Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Tilmæli til Braga finnast ekki í gögnum sem velferðarnefnd fékk afhent

Bréf með til­mæl­um sem ráð­herra seg­ir Braga Guð­brands­son, for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu, hafa feng­ið hef­ur enn ekki kom­ið í leit­irn­ar í gagnapakk­an­um sem vel­ferð­ar­ráðu­neyt­ið skil­aði til vel­ferð­ar­nefnd­ar Al­þing­is.

Tilmæli til Braga finnast ekki í gögnum sem velferðarnefnd fékk afhent
Tilmæli til Braga finnast ekki Tilmæli til Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, sem Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra sagði í gær að hefðu verið send út finnast ekki í þeim gögnum sem velferðarnefnd Alþingis voru afhent. Mynd: Heiða Helgadóttir

Bréf með tilmælum um að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, gæti þess að fara ekki út fyrir valdsvið sitt þegar kemur að afskiptum af barnaverndarmálum finnst hvergi í þeim gögnum sem velferðarráðuneytið skilaði til velferðarnefndar Alþingis. 

Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra viðurkenndi í gær að niðurstaða rannsóknar velferðarráðuneytisins á kvörtun Barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar, vegna afskipta Braga af barnaverndarmáli því sem Stundin fjallaði um í forsíðufrétt síðastliðinn föstudag, hefði verið sú að Bragi hefði farið út fyrir valdsvið sitt og að beina ætti tilmælum til hans um að það gerðist ekki aftur.

Ásmundur Einar sagði í Kastljós að tilmæli sem send hefðu verið út vegna málsins hefðu verið í takt við minnisblöð sem samin hefðu verið í ráðuneytinu.

Einu bréfaskiptin sem sér stað í málinu eru hins vegar fjögur samhljóða bréf sem birt voru á vefsíðu velferðarráðuneytisins 26. febrúar, til barnaverndarnefnda Reykjavíkur, Kópavogs og Hafnarfjarðar auk Barnaverndarstofu. Í þeim er engin slík tilmæli að finna. Samkvæmt heimildum Stundarinnar hafa ekki fundist önnur bréf sem hafa að geyma tilmæli til Braga í þeim gögnum sem velferðarráðuneytið afhenti velferðarnefnd Alþingis í síðustu viku. 

Vildu óháða úttekt þegar fyrir þremur og hálfum mánuði

18. janúar síðastliðinn skilaði skrifstofa félagsþjónustu í velferðaráðuneytinu minnisblaði þar sem rakin var niðurstaða rannsóknar ráðuneytisins á umkvörtunum þriggja barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu vegna samskipta þeirra við forstjóra og starfsfólk barnaverndarstofu.

Í minnisblaðinu er lagt til að gerð verði stjórnsýsluúttekt á umræddum samskiptum en svo virðist sem sú tillaga hafi að engu verið höfð þar til nú að Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra lýsti því yfir á opnum fundi velferðarnefndar Alþingis í gær að hann hefði farið fram á það við forsætisráðherra að slík úttekt færi fram, tæpum þremur og hálfum mánuði eftir að það var fyrst lagt til í umræddu minnisblaði.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar er efni þeirra bréfa sem velferðarráðuneytið sendi á barnarverndarnefndirnar þrjár og til Barnaverndarnefndar í meginatriðum byggt á efni umrædds minnisblaðs frá 18. janúar.  Í því var hins vegar tekið fram að mál Barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar væri þess eðlis að það þyrfti frekari skoðunar við.

Lagt til að Braga yrðu send tilmæli

Þann 6. febrúar síðastliðinn skilaði skrifstofa félagsþjónustu í velferðarráðuneytinu síðan öðru minnisblaði þar sem niðurstaða könnunar á umkvörtunum Barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar er til umfjöllunar.

Í því minnisblaði kemur fram að það sé niðurstaða skrifstofu félagsþjónustu að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi ekki brotið lög en hins vegar hafi hann farið út fyrir valdsvið sitt þegar hann hafði afskipti af barnaverndarmálinu sem Stundin fjallaði um í forsíðufrétt sinni síðastliðinn föstudag. Í minnisblaðinu er lagt til að Braga verði sent bréf með tilmælum þar sem hann verði hvattur til að halda sig innan síns valdsviðs eftirleiðis.

Á opnum fundi velferðarnefndar í gær var Ásmundur Einar spurður hvort ráðuneytið hefði beint slíkum tilmælum til Braga en kom sér hjá því að svara spurningunni. Í Kastljósi Ríkisútvarpsins í gærkvöldi viðurkenndi Ásmundur hins vegar að niðurstaða rannsóknar ráðuneytisins hefði verið á þann veg að Bragi hefði farið út fyrir valdsvið sitt og að beina ætti tilmælum til hans um að það gerðist ekki aftur. Spurður hvort þau tilmæli hefðu verið eins og lagt var til í minnisblaðinu frá 6. febrúar svaraði Ásmundur í Kastljósi: „Tilmælin sem voru send voru efnislega algjörlega í takt við minnisblöð sem þar búa að baki. Það er ekkert í þeim sem kallar á annað. Ráðherrann síðan staðfestir tilmæli sem eru send út. Minnisblöðin sem lágu að baki voru þess eðlis að þau voru tillögur til ráðherra, eins og minnisblöð gjarnan eru. Í framhaldinu eru send út bréf eða tilmæli.“

Skjöl um tilmæli finnast ekki í gögnum

Velferðarráðuneytið birti 26. febrúar síðastliðinn bréf til barnarverndarnefndanna þriggja þar sem gerð var grein fyrir niðurstöðum ráðuneytisins, og einni bréf til Barnaverndarstofu, stílað á Braga Guðbrandsson. Í því bréfi kemur hvergi fram að beint sé tilmælum til Braga um að halda sig innan síns valdsviðs eftirleiðis. Hafi Braga verið send tilmæli af því tagi hefur því verið um annað bréf að ræða. Sé það bréf til, hefur það ekki fundist í þeim gögnum sem velferðarráðuneytið hefur afhent velferðarnefnd Alþingis. Þetta herma traustar heimildir Stundarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár