Fyrirtækið Vaðlaheiðargöng ehf., sem er í meirihlutaeigu íslenska ríkisins og Akureyrarbæjar, hefur gert samning upp á 25 milljónir króna við tölvufyrirtæki í eigu forseta bæjarstjórnar Akureyrarbæjar, Matthíasar Rögnvaldssonar, frá L-listanum. Tölvufyrirtækið heitir Stefna og snýst tölvuvinnan um að hanna greiðslulausn fyrir notkun almennings á Vaðlaheiðargöngum og þróun apps um göngin sem hægt verður að greiða með fyrir að keyra í gegnum þau. Framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, Valgeir Bergmann, segir að Stefna hafi verið valin úr hópi tveggja norskra fyrirtækja og eins annars íslensks fyrirtækis, Greiðslumiðlunar. Til stendur að göngin verði opnuð í árslok og þarf greiðslulausnin að vera tilbúin þá.
Umdeild jarðgöng
Vaðlaheiðargöng eru jarðgöng undir Vaðlaheiði við Akureyri og liggja frá Eyjafirði til Fnjóskadals. Göngin eru 7,5 kílómetra löng. Segja má að bygging ganganna hafi verið afar umdeild í gegnum árin, meðal annars út af því að efast hefur verið um að göngin nái að borga sitt miðað við notkunina á …
Athugasemdir