Ekkert bólar á frumvarpi dómsmálaráðuneytisins sem taka átti á flekkuðu mannorði, en með breytingum sem voru gerðar á almennum hegningarlögum í fyrra var „uppreist æra“ numin úr lögum. Þetta hefur í för með sér að tiltekinn hópur Íslendinga er útilokaður frá borgararéttindum á meðan endurskoðun laganna stendur yfir. Það þýðir til dæmis að þeir sem hafa flekkað mannorð geta til dæmis ekki boðið sig fram í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara 26. maí næstkomandi.
Arnar Þór Jónsson héraðsdómari segir til skammar hvernig þessum málum er háttað. „Þegar verið er að setja lög og breyta lögum, ekki síst stórum og mikilsverðum lagabálkum á borð við almenn hegningarlög þá ættu menn að hafa að leiðarljósi að fara varlega í að útiloka tiltekna hópa frá borgararéttindum.“
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hefur gagnrýnt ríkisstjórnina harðlega fyrir aðgerðaleysi í þessu máli. Hún sagði í ræðu á Alþingi fyrr í vikunni að endurskoða hefði þurft lögin …
Athugasemdir