Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Tvöfalt fleiri Íslendingar falla í sjálfsvígum en umferðarslysum

Brýnt er að bæta geð­heil­brigð­is­þjón­ustu, stytta bið­tíma eft­ir sál­fræð­ing­um og styðja fólk sem hef­ur lent í áföll­um. Þetta kem­ur fram í skýrslu starfs­hóps sem skrif­aði að­gerðaráætl­un til að fækka sjálfs­víg­um á Ís­landi.

Tvöfalt fleiri Íslendingar falla í sjálfsvígum en umferðarslysum
Sjálfsvíg eru algengust meðal aldurshópsins 30-39 ára, samkvæmt skýrslu starfshóps. Mynd: Shutterstock

Dauðsföll af völdum sjálfsvíga hafa verið ríflega tvöfalt fleiri hér á landi en af völdum umferðarslysa. Tryggja þarf lágmarks biðtíma eftir sérfræðiþjónustu og stuðning við fólk sem hefur lent í erfiðum áföllum. Þetta segir í skýrslu starfshóps sem unnið hefur tillögur að aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi og kynnt var heilbrigðisráðherra í gær.

„Um er að ræða umfangsmikinn lýðheilsuvanda sem hefur í för með sér mikinn tilfinningalegan skaða fyrir einstaklinga og fjölskyldur auk efnahagslegs skaða fyrir samfélagið,“ segir í skýrslu starfshópsins. Starfshópurinn hafði það hlutverk að fara yfir gagnreyndar aðferðir til að fækka sjálfsvígum og sjálfsvígstilraunum ungmenna og velja leiðir til að innleiða hérlendis.

Í skýrslunni kemur fram að tíðni sjálfsvíga hér á landi sé lægst meðal unglinga en annars svipuð yfir öll fullorðinsárin. Því beindi starfshópurinn sjónum að æviskeiðinu í heild.  Á síðastliðnum áratug hafa flest sjálfsvíg, eða 22%, orðið í aldurshópnum 30-39 ára og svipaður fjöldi sjálfsvíga, um 16-17%, orðið í aldurshópunum 20-29 ára, 40-49 ára og 50-59 ára. 

Vinnustaðir þurfi að stuðla að geðheilbrigði

„Enda þótt sjálfsvíg geti átt sér stað í öllum fjölskyldum og í öllum þjóðfélagsstigum er áhætta meiri meðal þeirra sem búa við verri félags- og efnahagsstöðu, t.d. lægra menntunarstig og minni tekjur, heldur en hjá öðrum hópum í samfélaginu,“ segir í skýrslunni. „Tækifæri til að rækta eigin styrkleika, finna þeim uppbyggilegan farveg og leggja sitt af mörkum til samfélagsins eru einnig mikilvægir þættir í því að viðhalda góðri geðheilsu og lífsgæðum. Því skiptir miklu máli að allir íbúar á Íslandi hafi aðgengi að menntun og að félagslegar hindranir á borð við fötlun, aldurstakmarkanir, búsetu eða efnahag hindri ekki skólagöngu.“

Í skýrslunni er sérstaklega fjalla um mikilvægi góðs aðgengis að geðheilbrigðisþjónustu og nauðsyn þess að setja viðmið um hversu langur biðtími eftir þjónustu er ásættanlegur fyrir börn og fullorðna. Með sama hætti beri að tryggja að viðkomandi einstaklingur fái nauðsynlegan stuðning meðan á biðtíma stendur. 

Þá beinir starfshópurinn sjónum sínum að vinnustöðum og heilbrigðu starfsumhverfi. „Aðstæður á vinnustað geta ýmist stuðlað að aukinni vellíðan, jákvæðum félagstengslum og betri lífsgæðum eða verið uppspretta óhóflegs álags, togstreitu og vanlíðunar,“ segir í skýrslunni. „Brýnt er að stjórnendur jafnt sem starfsmenn séu meðvitaðir um hvaða þættir stuðla að geðheilbrigði á vinnustað ásamt því hvernig rétt sé að bregðast við geðrænum vanda meðal starfsmanna.“

Áhættuhópar þurfi aðstoð

Áföll í bernsku og erfið uppvaxtarskilyrði auka líkur fólks á geðrænum erfiðleikum á fullorðinsárum, að sögn starfshópsins. „Því er mikilvægt að vinna að því að skapa börnum og ungmennum heilbrigð uppvaxtarskilyrði og stuðla að því að þau verði ekki fyrir ofbeldi eða vanrækslu í uppvexti,“ segir í skýrslunni. „Með sama hætti er nauðsynlegt að tryggja börnum skilning og nauðsynlegan stuðning þegar þau verða fyrir áföllum í uppvexti sínum.“

Þá segir að fyrri sjálfsvígstilraunir séu áreiðanlegasti forspárþáttur sjálfsvíga. Því sé mikilvægt að fylgja eftir þeim sem gera tilraunir til sjálfsvíga og bjóða gagnreynda aðstoð. „Jafnframt er mikilvægt að beina sjónum sérstaklega að áhættuhópum, s.s. fólki með geð- og þroskaraskanir, karlmönnum, miðaldra konum með þunglyndi og/eða áfallasögu, fólki með fíknivanda, föngum, hælisleitendum, hinsegin ungmennum, aðstandendum þeirra sem framið hafa sjálfsvíg o.fl.“

Loks kemur fram að meiri líkur séu á sjálfsvígum og sjálfsvígstilraunum meðal þeirra, sem hafa misst nákomna í sjálfsvígum, heldur en annarra hópa. Sjálfsvíg innan samfélags, s.s. skóla eða bæjarfélags, geti aukið líkur á því að fleiri stytti sér aldur.

Stjórnvöld viðhaldi núverandi stefnu í áfengi- og vímuefnamálum

„Misnotkun áfengis og annarra vímuefna hefur neikvæð áhrif á geðheilsu og eykur sjálfsvígshættu,“ segir í skýrslunni. „Slík neysla dregur úr dómgreind og hömlum sem eykur hættu á sjálfsvígum og sjálfsvígstilraunum í rauntíma. Langvarandi neysla og fíkn hefur einnig neikvæð áhrif á lífsgæði, námsástundun, atvinnuþátttöku og fjölskyldutengsl, sem ýtir enn frekar undir vonleysi og sjálfsvígshættu. Þá er þekkt að neysla vímuefna, svo sem kannabis geti ýtt undir einkenni geðrofasjúkdóma. Því er brýnt að íslensk stjórnvöld haldi sig við ábyrga stefnu á sviði áfengis, kannabis og annarra vímuefna m.a. með takmörkun á aðgengi og banni við markaðssetningu á áfengi.“

Starfshópurinn segir fjölda rannsókna sýna orsakasamhengi á milli áfalla, einkum áfalla í æsku og fíknivanda. Um 30-50% þeirra sem eigi við vanda vegna notkunar áfengis eða annarra vímuefna að stríða greinist einnig með áfallastreituröskun.

„Norðmenn hafa m.a. náð góðum árangri við að fækka sjálfsvígum með því að girða af brýr og há mannvirki,“ segir í skýrslunni. „Hér á landi eru algengustu aðferðir til sjálfsvíga, henging, ofskammtur lyfja og notkun skotvopna og því sérstaklega mikilvægt að beina sjónum að viðeigandi þáttum í því samhengi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu