Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Skýrsla: Mál United Silicon „fordæmalaust“ og mengunarvörnum ábótavant

Um­hverf­is­ráð­herra seg­ir mál United Silicon eiga sér eng­in for­dæmi hér­lend­is. Und­ir­bún­ing­ur var ónóg­ur og stjórn­un meng­un­ar­varna og bún­aði ábóta­vant. Fyrr­um for­stjóri sæt­ir mála­ferl­um vegna refsi­verð­ar hátt­semi.

Skýrsla: Mál United Silicon „fordæmalaust“ og mengunarvörnum ábótavant
Skóflustungan að kísilverinu Umhverfisráðherra segir mikilvægt að læra af reynslunni vegna United Silicon. Mynd: Aðsend

Undirbúningur gangsetningar kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík var ónógur af hálfu rekstraraðila og stjórnun menungarvarna og búnaði var ábótavant. Þetta kemur fram í skýrslu Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfis- og auðlindaráðherra um aðdraganda að útgáfu starfsleyfis félagsins, sem birt var á vef Alþingis í dag.

„Ljóst er að málefni Sameinaðs sílikons hf. eiga sér engin fordæmi hérlendis,“ segir í skýrslu ráðuneytisins. „Mikilvægt er að læra af þeirri reynslu sem hér hefur skapast en þessi skýrsla auk skýrslu Ríkisendurskoðunar eru mikilvægir hlekkir í því, bæði hvað varðar þessa tilteknu framkvæmd sem og aðra mengandi starfsemi.“

Stjórn United Silicon óskaði eftir gjaldþrotaskiptum í janúar, en rekstur verksmiðjunnar hafði stöðvast 1. september 2017. Á sama tíma kærði stjórn félagsins fyrrverandi forstjóra og stofnanda þess, Magnúsar Ólafs Garðarssonar, til Embættis héraðssaksóknara kæru um mögulega refsiverða háttsemi. Magnús er grunaður um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals allt frá árinu 2014, en hann hefur enga aðkomu haft að rekstri félagsins síðan í mars.

Stundin hefur áður fjallað um vafasöm viðskipti Magnúsar Ólafs en honum gert að segja upp, ellegar verða rekinn, frá danska ráðgjafafyrirtækinu COWI fyrir nokkrum árum eftir að honum var gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína sem starfsmaður í hlutastarfi. Þá var fyrirtæki í hans eigu einnig sektað um tæpar sjö milljónir íslenskra króna í Danmörku vegna brota á réttindum pólskra verkamanna, sem voru sögð jaðra við mansal. Stuttu síðar fór félagið í þrot.

„Þær út­tekt­ir sem unn­ar voru leiddu meðal ann­ars í ljós mikla óreiðu og upp kom rök­studd­ur grun­ur um fjár­drátt stofn­anda fé­lags­ins,“ sagði í tilkynningu frá stjórn United Silicon í haust. „Einnig voru fram­kvæmd­ar ít­ar­lega út­tekt­ir á búnaði verk­smiðjunn­ar. Í skýrslu út­tekt­araðila kom fram að grunn­hönn­un ofns­ins sjálfs væri góð en aug­ljóst sé að ódýr og óvandaður jaðarbúnaður hafi or­sakað tíðar bil­an­ir og skapað erfiðleika við fram­leiðsluna. Mat sér­fræðing­anna sýn­di að um 25 millj­ón­ir evra þyrfti til að verk­smiðjan teld­ist full­kláruð.“

Rekstaraðili uppfyllti ekki kröfur

Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, og fleiri Alþingismenn óskuðu eftir skýrslunni frá umhverfis- og auðlindaráðherra um aðdraganda að útgáfu starfsleyfis til kísilverksmiðju Sameinaðs sílikons hf. í Helguvík og framtíð rekstrar. Í beiðninni var óskað eftir því að ítarleg greining yrði gerð á því hver eftirfylgni með verkferlum og endurskoðun þeirra hafi verið, kostnaður ríkisins og fyrirsjáanlegur óbeinn kostnaður af umhverfismengun.

Í skýrslunni kemur fram að Umhverfisstofnun hafi aldrei áður haft jafn umfangsmikið eftirlit með atvinnurekstri. Það endurspeglist m.a. í fjölda eftirlitsferða Umhverfisstofnunar í verksmiðjuna, kröfum um úrbætur, áherslu á upplýsingar til almennings og stjórnvalda, mati sóttvarnarlæknis á heilsufarsáhrifum og viðamiklum mælingum í grennd við verksmiðjuna. Hafi reynslan af eftirlitinu þegar verið nýtt við undirbúning starfsleyfa fyrir sambærilega starfsemi annarsstaðar, s.s. með ítarlegri ákvæðum um varnir gegn lyktarmengun við útgáfu starfsleyfis kísilverksmiðju PCC við Bakka á Húsavík.

„Um er að ræða viðamikið mál þar sem ljóst er að rekstraraðili uppfyllti ekki tilteknar kröfur í lögum og reglugerðum auk þeirra krafna sem settar voru fram af stjórnvöldum,“ segir í skýrslu ráðherra. „Þá var útgefið byggingarleyfi og mannvirkjagerð hvorki í samræmi við mat á umhverfisáhrifum né gildandi skipulag hvað varðar tiltekna þætti. Umhverfisstofnun brást við þegar frávik komu upp hvað varðar lyktarmengun frá starfseminni og beitti þeim úrræðum sem stofnunin hefur samkvæmt lögum. Reykjanesbær hefur einnig leitað til eftirlitsstofnana vegna máls þessa og gert tilteknar úrbætur auk þess sem til skoðunar eru frekari úrbætur vegna málsins.“

Í skýrslunni kemur fram að starfsleyfi United Silicon sé enn í gildi. „Verði af áframhaldandi starfsemi verksmiðjunnar í Helguvík þurfa rekstraraðilar að uppfylla kröfur laga og reglugerða um viðkomandi starfsemi,“ segir í skýrslunni. „Í því sambandi þurfa í fyrsta lagi að liggja fyrir endanlegar úrbætur í tengslum við mannvirkjagerðina og skipulag af hálfu Reykjanesbæjar í ljósi þess að útgefið byggingarleyfi var ekki í samræmi við gildandi skipulag. Í öðru lagi er starfsleyfi Sameinaðs sílikons hf. í Helguvík enn í gildi en Umhverfisstofnun hefur tilkynnt rekstraraðila um endurskoðun á því, m.a. vegna nauðsynlegrar uppfærslu vegna síðustu breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir og útgáfu nýrra sambærilegra starfsleyfa. Í þriðja lagi hefur Umhverfisstofnun samþykkt úrbótaáætlun rekstraraðila með skilyrðum og kemur ekki til áframhaldandi starfsemi fyrr en þau hafa verið uppfyllt, þ.e.a.s. verksmiðjan hefur ekki heimild til endurræsingar fyrr en að loknu mati á endurbótum og sérstakrar ákvörðunar Umhverfisstofnunar þar um. Í fjórða lagi ber rekstraraðila að tilkynna Skipulagsstofnun um allar þær breytingar á mannvirkjum, starfsemi og umhverfisáhrifum sem orðið hafa frá því að mat á umhverfisáhrifum fór fram og gera grein fyrir þeirri úttekt og aðgerðum sem unnið sé að undir stjórn Umhverfisstofnunar.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Áhrif kísilvers United Silicon

Arion um sjálfbærnistefnu sína og kísilverið: „Bankinn tekur þá ábyrgð mjög alvarlega“
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon

Ari­on um sjálf­bærni­stefnu sína og kís­il­ver­ið: „Bank­inn tek­ur þá ábyrgð mjög al­var­lega“

Ari­on banki er með­vit­að­ur um þá ábyrgð sem hvíl­ir á bank­an­um varð­andi mögu­lega enduropn­un kís­il­vers­ins í Helgu­vík. Kís­il­ver­inu var lok­að vegna meng­un­ar ár­ið 2017. Stefna bank­ans í um­hverf­is­mál­um hef­ur tek­ið breyt­ing­um á liðn­um ár­um og svar­ar bank­inn með­al ann­ars spurn­ing­um um hvernig þessa stefna rím­ar við enduropn­un meng­andi kís­il­vers.
Guðbrandur þurfti púst til að hjálpa sér við að anda út af kísilverksmiðjunni
ViðskiptiÁhrif kísilvers United Silicon

Guð­brand­ur þurfti púst til að hjálpa sér við að anda út af kís­il­verk­smiðj­unni

Ari­on banki hyggst opna aft­ur kís­il­verk­smiðj­una í Helgu­vík sem hef­ur ver­ið lok­uð í tæpt ár. All­ir bæj­ar­full­trú­ar í Reykja­nes­bæ hafa lýst sig and­víga opn­un­inni og 350 at­huga­semd­ir bár­ust frá íbú­um í bæn­um. Guð­brand­ur Ein­ars­son', bæj­ar­full­trúi og þing­mað­ur VIð­reisn­ar, lýs­ir áhrif­um verk­smiðj­unn­ar á heilsu­far sitt og út­skýr­ir hvers vegna má ekki opna hana aft­ur.
Stjórnmálamenn töluðu upp United Silicon og fögnuðu ákaft: „Við erum búin að bíða lengi“
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon

Stjórn­mála­menn töl­uðu upp United Silicon og fögn­uðu ákaft: „Við er­um bú­in að bíða lengi“

„Þetta er mjög stór stund,“ sagði Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, þá for­sæt­is­ráð­herra, þeg­ar fyrsta skóflu­stung­an var tek­in að verk­smiðju United Silicon, sem fór í gjald­þrot í dag eft­ir að hafa marg­brot­ið starfs­leyfi og meint­an fjár­drátt for­stjór­ans. Bæj­ar­stjór­inn í Reykja­nes­bæ gagn­rýndi úr­töluradd­ir. „Við er­um bú­in að bíða lengi,“ sagði iðn­að­ar­ráð­herra.
Dularfullur barón keypti í kísilveri og seldi virkjanaréttindi
Fréttir

Dul­ar­full­ur barón keypti í kís­il­veri og seldi virkj­ana­rétt­indi

Ít­alsk­ur barón, Fel­ix Von Longo-Lie­ben­stein, hef­ur ver­ið virk­ur í jarða­kaup­um á Ís­landi frá síð­ustu alda­mót­um en hef­ur náð að halda sér ut­an kast­ljóss fjöl­miðla. Hann var einn af hlut­höf­un­um í kís­il­fyr­ir­tæk­inu United Silicon og seldi dótt­ur­fé­lagi HS Orku vatns­rétt­indi út af virkj­un á Strönd­um. Illa geng­ur að fá upp­lýs­ing­ar um barón­inn.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
2
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár