Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Enn átök um lækkun kosningaaldurs – Þingmaður Miðflokksins vill vísa málinu frá

Berg­þór Óla­son vill vísa frum­varpi um lækk­un kosn­inga­ald­urs til rík­is­stjórn­ar. Seg­ir vanta tíma til und­ir­bún­ings þrátt fyr­ir að fyr­ir liggi breyt­inga­til­laga sem ger­ir ráð fyr­ir fjög­urra ára und­ir­bún­ingi.

Enn átök um lækkun kosningaaldurs – Þingmaður Miðflokksins vill vísa málinu frá
Vill vísa frumvarpinu til ríkisstjórnar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, vill vísa frumvarpi um lækkun kosningaaldurs við sveitarstjórnarkosningar frá Alþingi og til ríkisstjórnarinnar. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segist standa á gati varðandi hvað það eigi að fyrirtilla. Mynd: Miðflokkurinn

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hefur lagt fram frávísunartillögu á frumvarp til breytinga á lögum um kosningarétt til sveitarstjórna, sem felur í sér að kosningarétt í slíkum kosningum hafi þeir sem náð hafi 16 ára aldri og eigi lögheimili hér á landi. Röksemdir Bergþórs eru þær að málið sé umfangsmikið og að tími þurfi að gefast til að undirbúa málið nægilega og vill hann því að frumvarpinu verði vísað til ríkisstjórnar. Sú afstaða vekur athygli í ljósi þess að fyrir liggur breytingatilaga við málið frá Kolbeini Óttarssyni Proppé, þingmanni Vinstri grænna, sem gerir ráð fyrir að lögin taki gildi 1. júní næstkomandi, að afloknum sveitarstjórnarkosningum. Yrði sú breytingatillaga samþykkt væru fjögur ár þar til reyna myndi á lögin.

Breytingartillögur felldar í tvígang

Ferill málsins er orðinn all langur en það var lagt fram 16. desember síðastliðinn og hafði áður verið lagt fyrir Alþingi í tvígang án þess að hljóta afgreiðslu. Málið kom til umræðu 19. desember síðastliðinn og er nú í þriðju umræðu. Í millitíðinni hafa í tvígang verið felldar breytingatillögur um tímasetningu á gildistöku laganna, annars vegar frá Þorsteini Sæmundssyni, þingmanni Miðflokksins, sem vildi að gildistakan frestaðist til 1. janúar 2020, og hins vegar frá Líneik Önnu Sævarsdóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, sem vildi að gildistakan frestaðist til 1. janúar 2019. Þær tillögur voru sem fyrr segir báðar felldar 22. mars síðastliðinn.

Mjög hart var tekist á um málið í þinginu og andstaða við frumvarpið þvert á ríkisstjórnarlínur, enda þingmenn Sjálfstæðisflokksins andvígir því að frumvarpið yrði samþykkt, í það minnsta þannig að það tæki gildi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Við umræður um málið 23. mars síðastliðinn var enn á ný lögð til breytingartillaga við gildistöku laganna, nú lögð fram af Gunnari Braga Sveinssyni, þingflokksformanni Miðflokksins. Gunnar Bragi lagði til að lögin tækju gildi einum degi fyrr en samflokksmaður hans, Þorsteinn Sæmundsson, hafði lagt til, eða 31. desember 2019. Sem fyrr segir var tillaga Þorsteins felld en ekki hafa verið greidd atkvæði um tillögu Gunnars Braga.

Málþófi beitt

Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokks fólksins beittu málþófi í umræðum um málið 23. mars og lýsti fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna, þeirri skoðun sinni að málið myndi líklega ekki ná fram að ganga af þeim sökum, þrátt fyrir að hann teldi að meirihluti væri fyrir málinu í þinginu. Tæpast myndi gefast tími til að taka málið upp að nýju eftir páska og klára það fyrir kosningar.

„Ég verð bara að játa að ég stend nokkuð á gati gagnvart þessari tillögu“

Ný breytingartillaga kom fram í gær

Kolbeinn Óttarsson ProppéÞingmaðurinn segir að nægur tími gefist til að koma lagabreytingunni í framkvæmd, verði breytingartillaga um að hún taki gildi 1. júní næstkomandi samþykkt.

Nú er umræða um frumvarpið hins vegar komin á dagskrá og á að halda þriðju umræðu um málið áfram í dag. Þá ber það helst til tíðinda að í gær lagði Kolbeinn Óttarsson Proppé fram breytingartillögu sem gerir ráð fyrir að frumvarpið taki gildi 1. júní næstkomandi. Í samtali við Stundina segir Kolbeinn að hann hafi rætt við alla þá sem voru með á meirihlutaáliti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um málið og þeir hafi lýst sig fylgjandi breytingartillögunni. Of stuttur tími sé orðinn til að láta breytinguna taka gildi fyrir komandi kosningar en hins vegar sé ljóst að fjögur ár séu meira en nægur tími til þess undirbúnings sem til þurfi. Jafnframt telji hann að með þessu sé komið til móts við áhyggjur þeirra þingmanna sem höfðu lýst sig fylgjandi innihaldi frumvarpsins en höfðu lýst efasemdum um að nægur tími væri til stefnu svo það mætti taka gildi fyrir komandi kosningar. Þá sagðist Kolbeinn ekki vita betur en að meirihlutastuðningur væri við frumvarpið, með þessum breytingum, í þinginu.

Ekki mikill bragur á frávísunartillögunni

Spurður um afstöðu sína til þess að lögð hafi verið fram frávísunartillaga á frumvarpið undrast Kolbeinn það nokkuð. „Ég verð bara að játa að ég stend nokkuð á gati gagnvart þessari tillögu. Staðreynd málsins er sú að ekki bara liggur mín breytingartillaga fyrir heldur einnig breytingartillaga frá þingflokksformanni Miðflokksins, sem Bergþór Ólason er nú einmitt í, um að frumvarpið taki gildi en ekki fyrr en 31. desember 2019. Þannig að þeir eru ósammála, félagarnir í Miðflokknum. Ég get ekki séð að málið þurfi meiri undirbúning til að hljóta afgreiðslu hér á Alþingi, það er búið að mæta þeim sjónarmiðum að það þurfi meiri undirbúning þar til breytingin sjálf taki gildi og fjögur ár eru nú býsna drjúgur tími til þess. Mér finnst ekki mikill eða góður bragur á því að Alþingi geti ekki bara einfaldlega gengið til atkvæða um þetta mál heldur þurfi að vísa því til ríkisstjórnar. Ég er hissa á að sjá það frá þingmanni, og hvað þá þingmanni stjórnarandstöðunnar.“

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár