Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Enn átök um lækkun kosningaaldurs – Þingmaður Miðflokksins vill vísa málinu frá

Berg­þór Óla­son vill vísa frum­varpi um lækk­un kosn­inga­ald­urs til rík­is­stjórn­ar. Seg­ir vanta tíma til und­ir­bún­ings þrátt fyr­ir að fyr­ir liggi breyt­inga­til­laga sem ger­ir ráð fyr­ir fjög­urra ára und­ir­bún­ingi.

Enn átök um lækkun kosningaaldurs – Þingmaður Miðflokksins vill vísa málinu frá
Vill vísa frumvarpinu til ríkisstjórnar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, vill vísa frumvarpi um lækkun kosningaaldurs við sveitarstjórnarkosningar frá Alþingi og til ríkisstjórnarinnar. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segist standa á gati varðandi hvað það eigi að fyrirtilla. Mynd: Miðflokkurinn

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hefur lagt fram frávísunartillögu á frumvarp til breytinga á lögum um kosningarétt til sveitarstjórna, sem felur í sér að kosningarétt í slíkum kosningum hafi þeir sem náð hafi 16 ára aldri og eigi lögheimili hér á landi. Röksemdir Bergþórs eru þær að málið sé umfangsmikið og að tími þurfi að gefast til að undirbúa málið nægilega og vill hann því að frumvarpinu verði vísað til ríkisstjórnar. Sú afstaða vekur athygli í ljósi þess að fyrir liggur breytingatilaga við málið frá Kolbeini Óttarssyni Proppé, þingmanni Vinstri grænna, sem gerir ráð fyrir að lögin taki gildi 1. júní næstkomandi, að afloknum sveitarstjórnarkosningum. Yrði sú breytingatillaga samþykkt væru fjögur ár þar til reyna myndi á lögin.

Breytingartillögur felldar í tvígang

Ferill málsins er orðinn all langur en það var lagt fram 16. desember síðastliðinn og hafði áður verið lagt fyrir Alþingi í tvígang án þess að hljóta afgreiðslu. Málið kom til umræðu 19. desember síðastliðinn og er nú í þriðju umræðu. Í millitíðinni hafa í tvígang verið felldar breytingatillögur um tímasetningu á gildistöku laganna, annars vegar frá Þorsteini Sæmundssyni, þingmanni Miðflokksins, sem vildi að gildistakan frestaðist til 1. janúar 2020, og hins vegar frá Líneik Önnu Sævarsdóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, sem vildi að gildistakan frestaðist til 1. janúar 2019. Þær tillögur voru sem fyrr segir báðar felldar 22. mars síðastliðinn.

Mjög hart var tekist á um málið í þinginu og andstaða við frumvarpið þvert á ríkisstjórnarlínur, enda þingmenn Sjálfstæðisflokksins andvígir því að frumvarpið yrði samþykkt, í það minnsta þannig að það tæki gildi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Við umræður um málið 23. mars síðastliðinn var enn á ný lögð til breytingartillaga við gildistöku laganna, nú lögð fram af Gunnari Braga Sveinssyni, þingflokksformanni Miðflokksins. Gunnar Bragi lagði til að lögin tækju gildi einum degi fyrr en samflokksmaður hans, Þorsteinn Sæmundsson, hafði lagt til, eða 31. desember 2019. Sem fyrr segir var tillaga Þorsteins felld en ekki hafa verið greidd atkvæði um tillögu Gunnars Braga.

Málþófi beitt

Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokks fólksins beittu málþófi í umræðum um málið 23. mars og lýsti fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna, þeirri skoðun sinni að málið myndi líklega ekki ná fram að ganga af þeim sökum, þrátt fyrir að hann teldi að meirihluti væri fyrir málinu í þinginu. Tæpast myndi gefast tími til að taka málið upp að nýju eftir páska og klára það fyrir kosningar.

„Ég verð bara að játa að ég stend nokkuð á gati gagnvart þessari tillögu“

Ný breytingartillaga kom fram í gær

Kolbeinn Óttarsson ProppéÞingmaðurinn segir að nægur tími gefist til að koma lagabreytingunni í framkvæmd, verði breytingartillaga um að hún taki gildi 1. júní næstkomandi samþykkt.

Nú er umræða um frumvarpið hins vegar komin á dagskrá og á að halda þriðju umræðu um málið áfram í dag. Þá ber það helst til tíðinda að í gær lagði Kolbeinn Óttarsson Proppé fram breytingartillögu sem gerir ráð fyrir að frumvarpið taki gildi 1. júní næstkomandi. Í samtali við Stundina segir Kolbeinn að hann hafi rætt við alla þá sem voru með á meirihlutaáliti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um málið og þeir hafi lýst sig fylgjandi breytingartillögunni. Of stuttur tími sé orðinn til að láta breytinguna taka gildi fyrir komandi kosningar en hins vegar sé ljóst að fjögur ár séu meira en nægur tími til þess undirbúnings sem til þurfi. Jafnframt telji hann að með þessu sé komið til móts við áhyggjur þeirra þingmanna sem höfðu lýst sig fylgjandi innihaldi frumvarpsins en höfðu lýst efasemdum um að nægur tími væri til stefnu svo það mætti taka gildi fyrir komandi kosningar. Þá sagðist Kolbeinn ekki vita betur en að meirihlutastuðningur væri við frumvarpið, með þessum breytingum, í þinginu.

Ekki mikill bragur á frávísunartillögunni

Spurður um afstöðu sína til þess að lögð hafi verið fram frávísunartillaga á frumvarpið undrast Kolbeinn það nokkuð. „Ég verð bara að játa að ég stend nokkuð á gati gagnvart þessari tillögu. Staðreynd málsins er sú að ekki bara liggur mín breytingartillaga fyrir heldur einnig breytingartillaga frá þingflokksformanni Miðflokksins, sem Bergþór Ólason er nú einmitt í, um að frumvarpið taki gildi en ekki fyrr en 31. desember 2019. Þannig að þeir eru ósammála, félagarnir í Miðflokknum. Ég get ekki séð að málið þurfi meiri undirbúning til að hljóta afgreiðslu hér á Alþingi, það er búið að mæta þeim sjónarmiðum að það þurfi meiri undirbúning þar til breytingin sjálf taki gildi og fjögur ár eru nú býsna drjúgur tími til þess. Mér finnst ekki mikill eða góður bragur á því að Alþingi geti ekki bara einfaldlega gengið til atkvæða um þetta mál heldur þurfi að vísa því til ríkisstjórnar. Ég er hissa á að sjá það frá þingmanni, og hvað þá þingmanni stjórnarandstöðunnar.“

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
2
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
4
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
6
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár