Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Svandís boðar breytingu frá stefnu Bjarna: Grænmetið verði ódýrara en gosdrykkir dýrari

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra boð­ar end­ur­komu syk­ur­skatts í breyttri mynd. Hærri skatt­ar á syk­ur­vör­ur verði nýtt­ir til að ívilna græn­meti. Syk­ur­neysla er mest á Ís­landi af öll­um Norð­ur­lönd­un­um.

Svandís boðar breytingu frá stefnu Bjarna: Grænmetið verði ódýrara en gosdrykkir dýrari
Svandís Svavarsdóttir Mynd: Pressphotos

Tæpum fjórum árum eftir að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra aflagði sykurskattinn svokallaða sem leiddi af sér verulega verðlækkun á sykruðum matvælum boðar Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að innleiða beri hærri skatt á gosdrykki og lækka skatta á grænmeti. 

Svandís kynnti í dag fyrir ríkisstjórninni tillögur Landlæknisembættisins um breytingar á sköttum á matvæli til að styðja við lýðheilsu. Þar kom fram að „sykurneysla sé mjög mikil hér á landi, hún sé yfir ráðlagðri hámarksneyslu meðal ungs fólks og barna og í samanburði við hinar Norðurlandaþjóðirnar sé neysla á sykruðum gosdrykkjum og sykurríkum vörum mest hér á landi.“ 

„Fjármunir sem koma inn séu nýttir til að lækka álögur á grænmeti og ávexti.“

Leiðin sem Svandís og Landlæknisembættið leggja til er að færa gosdrykki úr 11 prósent skattþrepi virðisaukaskatts í 24 prósent, eins og almenn skattheimta á við um. Þá er lagt til að vörugjöld á gosdrykki verði endurreist.

Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hækkaði skatta á sykurvörur 1. mars 2013, en ríkisstjórn undir forystu Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar afturkallaði breytingarnar. 

Á sama tíma voru skattar á grænmeti og önnur matvæli hækkaðir um 4 prósentustig, úr 7 prósentum í 11 prósent. Svandís, ásamt embætti landlæknis sem er stutt af Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni WHO, leggur til öfuga þróun, að ríkið stuðli að því að verð á grænmeti lækki en verð á sykurvörum hækki.

Bjarni og SigmundurVirðisaukaskattur á matvæli var hækkaður í tíð Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, en verð lækkað á sykruðum matvælum með afléttingu vörugjalda á þau.

„Fjármunir sem koma inn séu nýttir til að lækka álögur á grænmeti og ávexti. Eyrnamerkja ætti hluta af álögunum fyrir starf á sviði heilsueflingar eins og gert er með gjöld á tóbak og áfengi. Þannig geta stjórnvöld skapað aðstæður sem hvetja til heilbrigðari lifnaðarhátta og aukið jöfnuð til heilsu,“ segir í kynningu á tillögunum.

Í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins segir Svandís „mikilvægt að stjórnvöld fjalli um tillögur Embættis landlæknis“ og vísar til stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

Þetta var einfaldlega enn einn skatturinn á íslensk heimili sem er tímabært að afnema.

Afnám sykurskattsins á sínum tíma var rökstutt af fjármálaráðuneyti Bjarna Benediktssonar með því að skatturinn hefði lítil sem engin áhrif á neyslu og að þörf væri á því að einfalda virðisaukaskattskerfið.

„Rétt er að taka fram að með afnámi sykurskattsins er ekki verið að taka neina afstöðu með sykurneyslu, síður en svo. Staðreyndin er sú að þetta gjald leggst einfaldlega með þriggja milljarða þunga á íslensk heimili. Þetta gjald, sem komið var á undir formerkjum neyslustýringar eða í búningi lýðheilsumarkmiða, hefur engan veginn náð þeim tilgangi og var aldrei líklegt til þess. Þetta var einfaldlega enn einn skatturinn á íslensk heimili sem er tímabært að afnema. Það munum við gera með þeim tillögum sem liggja fyrir þinginu til hagsbóta fyrir heimilin í landinu,“ sagði Bjarni í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra árið 2014.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár