Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ríkustu 5 prósent Íslendinga eiga tæplega helming alls

Efn­uð­ustu 218 fjöl­skyld­ur lands­ins eiga 6,3% af hreinni eign allra Ís­lend­inga. Tekju­hæstu 218 fjöl­skyld­urn­ar þiggja 3,1% af heild­ar­tekj­um lands­manna. Efn­uð­ustu 5% lands­manna eiga 43,5% af öllu eig­in fé. Þetta kem­ur fram í svari fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra við fyr­ir­spurn for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Ríkustu 5 prósent Íslendinga eiga tæplega helming alls
Bjarni Benediktsson Fjármálaráðherra svaraði fyrirspurn formanns Samfylkingarinnar. Mynd: Pressphotos

Efnuðustu 218 fjölskyldur landsins áttu 201,3 milljarða króna í hreina eign á árinu 2016. Upphæðin nemur 6,3% af eigin fé landsmanna samkvæmt skattframtölum. 218 fjölskyldur eru 0,1% framteljenda til skatts. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Loga Más Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar á Alþingi.

Tekjuhæstu 218 fjölskyldurnar fengu tæpa 49 milljarða króna í heildartekjur sama ár, eða 3,1% af tekjum landsmanna. Sama hlutfall var 1,3% árið 1997, en fór hæst í aðdraganda hruns, eða 10,2% árið 2007. Tekjuhæsta 1% fjölskyldna fengu 8,8% af heildartekjum árið 2016 og tekjuhæstu 5% fjölskyldna 22,2% af heildartekjum landsmanna.

Ljóst er af gögnunum að fjármagnstekjur eiga stóran hlut að máli þegar kemur að tekjuhæstu Íslendingunum. Heildartekjur tekjuhæstu 218 fjölskyldnanna án fjármagnstekna voru 15,9 milljarðar árið 2016, en tæpir 49 milljarðar að þeim meðteknum. Vægi fjármagnstekna minnkar eftir því sem farið er í lægri tekjubil.

Eignamestu 218 fjölskyldurnar áttu 201,3 milljarða króna í hreinni eign árið 2016. Þá átti eignamesta 1% fjölskyldna 612,6 milljarða króna og eignamestu 5% fjölskyldna tæpan 1,4 milljarð króna, eða 43,5% af hreinni eign framteljenda árið 2016. Til samanburðar eiga hin 95% landsmanna samtals 1,8 milljarða króna, samkvæmt framtalsgögnunum.

Einnig er ljóst að ójöfnuðurinn er enn meiri en tölurnar sýna, þar sem hlutabréf eru talin á nafnvirði í gögnunum og fasteignir á fasteignamatsverði. Raunvirði þessara eigna er öllu jöfnu hærra og eru þær hlutfallslega í eigu efnaðari hópa landsmanna. Einnig eru eignir í skattaskjólum undanskildar, hafi þær ekki verið taldar fram til skatts á Íslandi. Tveir samskattaðir aðilar teljast saman sem ein fjölskylda, óháð því hvort um sé að ræða hjón eða samskattað par.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Vaxandi misskipting

Lausnin felst í samstöðu grasrótarinnar, aukinni menntun og algjörri hugarfarsbreytingu
FréttirVaxandi misskipting

Lausn­in felst í sam­stöðu grasrót­ar­inn­ar, auk­inni mennt­un og al­gjörri hug­ar­fars­breyt­ingu

Hvernig bregst fólk við þeg­ar at­vinnu­ör­yggi minnk­ar og mis­skipt­ing eykst? Æ fleiri leita í fang sterkra leið­toga sem boða auð­veld­ar lausn­ir á með­an þeir egna ólík­um þjóð­fé­lags­hóp­um sam­an. Stund­in ræddi við fræði­menn um mis­skipt­ing­una í ís­lensku og al­þjóð­legu sam­hengi. Þeir benda með­al ann­ars á að auk­in mennt­un stuðli að meiri jöfn­uði.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár