Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Tekjur ríkisins af sykurskattinum hærri en gert var ráð fyrir

Syk­ur­skatt­ur­inn hafði lít­il áhrif á kaup­hegð­un Ís­lend­inga sam­kvæmt nið­ur­stöð­um Rann­sókna­set­urs versl­un­ar­inn­ar. Bjarni Bene­dikts­son seg­ir gott að skatt­ur­inn heyri nú sög­unni til. Á tveim­ur ára­tug­um hefði óbreytt­ur syk­ur­skatt­ur getað greitt fyr­ir nýj­an Land­spít­ala.

Tekjur ríkisins af sykurskattinum hærri en gert var ráð fyrir

Rannsóknarsetur verslunarinnar hefur komist að þeirri niðurstöðu að sykurskatturinn svokallaði hafði engin veruleg áhrif á neyslu Íslendinga þann stutta tíma sem skattheimtan stóð. Sykurskatturinn var í gildi skemur en tvö ár og stóran hluta þess tíma gengu framleiðendur og innflytjendur á miklar birgðir sem safnað hafði verið áður en skattheimtan hófst. Innflytjendur hömstruðu sykur á mánuðunum fyrir gildistöku laganna en „sykurfjallið“ svokallaða dugði í eitt ár. Þá hefur heimsmarkaðsverð á sykri, mælt í íslenskum króum, lækkað um 40% frá vori 2012 og á sama tíma styrktist gengi krónunnar. Áhrif sykurskattsins á verðlag vara voru þannig of lítil fyrir neytendur til að taka eftir þeim í flestum tilvikum og urðu neysluáhrifin því lítil. Vegna takmarkaðra neysluáhrifa voru tekjur ríkisins af skattheimtunni hins vegar hærri en til var stofnað, þrátt fyrir birgðasöfnun framleiðenda.

Átti að draga úr sykurneyslu og afla ríkinu tekna

Í lok nóvember 2012 lagði Katrín Júlíusdóttir fjármála- og efnahagsráðherra fyrir Alþingi frumvarp um breytingu á lögum um vörugjöld og tollalögum þar sem auknar álögur á sæta matvöru gengdu miklu hlutverki. Lögin voru samþykkt mánuði síðar, tóku gildi 1. mars 2013 og tóku til innflutnings flestra sætra matvæla, hvort sem þau voru sætt með sykri eða með gervisætuefnum. Tilgangur laganna var að draga úr neyslu á sætindum og um leið að afla ríkinu aukinna tekna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár