Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fær ekki endurgreitt frá Íslandsbanka nema vera með rafræn skilríki

„Idjó­tísk fram­koma“ seg­ir Birna Gunn­ars­dótt­ir, við­skipta­vin­ur bank­ans, sem á inni end­ur­greiðslu vegna of­reikn­aðra vaxta á hús­næð­is­lán sitt. Bank­inn þarf að end­ur­greiða af 600 lán­um.

Fær ekki endurgreitt frá Íslandsbanka nema vera með rafræn skilríki
Það er ekki hægt Ekki er hægt að afgreiða endurgreiðslur ofreiknaðra vaxta á húsnæðislán hjá Íslandsbanka nema viðskiptavinir hafi rafræn skilríki. Til stendur þó að hægt verði að afgreiða mál þeirra sem ekki hafa slík skilríki á næstunni. Mynd: www.islandsbanki.is

Viðskiptavinir Íslandsbanka sem eiga rétt á endurgreiðslu vegna ofreiknaðra vaxta á húsnæðislán fá ekki afgreiðslu sinna mála nema því aðeins að þeir noti til þess rafræn skilríki. Afgreiðsluleið fyrir þá sem ekki vilja notast við rafræn skilríki er ekki tilbúin en að sögn upplýsingafulltrúa Íslandsbanka mun þó ekki líða á löngu þar til hægt verður að afgreiða þeirra mál einnig. Viðskiptavinur Íslandsbanka sem á rétt á endurgreiðslu segir að vinnubrögð bankans séu „idjótísk.“

Brutu lög um neytendalán

Hæstiréttur staðfesti í október á síðasta ári úrskurð áfrýjunarnefndar neytendamála frá árinu 2015 þar sem kveðið var á um að Íslandsbanki hafi brotið gegn lögum um neytendalán með því að tilgreina ekki í tilteknum lánssamningi við hvaða aðstæður vextir breyttust. Lántakandi hjá Íslandsbanka kvartaði árið 2013 til Neytendastofu vegna hækkunar á vöxtum á húsnæðisláni sem hann tók árið 2005. Var lántakanum tilkynnt að vextir yrðu hækkaðir úr 4,15% í 4,8%. Komst Neytendastofa að því 20. október 2014 að bankinn hefði með þessu brotið gegn lögum um neytendalán. Áfrýjunarnefnd neytendamála komst að sömu niðustöðu en Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úrskurðinn úr gildi með dómi 8. apríl 2016. Hæstiréttur sneri þeim dómi við í október á síðasta ári, sem fyrr segir.

Málið sem um ræðir var prófmál og þegar dómur féll var ljóst að fjöldi viðskiptavina bankans hefði verið rukkaður um ólögmæta vexti af húsnæðislánum sínum og ætti rétt á endurgreiðslu. Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka er fjöldi lánanna sem um ræðir um 600. Endurgreiðslur eru taldar nema um 800 milljónum króna.

Vill ekki láta þvinga sig

Birna GunnarsdóttirLántakandi hjá Íslandsbanka, sem ekki fær endurgreidda ofreiknaða vexti nema því aðeins að verða sér út um rafræn skilríki, segir vinnubrögðin idjótísk.

Bankinn hófst handa við að reikna út þær upphæðir sem um ræðir og var viðskiptavinum send tilkynning þess efnis inn á netbanka sinn. Meðal þeirra er Birna Gunnarsdóttir en hún fékk í morgun tölvupóst þess efnis að lokið væri við að þá útreikninga og hún gæti farið inn á ákveðna vefslóð, séð hversu háa upphæð hún ætti inni vegna ofgreiddra vaxta og ráðstafað upphæðinni. Þegar smellt er á slóðina er hins vegar krafist rafrænna skilríkja til að halda áfram. Slík skilríki á Birna ekki og hefur ekki hugsað sér að afla þeirra, í það minnsta ekki að sinni. Hún hafði því samband við Íslandsbanka og spurði hvort hún gæti fengið upplýsingar í heimabanka eða komið í bankann með löggild skilríki, vegabréf til að mynda, og fengið upplýsingar um hver upphæðin væri og tekið ákvörðun um hvað við hana yrði gert.

„Ég talaði við þjónustufulltrúa og hún sagði bara nei, ég yrði að vera með rafræn skilríki. Ég get ekki einu sinni notað Íslykil, sem margir nota í svona samskiptum, og ekki nálgast upplýsingarnar í heimabankanum sem mér þætti eðlilegasta leiðin. Það eru eflaust fleiri en ég  sem eru ekkert að nota rafræn skilríki. Peningarnir fóru inn á lánið gegnum heimabanka og bankinn á að geta komið þeim sömu leið til baka án þess að viðskiptavinir séu þvingaðir til að fá sér rafræn skilríki. Mér finnst þetta idjótísk framkoma,“ segir Birna í samtali við Stundina.

Afgreiðsluleið ekki tilbúin

Samkvæmt svari frá Íslandsbanka við fyrirspurn Stundarinnar var sett upp sjálfsafgreiðsluviðmót á vef bankans til að að tryggja „skjóta endurgreiðslu til þeirra sem griett hafa hærri vexti en þeir hefðu átt að gera.“ Þar segir enn fremur: „Þessari lausn hefur verið mjög vel tekið og margir viðskiptavinir hafa þegið tilboð um að fá rafræn skilríki í leiðinni, enda notagildi rafrænna skilríka í hvers konar stafrænum erindagjörðum sífellt að vaxa. Viðskiptavinir sem ekki þiggja tilboð um að nota stafræna sjálfsafgreiðsluleið munu auðvitað fá sína endurgreiðslu einnig, en afgreiðsluleið fyrir þá er því miður ekki tilbúin. Það mun þó ekki líða á löngu þar til hægt verður að afgreiða þeirra mál einnig.“

 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár