Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fær ekki endurgreitt frá Íslandsbanka nema vera með rafræn skilríki

„Idjó­tísk fram­koma“ seg­ir Birna Gunn­ars­dótt­ir, við­skipta­vin­ur bank­ans, sem á inni end­ur­greiðslu vegna of­reikn­aðra vaxta á hús­næð­is­lán sitt. Bank­inn þarf að end­ur­greiða af 600 lán­um.

Fær ekki endurgreitt frá Íslandsbanka nema vera með rafræn skilríki
Það er ekki hægt Ekki er hægt að afgreiða endurgreiðslur ofreiknaðra vaxta á húsnæðislán hjá Íslandsbanka nema viðskiptavinir hafi rafræn skilríki. Til stendur þó að hægt verði að afgreiða mál þeirra sem ekki hafa slík skilríki á næstunni. Mynd: www.islandsbanki.is

Viðskiptavinir Íslandsbanka sem eiga rétt á endurgreiðslu vegna ofreiknaðra vaxta á húsnæðislán fá ekki afgreiðslu sinna mála nema því aðeins að þeir noti til þess rafræn skilríki. Afgreiðsluleið fyrir þá sem ekki vilja notast við rafræn skilríki er ekki tilbúin en að sögn upplýsingafulltrúa Íslandsbanka mun þó ekki líða á löngu þar til hægt verður að afgreiða þeirra mál einnig. Viðskiptavinur Íslandsbanka sem á rétt á endurgreiðslu segir að vinnubrögð bankans séu „idjótísk.“

Brutu lög um neytendalán

Hæstiréttur staðfesti í október á síðasta ári úrskurð áfrýjunarnefndar neytendamála frá árinu 2015 þar sem kveðið var á um að Íslandsbanki hafi brotið gegn lögum um neytendalán með því að tilgreina ekki í tilteknum lánssamningi við hvaða aðstæður vextir breyttust. Lántakandi hjá Íslandsbanka kvartaði árið 2013 til Neytendastofu vegna hækkunar á vöxtum á húsnæðisláni sem hann tók árið 2005. Var lántakanum tilkynnt að vextir yrðu hækkaðir úr 4,15% í 4,8%. Komst Neytendastofa að því 20. október 2014 að bankinn hefði með þessu brotið gegn lögum um neytendalán. Áfrýjunarnefnd neytendamála komst að sömu niðustöðu en Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úrskurðinn úr gildi með dómi 8. apríl 2016. Hæstiréttur sneri þeim dómi við í október á síðasta ári, sem fyrr segir.

Málið sem um ræðir var prófmál og þegar dómur féll var ljóst að fjöldi viðskiptavina bankans hefði verið rukkaður um ólögmæta vexti af húsnæðislánum sínum og ætti rétt á endurgreiðslu. Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka er fjöldi lánanna sem um ræðir um 600. Endurgreiðslur eru taldar nema um 800 milljónum króna.

Vill ekki láta þvinga sig

Birna GunnarsdóttirLántakandi hjá Íslandsbanka, sem ekki fær endurgreidda ofreiknaða vexti nema því aðeins að verða sér út um rafræn skilríki, segir vinnubrögðin idjótísk.

Bankinn hófst handa við að reikna út þær upphæðir sem um ræðir og var viðskiptavinum send tilkynning þess efnis inn á netbanka sinn. Meðal þeirra er Birna Gunnarsdóttir en hún fékk í morgun tölvupóst þess efnis að lokið væri við að þá útreikninga og hún gæti farið inn á ákveðna vefslóð, séð hversu háa upphæð hún ætti inni vegna ofgreiddra vaxta og ráðstafað upphæðinni. Þegar smellt er á slóðina er hins vegar krafist rafrænna skilríkja til að halda áfram. Slík skilríki á Birna ekki og hefur ekki hugsað sér að afla þeirra, í það minnsta ekki að sinni. Hún hafði því samband við Íslandsbanka og spurði hvort hún gæti fengið upplýsingar í heimabanka eða komið í bankann með löggild skilríki, vegabréf til að mynda, og fengið upplýsingar um hver upphæðin væri og tekið ákvörðun um hvað við hana yrði gert.

„Ég talaði við þjónustufulltrúa og hún sagði bara nei, ég yrði að vera með rafræn skilríki. Ég get ekki einu sinni notað Íslykil, sem margir nota í svona samskiptum, og ekki nálgast upplýsingarnar í heimabankanum sem mér þætti eðlilegasta leiðin. Það eru eflaust fleiri en ég  sem eru ekkert að nota rafræn skilríki. Peningarnir fóru inn á lánið gegnum heimabanka og bankinn á að geta komið þeim sömu leið til baka án þess að viðskiptavinir séu þvingaðir til að fá sér rafræn skilríki. Mér finnst þetta idjótísk framkoma,“ segir Birna í samtali við Stundina.

Afgreiðsluleið ekki tilbúin

Samkvæmt svari frá Íslandsbanka við fyrirspurn Stundarinnar var sett upp sjálfsafgreiðsluviðmót á vef bankans til að að tryggja „skjóta endurgreiðslu til þeirra sem griett hafa hærri vexti en þeir hefðu átt að gera.“ Þar segir enn fremur: „Þessari lausn hefur verið mjög vel tekið og margir viðskiptavinir hafa þegið tilboð um að fá rafræn skilríki í leiðinni, enda notagildi rafrænna skilríka í hvers konar stafrænum erindagjörðum sífellt að vaxa. Viðskiptavinir sem ekki þiggja tilboð um að nota stafræna sjálfsafgreiðsluleið munu auðvitað fá sína endurgreiðslu einnig, en afgreiðsluleið fyrir þá er því miður ekki tilbúin. Það mun þó ekki líða á löngu þar til hægt verður að afgreiða þeirra mál einnig.“

 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Ríkið kaus að stíga ekki inn í kaupin á ISNIC
5
Viðskipti

Rík­ið kaus að stíga ekki inn í kaup­in á ISNIC

Sjóð­stjóri hjá Stefni seg­ir að samn­ing­ar um kaup sjóðs­ins SÍA IV á meiri­hluta í fé­lag­inu In­ter­net á Ís­landi hf., sem sér um ís­lenska lands­höf­uð­slén­ið og hef­ur greitt rúm­lega einn millj­arð til hlut­hafa sinna frá ár­inu 2011, hafi náðst í sept­em­ber. Rík­is­sjóð­ur hafi svo til­kynnt í des­em­ber að for­kaups­rétt­ur rík­is­ins, sem skrif­að­ur var inn í lög fyr­ir nokkr­um ár­um, yrði ekki nýtt­ur. Verð­ið sem sjóð­ur­inn greið­ir fyr­ir 73 pró­senta hlut í fé­lag­inu fæst ekki upp­gef­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
4
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár