Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Börn bíða í níu mánuði eftir sálfræðiþjónustu á Suðurlandi

Stysti bið­tími eft­ir sál­fræði­þjón­ustu hjá heil­brigð­is­stofn­un­um er á Vest­fjörð­um. Eng­in sér­tæk sál­fræði­þjón­usta fyr­ir börn í boði á Norð­ur­landi ut­an Ak­ur­eyr­ar.

Börn bíða í níu mánuði eftir sálfræðiþjónustu á Suðurlandi
Langur biðtími Biðtími eftir sálfræðiþjónustu getur verið allt upp í níu mánuðir hjá heilbrigðisstofnunum landsins. Mynd: Pressphoto / Geiri

Biðtími eftir sálfræðiþjónustu fyrir börn hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands var níu mánuðir á síðasta ári. Biðtími á Heilbriðgisstofnun Suðurnesja er á milli fimm og sex mánuðir, á Akureyri allt að fimm mánuðir, hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands er biðtíminn nú rúmir þrír mánuðir og á Vesturlandi um tveir mánuðir. Stystan tíma tekur að fá viðtal fyrir börn hjá sálfræðingi hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða en þar er biðtími um þrjár vikur. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu er svo sér á báti en þar er viðmið um biðtíma það að haft sé samband við forráðamann barns innan tíu virkra daga frá því að tilvísun berst. Þá er gefinn viðtalstími eða símtal, ef við á, innan þriggja mánaða.

Þetta kemur fram í svari Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingkonu Miðflokksins. Anna Kolbrún lagði fram fyrirspurn þar sem spurt var um hversu langir biðtímar væru eftir sálfræðiþjónustu hjá heilbrigðisstofnunum landsins. Í svari ráðherra kemur fram að engin sálfræðiþjónusta er í boði fyrir fullorðna á vegum heilbrigðisstofnananna á Austurlandi, á Suðurlandi eða á Vesturlandi, nema þá í þeim tilfellum þar sem um mæður ungbarna er að ræða.

Vantar sálfræðinga í sjö stöðugildi til að uppfylla lágmarksmarkmið

Hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands er biðtími breytilegur milli starfsstöðva og er hann víðast hvar innan við mánuður en á Akureyri allt að fimm mánuðir. Sértæk þjónusta fyrir börn er eingöngu í boði á Akureyri. Hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er sem fyrr segir fimm til sex mánaða bið fyrir börn eftir sálfræðiþjónustu en þó þriggja til fjögurra mánaða fyrir þau sem eru talin í forgangshópi. Bið eftir viðtalstíma fyrir fullorðna er um níu mánuðir. Af 15 starfsstöðvum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er aðeins boðið upp á sálfræðiþjónustu fyrir fullorðna á einni stöð.

Alls eru starfandi sálfræðingar í 31,75 stöðugildum á heilbrigðisstofnunum um landið. Langflestir eru starfandi hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, 13,5 stöðugildi. Miðað er við að einn sálfræðingur sé starfandi fyrir hverja 9.000 íbúa en til að uppfylla það viðmið þyrfti að fjölga stöðugildum um sjö talsins á heilbrigðisstofnunum. Í svari ráðherra kemur fram að auglýsa eigi tvær heilar stöður sálfræðinga til viðbótar hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á næstunni og að fjölga eigi stöðum sálfræðinga um sex á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári, í samræmi við geðheilbrigðisáætlun.

 




Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár