Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Líf mitt í fimm réttum: Ítalskur matur breytti lífinu

Snemma á lífs­leið­inni fór Sig­ur­laug Mar­grét Jón­as­dótt­ir, dag­skrár­gerð­ar­mað­ur á RÚV, að skoða upp­skrift­ir og velta fyr­ir sér hvernig mætti gera mat sem ómót­stæði­leg­ast­an. Þátta­skil urðu hins veg­ar í mat­lífi henn­ar þeg­ar hún lærði að nota vín í mat. Þá byrj­uðu fugl­arn­ir að syngja og blóm­in að vaxa.

Líf mitt í fimm réttum: Ítalskur matur breytti lífinu
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir Mynd: Heiða Helgadóttir

1. Grjónagrautur ömmu Sillu

Það eruð óskrifuð lög að grautur ömmu er bestur í heimi. Amma Silla gerði besta grautinn og eldaði þolinmóð fyrir mig í hverju hádegi. Ef hún breytti út af vananum og gerði brauðsúpu þá fór ég í hungurverkfall. Ég get enn dregið fram tilfinninguna þegar grauturinn var kominn á diskinn og ég setti ótæpilega af kanilsykri yfir, flýtti mér að blanda honum vel saman svo amma sæi ekki sykurmagnið.

GrjónagrauturBörnin spara ekki kanilsykurinn út á grautinn.

Svo sátum við í kyrrðinni, frá bókaherberginu ómaði útvarpið og amma settist á móti mér og horfði á mig borða með hönd undir kinn og opnaði ósjálfrátt munninn í hvert skipti sem ég stakk upp í mig kúfaðri skeiðinni – og hjarta mitt fylltist hamingju. Svo getur lífið verið svo dásamlegt. Í dag sit ég á móti litlum ömmudreng og hann er sannfærður um að amma …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu