1. Grjónagrautur ömmu Sillu
Það eruð óskrifuð lög að grautur ömmu er bestur í heimi. Amma Silla gerði besta grautinn og eldaði þolinmóð fyrir mig í hverju hádegi. Ef hún breytti út af vananum og gerði brauðsúpu þá fór ég í hungurverkfall. Ég get enn dregið fram tilfinninguna þegar grauturinn var kominn á diskinn og ég setti ótæpilega af kanilsykri yfir, flýtti mér að blanda honum vel saman svo amma sæi ekki sykurmagnið.
Svo sátum við í kyrrðinni, frá bókaherberginu ómaði útvarpið og amma settist á móti mér og horfði á mig borða með hönd undir kinn og opnaði ósjálfrátt munninn í hvert skipti sem ég stakk upp í mig kúfaðri skeiðinni – og hjarta mitt fylltist hamingju. Svo getur lífið verið svo dásamlegt. Í dag sit ég á móti litlum ömmudreng og hann er sannfærður um að amma …
Athugasemdir