Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Viðreisn vill semja sérstaklega við kennara í Reykjavík og hækka laun þeirra

Kynntu kosn­inga­áhersl­ur sín­ar fyr­ir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar í dag. Hafna fjár­fest­inga­stefnu nú­ver­andi meiri­hluta. Vilja lengja opn­un­ar­tíma skemmti­staða og lækka fast­eigna­skatta á at­vinnu­hús­næði.

Viðreisn vill semja sérstaklega við kennara í Reykjavík og hækka laun þeirra
Ætla að hækka laun kennara í Reykjavík Viðreisn vill gera sérsamninga við kennara í Reykjavík, hækka laun þeirra og stöðva þar með flótta úr stéttinni.

Viðreisn hyggst gera sérstakan kjarasamning við kennara í leik- og grunnskólum Reykjavíkurborgar og hækka laun þeirra. Þannig megi bregðast við flótta úr kennarastétt og gera leik- og grunnskóla að eftirsóttum vinnustöðum.

Þá skal opnun ungbarnadeilda á leikskólum borgarinnar sett í forgang þegar kemur að dagvistunarúrræðum.

Viðreisn hafnar fjárfestingastefnu núverandi borgarstjórnarmeirihluta sem gangi út á stórfjárfestingar á toppi hagsveiflunnar.

Flokkurinn vill byggja upp ný hverfi innan borgarinnar við Elliðaárvog, í Ártúnshöfða og á Keldum og halda áfram stefnu um þéttingu byggðar. Fjölga á félagslegum leiguíbúðum um 350 á næstu fjórum árum, sértækum búseturýmum fyrir fatlaða á að fjölga um 100 á sama tíma og þjónustuíbúðum fyrir aldraða á vegum Reykjavíkur skal fjölgað um 10 íbúðir. Þetta er meðal helstu áherslumála borgarstjórnarframboðs Viðreisnar en stefnumál framboðsins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar voru kynnt í dag.

Þegar kemur að atvinnumálum vill Viðreisn einfalda leyfisveitingar til fyrirtækja og auka skilvirkni, meðal annars með því að hægt verði að sinna öllum erindum innan stjórnsýslunnar rafrænt. Til að mynda verði umsækjendum um leyfi til hvers konar atvinnustarfsemi ávallt svarað innan tveggja daga um hvort umsókn sé fullnægjandi.

Flokkurinn vill þá að opnunartími skemmtistaða verði lengdur á afmörkuðum svæðum fjarri íbúabyggð til að draga úrónæði í miðborginni. Er sérstaklega bent á Grandasvæðið í þeim efnum.

Viðreisn vill að sveitarfélögin fái sinn hlut í gistináttagjaldi og að borgin taki við veitingu rekstrarleyfa fyrir gisti- og veitingastaði frá sýslumönnum til að gera kerfið skilvirkara. Þá vill flokkurinn lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði á seinni hluta kjörtímabilsins til að bæta samkeppnisstöðu Reykjavíkur.

Hækka laun og fjölga umgbarnadeildum

Hvað varðar skóla- og frístundamál vill framboðið gera sérkjarasamninga við grunn- og leikskólakennara og stöðva þannig flótta úr kennarastétt með hækkun launa. Fjölgun ungbarnadeilda verður sett í forgang, ýmist með stækkun leikskóla borgarinnar, útboðum til annarra aðila eða með því að stutt verði við fagaðila svo hægt verði að starfrækja dagvistun í samstarfi við vinnustaði. Þá verði greiðslur til dagforeldra hækkaðar.

Vilja byggja upp þrjú ný hverfi

Í skipulags- og samgöngumálum leggur framboðið áherslu á að þétting byggðar verði framhaldið, uppbygging íbúahverfist í Úlfarsárdal verði lokið og ný hverfi rísi við Elliðarárvog, í Ártúnshöfða og á Keldum. Hverfin tengist fyrsta áfanga borgarlínu sem framboðið styður að verði byggð upp. Þá vill Viðreisn að umferð verði færð neðanjarðar í nýjum stofnvegaframkvæmdum og er bent á gatnamót Bústaðarvegar og Reykjanesbrautar sem slíka staðsetningu. Bæta á almenningassamgöngur, meðal annars með aukinn tíðni strætóferða. Framboðið vill að flugvellinum verði fundinn nýr staður í gennd við borgina en hann verði áfram í Vatnsmýri þar til sú staðsetning liggi fyrir.

Boðið verði upp á fríar ferðir með strætó þá daga sem mengun í borginni fer yfir hættumörk en almennt verði hlutdeild farþega í heildarkostnaði við rekstur aukinn. Reynt verði að draga úr mengun vegna bílaumferðar með takmörkunum á notkun nagladekkja. Þá verði íbúum auðveldað að flokka rusl með aukinni tíðni sorplosunar og fjöltunnukerfi.

Félagslegum íbúðum fjölgi um 350

Hvað varðar velferðarmál er stefnt að því að ná fram samfellu í þjónustu við aldraða. Efla þarf kvöld- og helgarþjónustu, stórbæta böðunarþjónustu og að boðið verði uppá fjölbreyta þjónustu eftir þörfum hvers og eins. Þá verði dagvistnarúrræðum fyrir aldraða fjölgað um 40. Viðreisn útilokar ekki einkarekstur í þessum efnum heldur er opin fyrir fjölbreyttum rekstrarformum. Fjölga á þjónustuíbúðum á vegum Reykjavíkur um 40 íbúðir á næstu fjórum árum og stytta þannig biðlista.

Fjölga skal sértækum búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk um hundrað rými á næsta kjörtímabili í samræmi við þær áætlanir sem liggja fyrir hjá Reykjavíkurborg og aukin áhersla verði á persónustýrða þjónustu fyrir fatlað fólk.

Viðreisn vill fjölga félagslegu leiguhúsnæði borgarinnar um 350 íbúðir á kjörtímabilinu. Í dag eru tæplega 2000 íbúðir á vegum Félagsbústaða og um þúsund manns eru á biðlista. Styðja á við samstarf við aðila sem vilja byggja upp húsnæði á félagslegum forsendum en einnig að tryggja lóðir og húsnæði fyrir almennan leigumarkað á viðráðanlegu verði.

Þegar kemur að efnahag borgarinnar hafnar Viðreisn núverandi stefnu borgarstjórnarmeirihlutans sem  gangi út á að blása til stórfjárfestinga á toppi hagsveiflunnar en draga svo harkalega úr þeim á næsta kjörtímabili. Mun ábyrgara sé að jafna fjárfestingarnar yfir næstu ár, og vera jafnvel undir það búin að auka þær þegar efnahagslífið tekur að kólna. Sér í lagi er stefnan um stórfelld uppkaup á notuðu íbúðarhúsnæði á tímum þenslu á fasteignamarkaði sögð óskynsamleg.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár