Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Viðreisn vill semja sérstaklega við kennara í Reykjavík og hækka laun þeirra

Kynntu kosn­inga­áhersl­ur sín­ar fyr­ir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar í dag. Hafna fjár­fest­inga­stefnu nú­ver­andi meiri­hluta. Vilja lengja opn­un­ar­tíma skemmti­staða og lækka fast­eigna­skatta á at­vinnu­hús­næði.

Viðreisn vill semja sérstaklega við kennara í Reykjavík og hækka laun þeirra
Ætla að hækka laun kennara í Reykjavík Viðreisn vill gera sérsamninga við kennara í Reykjavík, hækka laun þeirra og stöðva þar með flótta úr stéttinni.

Viðreisn hyggst gera sérstakan kjarasamning við kennara í leik- og grunnskólum Reykjavíkurborgar og hækka laun þeirra. Þannig megi bregðast við flótta úr kennarastétt og gera leik- og grunnskóla að eftirsóttum vinnustöðum.

Þá skal opnun ungbarnadeilda á leikskólum borgarinnar sett í forgang þegar kemur að dagvistunarúrræðum.

Viðreisn hafnar fjárfestingastefnu núverandi borgarstjórnarmeirihluta sem gangi út á stórfjárfestingar á toppi hagsveiflunnar.

Flokkurinn vill byggja upp ný hverfi innan borgarinnar við Elliðaárvog, í Ártúnshöfða og á Keldum og halda áfram stefnu um þéttingu byggðar. Fjölga á félagslegum leiguíbúðum um 350 á næstu fjórum árum, sértækum búseturýmum fyrir fatlaða á að fjölga um 100 á sama tíma og þjónustuíbúðum fyrir aldraða á vegum Reykjavíkur skal fjölgað um 10 íbúðir. Þetta er meðal helstu áherslumála borgarstjórnarframboðs Viðreisnar en stefnumál framboðsins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar voru kynnt í dag.

Þegar kemur að atvinnumálum vill Viðreisn einfalda leyfisveitingar til fyrirtækja og auka skilvirkni, meðal annars með því að hægt verði að sinna öllum erindum innan stjórnsýslunnar rafrænt. Til að mynda verði umsækjendum um leyfi til hvers konar atvinnustarfsemi ávallt svarað innan tveggja daga um hvort umsókn sé fullnægjandi.

Flokkurinn vill þá að opnunartími skemmtistaða verði lengdur á afmörkuðum svæðum fjarri íbúabyggð til að draga úrónæði í miðborginni. Er sérstaklega bent á Grandasvæðið í þeim efnum.

Viðreisn vill að sveitarfélögin fái sinn hlut í gistináttagjaldi og að borgin taki við veitingu rekstrarleyfa fyrir gisti- og veitingastaði frá sýslumönnum til að gera kerfið skilvirkara. Þá vill flokkurinn lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði á seinni hluta kjörtímabilsins til að bæta samkeppnisstöðu Reykjavíkur.

Hækka laun og fjölga umgbarnadeildum

Hvað varðar skóla- og frístundamál vill framboðið gera sérkjarasamninga við grunn- og leikskólakennara og stöðva þannig flótta úr kennarastétt með hækkun launa. Fjölgun ungbarnadeilda verður sett í forgang, ýmist með stækkun leikskóla borgarinnar, útboðum til annarra aðila eða með því að stutt verði við fagaðila svo hægt verði að starfrækja dagvistun í samstarfi við vinnustaði. Þá verði greiðslur til dagforeldra hækkaðar.

Vilja byggja upp þrjú ný hverfi

Í skipulags- og samgöngumálum leggur framboðið áherslu á að þétting byggðar verði framhaldið, uppbygging íbúahverfist í Úlfarsárdal verði lokið og ný hverfi rísi við Elliðarárvog, í Ártúnshöfða og á Keldum. Hverfin tengist fyrsta áfanga borgarlínu sem framboðið styður að verði byggð upp. Þá vill Viðreisn að umferð verði færð neðanjarðar í nýjum stofnvegaframkvæmdum og er bent á gatnamót Bústaðarvegar og Reykjanesbrautar sem slíka staðsetningu. Bæta á almenningassamgöngur, meðal annars með aukinn tíðni strætóferða. Framboðið vill að flugvellinum verði fundinn nýr staður í gennd við borgina en hann verði áfram í Vatnsmýri þar til sú staðsetning liggi fyrir.

Boðið verði upp á fríar ferðir með strætó þá daga sem mengun í borginni fer yfir hættumörk en almennt verði hlutdeild farþega í heildarkostnaði við rekstur aukinn. Reynt verði að draga úr mengun vegna bílaumferðar með takmörkunum á notkun nagladekkja. Þá verði íbúum auðveldað að flokka rusl með aukinni tíðni sorplosunar og fjöltunnukerfi.

Félagslegum íbúðum fjölgi um 350

Hvað varðar velferðarmál er stefnt að því að ná fram samfellu í þjónustu við aldraða. Efla þarf kvöld- og helgarþjónustu, stórbæta böðunarþjónustu og að boðið verði uppá fjölbreyta þjónustu eftir þörfum hvers og eins. Þá verði dagvistnarúrræðum fyrir aldraða fjölgað um 40. Viðreisn útilokar ekki einkarekstur í þessum efnum heldur er opin fyrir fjölbreyttum rekstrarformum. Fjölga á þjónustuíbúðum á vegum Reykjavíkur um 40 íbúðir á næstu fjórum árum og stytta þannig biðlista.

Fjölga skal sértækum búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk um hundrað rými á næsta kjörtímabili í samræmi við þær áætlanir sem liggja fyrir hjá Reykjavíkurborg og aukin áhersla verði á persónustýrða þjónustu fyrir fatlað fólk.

Viðreisn vill fjölga félagslegu leiguhúsnæði borgarinnar um 350 íbúðir á kjörtímabilinu. Í dag eru tæplega 2000 íbúðir á vegum Félagsbústaða og um þúsund manns eru á biðlista. Styðja á við samstarf við aðila sem vilja byggja upp húsnæði á félagslegum forsendum en einnig að tryggja lóðir og húsnæði fyrir almennan leigumarkað á viðráðanlegu verði.

Þegar kemur að efnahag borgarinnar hafnar Viðreisn núverandi stefnu borgarstjórnarmeirihlutans sem  gangi út á að blása til stórfjárfestinga á toppi hagsveiflunnar en draga svo harkalega úr þeim á næsta kjörtímabili. Mun ábyrgara sé að jafna fjárfestingarnar yfir næstu ár, og vera jafnvel undir það búin að auka þær þegar efnahagslífið tekur að kólna. Sér í lagi er stefnan um stórfelld uppkaup á notuðu íbúðarhúsnæði á tímum þenslu á fasteignamarkaði sögð óskynsamleg.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár