og áfengi. Þannig geta stjórnvöld skapað aðstæður sem hvetja til heilbrigðari lifnaðarhátta og aukið jöfnuð til heilsu,“ segir í kynningu á tillögunum.

Í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins segir Svandís „mikilvægt að stjórnvöld fjalli um tillögur Embættis landlæknis“ og vísar til stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

Þetta var einfaldlega enn einn skatturinn á íslensk heimili sem er tímabært að afnema.

Afnám sykurskattsins á sínum tíma var rökstutt af fjármálaráðuneyti Bjarna Benediktssonar með því að skatturinn hefði lítil sem engin áhrif á neyslu og að þörf væri á því að einfalda virðisaukaskattskerfið.

„Rétt er að taka fram að með afnámi sykurskattsins er ekki verið að taka neina afstöðu með sykurneyslu, síður en svo. Staðreyndin er sú að þetta gjald leggst einfaldlega með þriggja milljarða þunga á íslensk heimili. Þetta gjald, sem komið var á undir formerkjum neyslustýringar eða í búningi lýðheilsumarkmiða, hefur engan veginn náð þeim tilgangi og var aldrei líklegt til þess. Þetta var einfaldlega enn einn skatturinn á íslensk heimili sem er tímabært að afnema. Það munum við gera með þeim tillögum sem liggja fyrir þinginu til hagsbóta fyrir heimilin í landinu,“ sagði Bjarni í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra árið 2014.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
1
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Vilja einfalda lífið
3
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
5
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár