Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Börn bíða í níu mánuði eftir sálfræðiþjónustu á Suðurlandi

Stysti bið­tími eft­ir sál­fræði­þjón­ustu hjá heil­brigð­is­stofn­un­um er á Vest­fjörð­um. Eng­in sér­tæk sál­fræði­þjón­usta fyr­ir börn í boði á Norð­ur­landi ut­an Ak­ur­eyr­ar.

Börn bíða í níu mánuði eftir sálfræðiþjónustu á Suðurlandi
Langur biðtími Biðtími eftir sálfræðiþjónustu getur verið allt upp í níu mánuðir hjá heilbrigðisstofnunum landsins. Mynd: Pressphoto / Geiri

Biðtími eftir sálfræðiþjónustu fyrir börn hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands var níu mánuðir á síðasta ári. Biðtími á Heilbriðgisstofnun Suðurnesja er á milli fimm og sex mánuðir, á Akureyri allt að fimm mánuðir, hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands er biðtíminn nú rúmir þrír mánuðir og á Vesturlandi um tveir mánuðir. Stystan tíma tekur að fá viðtal fyrir börn hjá sálfræðingi hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða en þar er biðtími um þrjár vikur. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu er svo sér á báti en þar er viðmið um biðtíma það að haft sé samband við forráðamann barns innan tíu virkra daga frá því að tilvísun berst. Þá er gefinn viðtalstími eða símtal, ef við á, innan þriggja mánaða.

Þetta kemur fram í svari Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingkonu Miðflokksins. Anna Kolbrún lagði fram fyrirspurn þar sem spurt var um hversu langir biðtímar væru eftir sálfræðiþjónustu hjá heilbrigðisstofnunum landsins. Í svari ráðherra kemur fram að engin sálfræðiþjónusta er í boði fyrir fullorðna á vegum heilbrigðisstofnananna á Austurlandi, á Suðurlandi eða á Vesturlandi, nema þá í þeim tilfellum þar sem um mæður ungbarna er að ræða.

Vantar sálfræðinga í sjö stöðugildi til að uppfylla lágmarksmarkmið

Hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands er biðtími breytilegur milli starfsstöðva og er hann víðast hvar innan við mánuður en á Akureyri allt að fimm mánuðir. Sértæk þjónusta fyrir börn er eingöngu í boði á Akureyri. Hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er sem fyrr segir fimm til sex mánaða bið fyrir börn eftir sálfræðiþjónustu en þó þriggja til fjögurra mánaða fyrir þau sem eru talin í forgangshópi. Bið eftir viðtalstíma fyrir fullorðna er um níu mánuðir. Af 15 starfsstöðvum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er aðeins boðið upp á sálfræðiþjónustu fyrir fullorðna á einni stöð.

Alls eru starfandi sálfræðingar í 31,75 stöðugildum á heilbrigðisstofnunum um landið. Langflestir eru starfandi hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, 13,5 stöðugildi. Miðað er við að einn sálfræðingur sé starfandi fyrir hverja 9.000 íbúa en til að uppfylla það viðmið þyrfti að fjölga stöðugildum um sjö talsins á heilbrigðisstofnunum. Í svari ráðherra kemur fram að auglýsa eigi tvær heilar stöður sálfræðinga til viðbótar hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á næstunni og að fjölga eigi stöðum sálfræðinga um sex á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári, í samræmi við geðheilbrigðisáætlun.

 




Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár