Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Börn bíða í níu mánuði eftir sálfræðiþjónustu á Suðurlandi

Stysti bið­tími eft­ir sál­fræði­þjón­ustu hjá heil­brigð­is­stofn­un­um er á Vest­fjörð­um. Eng­in sér­tæk sál­fræði­þjón­usta fyr­ir börn í boði á Norð­ur­landi ut­an Ak­ur­eyr­ar.

Börn bíða í níu mánuði eftir sálfræðiþjónustu á Suðurlandi
Langur biðtími Biðtími eftir sálfræðiþjónustu getur verið allt upp í níu mánuðir hjá heilbrigðisstofnunum landsins. Mynd: Pressphoto / Geiri

Biðtími eftir sálfræðiþjónustu fyrir börn hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands var níu mánuðir á síðasta ári. Biðtími á Heilbriðgisstofnun Suðurnesja er á milli fimm og sex mánuðir, á Akureyri allt að fimm mánuðir, hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands er biðtíminn nú rúmir þrír mánuðir og á Vesturlandi um tveir mánuðir. Stystan tíma tekur að fá viðtal fyrir börn hjá sálfræðingi hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða en þar er biðtími um þrjár vikur. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu er svo sér á báti en þar er viðmið um biðtíma það að haft sé samband við forráðamann barns innan tíu virkra daga frá því að tilvísun berst. Þá er gefinn viðtalstími eða símtal, ef við á, innan þriggja mánaða.

Þetta kemur fram í svari Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingkonu Miðflokksins. Anna Kolbrún lagði fram fyrirspurn þar sem spurt var um hversu langir biðtímar væru eftir sálfræðiþjónustu hjá heilbrigðisstofnunum landsins. Í svari ráðherra kemur fram að engin sálfræðiþjónusta er í boði fyrir fullorðna á vegum heilbrigðisstofnananna á Austurlandi, á Suðurlandi eða á Vesturlandi, nema þá í þeim tilfellum þar sem um mæður ungbarna er að ræða.

Vantar sálfræðinga í sjö stöðugildi til að uppfylla lágmarksmarkmið

Hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands er biðtími breytilegur milli starfsstöðva og er hann víðast hvar innan við mánuður en á Akureyri allt að fimm mánuðir. Sértæk þjónusta fyrir börn er eingöngu í boði á Akureyri. Hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er sem fyrr segir fimm til sex mánaða bið fyrir börn eftir sálfræðiþjónustu en þó þriggja til fjögurra mánaða fyrir þau sem eru talin í forgangshópi. Bið eftir viðtalstíma fyrir fullorðna er um níu mánuðir. Af 15 starfsstöðvum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er aðeins boðið upp á sálfræðiþjónustu fyrir fullorðna á einni stöð.

Alls eru starfandi sálfræðingar í 31,75 stöðugildum á heilbrigðisstofnunum um landið. Langflestir eru starfandi hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, 13,5 stöðugildi. Miðað er við að einn sálfræðingur sé starfandi fyrir hverja 9.000 íbúa en til að uppfylla það viðmið þyrfti að fjölga stöðugildum um sjö talsins á heilbrigðisstofnunum. Í svari ráðherra kemur fram að auglýsa eigi tvær heilar stöður sálfræðinga til viðbótar hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á næstunni og að fjölga eigi stöðum sálfræðinga um sex á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári, í samræmi við geðheilbrigðisáætlun.

 




Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár