Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þingmaður Flokks fólksins spyr um kostnað vegna hælisleitenda

Ólaf­ur Ís­leifs­son, þing­mað­ur Flokks fólks­ins, spyr hvað stjórn­völd hygg­ist gera til að stytta dval­ar­tíma hæl­is­leit­enda og fyr­ir­byggja end­ur­kom­ur hæl­is­leit­enda sem hef­ur ver­ið hafn­að.

Þingmaður Flokks fólksins spyr um kostnað vegna hælisleitenda

Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins, hefur lagt fram tvær fyrirspurnir á Alþingi til dómsmálaráðherra um útgjöld vegna hælisleitenda, fjölda þeirra og dvalartíma hér á landi síðustu fimm ár. Hann spyr hvaða aðgerðum stjórnvöld hafi beitt til að stytta dvalartíma hælisleitenda og hvaða aðgerðir séu fyrirhugaðar í því efni. Ólafur spyr jafnframt um fjölda og meðaldvalartíma hælisleitenda sem snúið hafa aftur eftir að hafa verið synjað um vernd og fengið lögreglufylgd úr landi.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur ítrekað borið saman kostnað við móttöku flóttamanna og skort á úrræðum fyrir fátækt fólk á Íslandi. Flokkur fólksins vill einungis taka á móti 50 kvótaflóttamönnum á ári og að málefni hælisleitenda séu afgreidd með skilvirkum hætti „að norskri fyrirmynd“ innan 48 klukkustunda.

Ólafur hefur áður kvartað undan því á Útvarpi Sögu að hópur fólks skyldi vilja hjálpa sýrlenskum flóttamönnum og reyna að koma í veg fyrir neyð þeirra, þegar þeir sömu hjálpuðu ekki til við að lágmarka hækkun verðtryggðra fasteignalána. „Þetta er sama fólkið og horfði upp á heimili samlanda sinna, Íslendinga, fjölskyldnanna brenna hérna af völdum verðbólgunnar,“ sagði Ólafur.

Fyrirspurnirnar í heild

Fyrirspurn til dómsmálaráðherra um útgjöld vegna hælisleitenda:

Hver voru árleg heildarútgjöld ríkissjóðs og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu árin 2012–2017 vegna málefna hælisleitenda og hverjir eru einstakir þættir þeirra útgjalda á sviði löggæslumála, landamæravörslu, skólamála, heilbrigðismála og velferðarmála? 

Fyrirspurn til dómsmálaráðherra um fjölda hælisleitenda og dvalartíma þeirra hér á landi:

     1.      Hver var fjöldi hælisleitenda og hversu margir fengu hæli hér á landi á árunum 2012–2017? Svar óskast sundurliðað eftir árum. 
     2.      Hver var meðaldvalartími þeirra hælisleitenda hérlendis sem fengu synjun erindis á sama tíma? Hver var lengsti dvalartíminn og hvernig var dreifing hans? 
     3.      Hvaða þættir hafa helst áhrif á dvalartíma hælisleitenda? Hvað hafa stjórnvöld gert til þess að stytta dvalartímann, hver er árangur þeirra aðgerða og hvaða aðgerðir eru fyrirhugaðar? 
     4.      Hver er fjöldi og meðaldvalartími hælisleitenda sem snúið hafa aftur eftir að hafa verið synjað um vernd og fengið lögreglufylgd úr landi á árunum 2012–2017? Hver var lengsti dvalartíminn og hvernig var dreifing hans? Hvað hafa stjórnvöld gert til þess að fyrirbyggja slíkar endurkomur og hvaða aðgerðir eru fyrirhugaðar? 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Brotaþolinn tekur skellinn
4
LífiðMetoo

Brota­þol­inn tek­ur skell­inn

Kon­ur eru í mikl­um meiri­hluta þeirra sem verða fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni karl­kyns yf­ir­manns á vinnu­stöð­um. Drífa Snæ­dal, talskona Stíga­móta, seg­ir að slík áreitni geti orð­ið til þess að kon­ur upp­lifi jafn­vel skömm og sum­ar hrökklast úr starfi þeg­ar ástand­ið er orð­ið óbæri­legt. Þetta of­beldi get­ur haft áhrif á sjálfs­mynd og sjálfs­traust við­kom­andi konu og and­lega líð­an.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
5
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár