Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Börn bíða í níu mánuði eftir sálfræðiþjónustu á Suðurlandi

Stysti bið­tími eft­ir sál­fræði­þjón­ustu hjá heil­brigð­is­stofn­un­um er á Vest­fjörð­um. Eng­in sér­tæk sál­fræði­þjón­usta fyr­ir börn í boði á Norð­ur­landi ut­an Ak­ur­eyr­ar.

Börn bíða í níu mánuði eftir sálfræðiþjónustu á Suðurlandi
Langur biðtími Biðtími eftir sálfræðiþjónustu getur verið allt upp í níu mánuðir hjá heilbrigðisstofnunum landsins. Mynd: Pressphoto / Geiri

Biðtími eftir sálfræðiþjónustu fyrir börn hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands var níu mánuðir á síðasta ári. Biðtími á Heilbriðgisstofnun Suðurnesja er á milli fimm og sex mánuðir, á Akureyri allt að fimm mánuðir, hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands er biðtíminn nú rúmir þrír mánuðir og á Vesturlandi um tveir mánuðir. Stystan tíma tekur að fá viðtal fyrir börn hjá sálfræðingi hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða en þar er biðtími um þrjár vikur. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu er svo sér á báti en þar er viðmið um biðtíma það að haft sé samband við forráðamann barns innan tíu virkra daga frá því að tilvísun berst. Þá er gefinn viðtalstími eða símtal, ef við á, innan þriggja mánaða.

Þetta kemur fram í svari Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingkonu Miðflokksins. Anna Kolbrún lagði fram fyrirspurn þar sem spurt var um hversu langir biðtímar væru eftir sálfræðiþjónustu hjá heilbrigðisstofnunum landsins. Í svari ráðherra kemur fram að engin sálfræðiþjónusta er í boði fyrir fullorðna á vegum heilbrigðisstofnananna á Austurlandi, á Suðurlandi eða á Vesturlandi, nema þá í þeim tilfellum þar sem um mæður ungbarna er að ræða.

Vantar sálfræðinga í sjö stöðugildi til að uppfylla lágmarksmarkmið

Hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands er biðtími breytilegur milli starfsstöðva og er hann víðast hvar innan við mánuður en á Akureyri allt að fimm mánuðir. Sértæk þjónusta fyrir börn er eingöngu í boði á Akureyri. Hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er sem fyrr segir fimm til sex mánaða bið fyrir börn eftir sálfræðiþjónustu en þó þriggja til fjögurra mánaða fyrir þau sem eru talin í forgangshópi. Bið eftir viðtalstíma fyrir fullorðna er um níu mánuðir. Af 15 starfsstöðvum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er aðeins boðið upp á sálfræðiþjónustu fyrir fullorðna á einni stöð.

Alls eru starfandi sálfræðingar í 31,75 stöðugildum á heilbrigðisstofnunum um landið. Langflestir eru starfandi hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, 13,5 stöðugildi. Miðað er við að einn sálfræðingur sé starfandi fyrir hverja 9.000 íbúa en til að uppfylla það viðmið þyrfti að fjölga stöðugildum um sjö talsins á heilbrigðisstofnunum. Í svari ráðherra kemur fram að auglýsa eigi tvær heilar stöður sálfræðinga til viðbótar hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á næstunni og að fjölga eigi stöðum sálfræðinga um sex á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári, í samræmi við geðheilbrigðisáætlun.

 




Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár