Þrátt fyrir ótrúlegan fjölda vísindarannsókna á efnaskiptum líkamans höfum við enn ekki fundið hið fullkomna megrunarlyf, hvað þá lyf sem heldur okkur ungum. Slíkt lyf þarf að vera ýmsum kostum gætt. Það þarf að stuðla að réttri líkamsþyngd, örva losun vellíðunarhormóna, styrkja vöðvamassann, reyna á hjarta- og æðakerfið og innihalda öll þau næringarefni sem líkaminn þarf fyrir heilbrigð efnaskipti. Í stuttu máli þarf það að ýta undir alla þá jákvæðu þætti sem hreyfing og gott mataræði stuðlar að.
5:2 mataræðið talið hægja á öldrun
Í von um að ná árangri í þessum efnum, að minnsta kosti að hluta til, hafa ýmsar útgáfur af mataræði verið kynntar til leiks. 5:2 mataræðið er einn slíkur lífsstíll sem ætlað er að líkja eftir ástandi sem vitað er að hefur jákvæð áhrif á öldrun líkamans. 5:2 mataræðið hermir eftir eða felur í sér svelti, sem fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að hægir á öldrun líkamans, …
Athugasemdir