Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Viðreisn vill semja sérstaklega við kennara í Reykjavík og hækka laun þeirra

Kynntu kosn­inga­áhersl­ur sín­ar fyr­ir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar í dag. Hafna fjár­fest­inga­stefnu nú­ver­andi meiri­hluta. Vilja lengja opn­un­ar­tíma skemmti­staða og lækka fast­eigna­skatta á at­vinnu­hús­næði.

Viðreisn vill semja sérstaklega við kennara í Reykjavík og hækka laun þeirra
Ætla að hækka laun kennara í Reykjavík Viðreisn vill gera sérsamninga við kennara í Reykjavík, hækka laun þeirra og stöðva þar með flótta úr stéttinni.

Viðreisn hyggst gera sérstakan kjarasamning við kennara í leik- og grunnskólum Reykjavíkurborgar og hækka laun þeirra. Þannig megi bregðast við flótta úr kennarastétt og gera leik- og grunnskóla að eftirsóttum vinnustöðum.

Þá skal opnun ungbarnadeilda á leikskólum borgarinnar sett í forgang þegar kemur að dagvistunarúrræðum.

Viðreisn hafnar fjárfestingastefnu núverandi borgarstjórnarmeirihluta sem gangi út á stórfjárfestingar á toppi hagsveiflunnar.

Flokkurinn vill byggja upp ný hverfi innan borgarinnar við Elliðaárvog, í Ártúnshöfða og á Keldum og halda áfram stefnu um þéttingu byggðar. Fjölga á félagslegum leiguíbúðum um 350 á næstu fjórum árum, sértækum búseturýmum fyrir fatlaða á að fjölga um 100 á sama tíma og þjónustuíbúðum fyrir aldraða á vegum Reykjavíkur skal fjölgað um 10 íbúðir. Þetta er meðal helstu áherslumála borgarstjórnarframboðs Viðreisnar en stefnumál framboðsins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar voru kynnt í dag.

Þegar kemur að atvinnumálum vill Viðreisn einfalda leyfisveitingar til fyrirtækja og auka skilvirkni, meðal annars með því að hægt verði að sinna öllum erindum innan stjórnsýslunnar rafrænt. Til að mynda verði umsækjendum um leyfi til hvers konar atvinnustarfsemi ávallt svarað innan tveggja daga um hvort umsókn sé fullnægjandi.

Flokkurinn vill þá að opnunartími skemmtistaða verði lengdur á afmörkuðum svæðum fjarri íbúabyggð til að draga úrónæði í miðborginni. Er sérstaklega bent á Grandasvæðið í þeim efnum.

Viðreisn vill að sveitarfélögin fái sinn hlut í gistináttagjaldi og að borgin taki við veitingu rekstrarleyfa fyrir gisti- og veitingastaði frá sýslumönnum til að gera kerfið skilvirkara. Þá vill flokkurinn lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði á seinni hluta kjörtímabilsins til að bæta samkeppnisstöðu Reykjavíkur.

Hækka laun og fjölga umgbarnadeildum

Hvað varðar skóla- og frístundamál vill framboðið gera sérkjarasamninga við grunn- og leikskólakennara og stöðva þannig flótta úr kennarastétt með hækkun launa. Fjölgun ungbarnadeilda verður sett í forgang, ýmist með stækkun leikskóla borgarinnar, útboðum til annarra aðila eða með því að stutt verði við fagaðila svo hægt verði að starfrækja dagvistun í samstarfi við vinnustaði. Þá verði greiðslur til dagforeldra hækkaðar.

Vilja byggja upp þrjú ný hverfi

Í skipulags- og samgöngumálum leggur framboðið áherslu á að þétting byggðar verði framhaldið, uppbygging íbúahverfist í Úlfarsárdal verði lokið og ný hverfi rísi við Elliðarárvog, í Ártúnshöfða og á Keldum. Hverfin tengist fyrsta áfanga borgarlínu sem framboðið styður að verði byggð upp. Þá vill Viðreisn að umferð verði færð neðanjarðar í nýjum stofnvegaframkvæmdum og er bent á gatnamót Bústaðarvegar og Reykjanesbrautar sem slíka staðsetningu. Bæta á almenningassamgöngur, meðal annars með aukinn tíðni strætóferða. Framboðið vill að flugvellinum verði fundinn nýr staður í gennd við borgina en hann verði áfram í Vatnsmýri þar til sú staðsetning liggi fyrir.

Boðið verði upp á fríar ferðir með strætó þá daga sem mengun í borginni fer yfir hættumörk en almennt verði hlutdeild farþega í heildarkostnaði við rekstur aukinn. Reynt verði að draga úr mengun vegna bílaumferðar með takmörkunum á notkun nagladekkja. Þá verði íbúum auðveldað að flokka rusl með aukinni tíðni sorplosunar og fjöltunnukerfi.

Félagslegum íbúðum fjölgi um 350

Hvað varðar velferðarmál er stefnt að því að ná fram samfellu í þjónustu við aldraða. Efla þarf kvöld- og helgarþjónustu, stórbæta böðunarþjónustu og að boðið verði uppá fjölbreyta þjónustu eftir þörfum hvers og eins. Þá verði dagvistnarúrræðum fyrir aldraða fjölgað um 40. Viðreisn útilokar ekki einkarekstur í þessum efnum heldur er opin fyrir fjölbreyttum rekstrarformum. Fjölga á þjónustuíbúðum á vegum Reykjavíkur um 40 íbúðir á næstu fjórum árum og stytta þannig biðlista.

Fjölga skal sértækum búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk um hundrað rými á næsta kjörtímabili í samræmi við þær áætlanir sem liggja fyrir hjá Reykjavíkurborg og aukin áhersla verði á persónustýrða þjónustu fyrir fatlað fólk.

Viðreisn vill fjölga félagslegu leiguhúsnæði borgarinnar um 350 íbúðir á kjörtímabilinu. Í dag eru tæplega 2000 íbúðir á vegum Félagsbústaða og um þúsund manns eru á biðlista. Styðja á við samstarf við aðila sem vilja byggja upp húsnæði á félagslegum forsendum en einnig að tryggja lóðir og húsnæði fyrir almennan leigumarkað á viðráðanlegu verði.

Þegar kemur að efnahag borgarinnar hafnar Viðreisn núverandi stefnu borgarstjórnarmeirihlutans sem  gangi út á að blása til stórfjárfestinga á toppi hagsveiflunnar en draga svo harkalega úr þeim á næsta kjörtímabili. Mun ábyrgara sé að jafna fjárfestingarnar yfir næstu ár, og vera jafnvel undir það búin að auka þær þegar efnahagslífið tekur að kólna. Sér í lagi er stefnan um stórfelld uppkaup á notuðu íbúðarhúsnæði á tímum þenslu á fasteignamarkaði sögð óskynsamleg.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár