Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fyrrverandi blaðamaður ræðir kókaíninnflutning á leyniupptöku

Mynd­band sem deilt var af „pablo escob­ar“ sýn­ir Atla Má Gylfa­son, sem verst Guð­mundi Spar­tak­usi Óm­ars­syni í meið­yrða­máli vegna um­fjöll­un­ar um hvarf Frið­riks Kristjáns­son­ar í Parag­væ og tengsl við fíkni­efna­mál, ræða inn­flutn­ing á fíkni­efn­um og sölu á stolnu nauta­kjöti.

Fyrrverandi blaðamaður ræðir kókaíninnflutning á leyniupptöku
Úr myndbandinu Viðmælandi Atla á upptökunni stillti upp upptökutækinu fyrir komu Atla. Mynd: Youtube

Atli Már Gylfason, fyrrverandi blaðamaður og útvarpsmaður, sem er til rannsóknar vegna sölu á stolnu nautakjöti úr Leifsstöð, heyrist ræða fíkniefnainnflutning á myndbandi sem tekið var upp af honum á laun, rétt áður en upplýst var að hann hefði verið handtekinn með 168 kíló af stolnu nautakjöti í október í fyrra.

Atli Már var ásamt tveimur mönnum handtekinn í október 2017 „vegna stórfellds þjófnaðar á tollfrjálsum varningi frá flugþjónustufyrirtæki á Keflavíkurflugvelli.“ Í myndbandinu, sem birt var í gær, daginn eftir að hann varðist fyrir dómi í meiðyrðamáli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn honum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, heyrist hann ræða um fíkniefnaheiminn og innflutning á kókaíni til landsins. Aðilinn sem deilir leyniupptökunni af Atla nefnir sig Pablo Escobar og er því samnefndur þekktasta eiturlyfjabarón sögunnar. Á myndbandinu sést Atli afhenda manninum, sem stillti upp myndavélinni, nautakjöt og ræða tilkomu þess og tengsl við fíkniefnainnflutning.

Segist hafa unnið að sjálfstæðri rannsókn á fíkniefnaheiminum

Atli hefur á liðnum árum verið einn mest áberandi blaðamaður landsins. Hann hefur starfað sem útvarpsmaður á FM-957 og K-100, skrifaði fyrir Stundina frá árinu 2016 til febrúar 2017, áður en leið hans lá til DV. 

Atli Már útskýrir orð sín á myndbandinu með þeim hætti að hann hafi verið að leita eftir upplýsingum um fíkniefnaheiminn. Þannig hafi nöfn helstu fíkniefnainnflytjenda landsins komið fram í seinni hluta samtalsins. Í yfirlýsingu sinni til fjölmiðla segist hann hafa verið að vinna sjálfstætt að rannsóknarverkefni sem sneri að því að afhjúpa fíkniefnaheiminn.

Maðurinn að baki upptökunniAtli Már segir birtingu upptökunnar tengjast meiðyrðamálið Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn honum.

Sagði manninum að hann fengi nautakjöt fyrir kókaín

Á myndbandinu heyrist Atli lýsa því að hann skipti á kókaíni og nautakjöti, sem hann selji síðan. „Gæinn sem var að fá allt kókið hjá mér... Ég er að selja bilað mikið af kóki núna. Og einn gæi kaupir það. Og hann borgar mér í nautakjöti ... Og ég sel nautakjötið. Svo var verið að bösta þá.“

Þá segir hann frá því að daginn áður hafi viðkomandi samverkamaður komið heim til hans með nautakjöt að verðmæti einnar til tveggja milljóna. Þar sem sá maður hafi verið handtekinn megi Atli búast við því að lögreglan fari í símann hjá honum, hann sé því á varðbergi:  „Þess vegna tæmdi ég allt heima. Þess vegna er ég búinn að vera að keyra fram og til baka út af því að ég er búinn að vera að flytja kjöt í Reykjavík. Ég er búinn að vera að láta veitingastaði niður á Laugavegi fá kjöt.“

Með stolið nautakjöt í frystinum

Þann 12. október voru tveir starfsmenn IGS, flugþjónustufyrirtækis á Keflavíkurflugvelli, handteknir fyrir stórfelldan þjófnað á  kjöti úr frystigeymslu á vellinum. Þriðji maðurinn, Atli Már, var handtekinn í kjölfarið og fundust nokkrar frystikystur í íbúð hans sem innihéldu alls 168 kíló af nautakjöti. Var Atli grunaður um að hafa komið ránsfengnum í verð fyrir mennina, en annar þeirra hafði nýlokið við að stela 30 kössum af kjöti þegar hann var handtekinn. Talið var að 150-200 kílóum af kjöti hafi verið stolið í hvert sinn, í minnst þrjú skipti. 

Atli neitaði sök. Í viðtali við Vísi sagðist hann ekki hafa vitað að kjötið væri stolið: „Mig hafði grunað að kjötið væri mögulega flutt hingað til lands í óleyfi, því ég hef að minnsta kosti ekki séð bandarískt kjöt, hvort sem það er nautakjöt, svínakjöt eða kjúkling í stórmörkuðum hér á landi. Og að sama skapi vissi ég auðvitað að ég var ekki að borga virðisaukaskatt af sölunni. En það var í raun og veru það eina ólöglega sem ég hélt að væri við þetta allt saman.“

Meiðyrðamál vegna umfjöllunar um fíkniefnamál

Í gær komst Hæstiréttur Íslands að þeirri niðurstöðu að Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttastjóri Hringbrautar, hefði ekki brotið gegn Guðmundi Spartakusi Ómarssyni þegar fluttar voru fréttir af fréttaflutningi í Paragvæ um meint tengsl hans við fíkniefnaheiminn. Guðmundur Spartakus höfðaði þrjú meiðyrðamál eftir að fjallað var um hann í samhengi við hvarf Friðriks Kristjánssonar í Paragvæ. Ríkisútvarpið ákvað að greiða Guðmundi Spartakusi 2,5 milljónir króna vegna máls gegn fréttastofu RÚV, án þess þó að fréttaflutningur væri leiðréttur eða dreginn til baka. Þriðja málið er síðan mál Guðmundar Spartakusar gegn Atla Má Gylfasyni og Stundinni, vegna greinar um Friðrik Kristjánsson sem birt var í desember 2016 og ummæla sem höfð voru eftir Atla í ýmsum fjölmiðlum í kjölfarið. Fram hefur komið í málflutningi Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns Guðmundar Spartakus, að Guðmundur telji sig vera „ónefnda Íslendinginn“ í umfjöllun um hvarf Friðriks. Myndbandinu af Atla var deilt daginn eftir vitnaleiðslur fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna meiðyrðamálisins. 

Yfirlýsing Atla:

„Ekki er allt sem sýnist í þessu myndskeiði sem er meira en hálfs árs gamalt og tengist heimildaöflun minni varðandi fíkniefnaheiminn á Íslandi. Það er búið að eiga við það töluvert og klippa í sundur en stærsta fréttin í þessu, að mínu mati, er sú að þarna sést hversu langt menn eru tilbúnir til þess að ganga til þess að þagga niður og koma í veg fyrir frekari umfjallanir um fíkniefnainnflutning hingað til lands. Það vantar töluvert meira en helminginn í þetta myndskeið en þegar því lýkur þarna á YouTube þá eru allir helstu leikmenn í fíkniefnaheiminum nefndir á nafn og hlutverk þeirra.

Það er búið að reyna að nota þetta myndskeið til þess að fjárkúga mig og kúga mig til þess að falla frá frekari umfjöllunum  um þennan ljóta heim og þá var líka þess krafist að ég myndi draga umfjöllun mína um hvarf Friðriks Kristjánssonar tilbaka. Líkt og áður hefur komið fram þá læt ég ekki hótanir eða faldar myndavélar hafa áhrif á þær fréttir sem ég tel eiga við almenning, fréttir um þá Íslendinga sem hafa með einum eða öðrum hætti komið að stærstum hluta fíkniefnainnflutnings hingað til lands frá Suður-Ameríku undanfarin ár. Fjölmargir þeirra ganga lausir í dag á meðan burðardýrin sitja inni.

Ég hvet þá sem tóku upp þetta myndskeið og dreifðu á YouTube að birta það óklippt og ósnert. Þá mun tilgangur minn og sannleikurinn koma í ljós. Það munu þeir hinsvegar aldrei gera þar sem þeir eru sjálfir nefndir á nafn. Þá er vert að minnast á það að myndskeiðinu er komið í dreifingu daginn eftir aðalmeðferðina í meiðyrðamáli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar á hendur mér vegna skrifa um hvarf Frikka. Það er því augljóslega verið að reyna að hafa áhrif á niðurstöðu dómsins sem er refsivert athæfi hér á landi. Sá sem hleður því upp á YouTube kallar sig Pablo Escobar. Af hverju ætli það sé?“

 

Fyrirvari um tengsl: Atli Már Gylfason var blaðamaður Stundarinnar frá mars 2016 til febrúar 2017. Stundin átti enga aðild að þeirri heimildarvinnu sem vísað er til í yfirlýsingu hans vegna myndbandsins, sem tekið var upp í október 2017.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvarf Friðriks Kristjánssonar

Sverrir Þór finnst ekki í fangelsi í Brasilíu
FréttirHvarf Friðriks Kristjánssonar

Sverr­ir Þór finnst ekki í fang­elsi í Bras­il­íu

Sverr­ir Þór Gunn­ars­son, Sveddi tönn, sem í nóv­em­ber ár­ið 2012 var dæmd­ur í 22 ára fang­elsi í Bras­il­íu fyr­ir smygl á tæp­um 50 þús­und e-töfl­um og er tal­inn einn af höf­uð­paur­un­um í al­þjóð­leg­um smygl­hring, virð­ist vera horf­inn í Suð­ur-Am­er­íku. Einn af þeim sem sagð­ur er sam­starfs­mað­ur Sverr­is og tal­inn hafa mik­il­væg­ar upp­lýs­ing­ar um hvarf Frið­riks Kristjáns­son­ar, Guð­mund­ur Spar­tak­us Óm­ars­son, fór af landi brott á dög­un­um.
Farvegur fíkniefnanna endaði með hryllingi
RannsóknHvarf Friðriks Kristjánssonar

Far­veg­ur fíkni­efn­anna end­aði með hryll­ingi

Frið­rik Kristjáns­son, vin­sæll og efni­leg­ur ung­ur mað­ur úr Garða­bæ, hvarf spor­laust í Parag­væ eft­ir að hafa ánetj­ast fíkni­efn­um. Ís­lend­ing­ur, sem bú­sett­ur var í Amster­dam, greindi lög­reglu frá því að hann hefði séð ónefnd­an Ís­lend­ing halda á af­skornu höfði hans í sam­tali á Skype og hrósa sér af því að hafa myrt hann. Lög­regl­an í Reykja­vík hef­ur nú hand­tek­ið og yf­ir­heyrt einn mann vegna máls­ins.

Mest lesið

„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
6
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
8
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár