Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Börn bíða í níu mánuði eftir sálfræðiþjónustu á Suðurlandi

Stysti bið­tími eft­ir sál­fræði­þjón­ustu hjá heil­brigð­is­stofn­un­um er á Vest­fjörð­um. Eng­in sér­tæk sál­fræði­þjón­usta fyr­ir börn í boði á Norð­ur­landi ut­an Ak­ur­eyr­ar.

Börn bíða í níu mánuði eftir sálfræðiþjónustu á Suðurlandi
Langur biðtími Biðtími eftir sálfræðiþjónustu getur verið allt upp í níu mánuðir hjá heilbrigðisstofnunum landsins. Mynd: Pressphoto / Geiri

Biðtími eftir sálfræðiþjónustu fyrir börn hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands var níu mánuðir á síðasta ári. Biðtími á Heilbriðgisstofnun Suðurnesja er á milli fimm og sex mánuðir, á Akureyri allt að fimm mánuðir, hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands er biðtíminn nú rúmir þrír mánuðir og á Vesturlandi um tveir mánuðir. Stystan tíma tekur að fá viðtal fyrir börn hjá sálfræðingi hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða en þar er biðtími um þrjár vikur. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu er svo sér á báti en þar er viðmið um biðtíma það að haft sé samband við forráðamann barns innan tíu virkra daga frá því að tilvísun berst. Þá er gefinn viðtalstími eða símtal, ef við á, innan þriggja mánaða.

Þetta kemur fram í svari Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingkonu Miðflokksins. Anna Kolbrún lagði fram fyrirspurn þar sem spurt var um hversu langir biðtímar væru eftir sálfræðiþjónustu hjá heilbrigðisstofnunum landsins. Í svari ráðherra kemur fram að engin sálfræðiþjónusta er í boði fyrir fullorðna á vegum heilbrigðisstofnananna á Austurlandi, á Suðurlandi eða á Vesturlandi, nema þá í þeim tilfellum þar sem um mæður ungbarna er að ræða.

Vantar sálfræðinga í sjö stöðugildi til að uppfylla lágmarksmarkmið

Hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands er biðtími breytilegur milli starfsstöðva og er hann víðast hvar innan við mánuður en á Akureyri allt að fimm mánuðir. Sértæk þjónusta fyrir börn er eingöngu í boði á Akureyri. Hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er sem fyrr segir fimm til sex mánaða bið fyrir börn eftir sálfræðiþjónustu en þó þriggja til fjögurra mánaða fyrir þau sem eru talin í forgangshópi. Bið eftir viðtalstíma fyrir fullorðna er um níu mánuðir. Af 15 starfsstöðvum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er aðeins boðið upp á sálfræðiþjónustu fyrir fullorðna á einni stöð.

Alls eru starfandi sálfræðingar í 31,75 stöðugildum á heilbrigðisstofnunum um landið. Langflestir eru starfandi hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, 13,5 stöðugildi. Miðað er við að einn sálfræðingur sé starfandi fyrir hverja 9.000 íbúa en til að uppfylla það viðmið þyrfti að fjölga stöðugildum um sjö talsins á heilbrigðisstofnunum. Í svari ráðherra kemur fram að auglýsa eigi tvær heilar stöður sálfræðinga til viðbótar hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á næstunni og að fjölga eigi stöðum sálfræðinga um sex á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári, í samræmi við geðheilbrigðisáætlun.

 




Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár