Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ætla að draga úr útgjaldavextinum þegar hagvöxtur minnkar

Ekki verð­ur rek­in sveiflu­jafn­andi út­gjalda­stefna á kjör­tíma­bil­inu sam­kvæmt fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Hins veg­ar verða skatt­ar lækk­að­ir mest þeg­ar hag­vöxt­ur gef­ur eft­ir.

Ætla að draga úr útgjaldavextinum þegar hagvöxtur minnkar
Ekki hægt að viðhalda vexti í útgjöldum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir óhjákvæmilegt að dregið verði úr ríkisútgjöldum þegar hagvöxtur minnkar. Mynd: Pressphotos

Ríkisstjórnin ætlar að draga úr útgjaldavexti ríkisins þegar hagvöxtur gefur eftir. Þetta telur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra „óhjákvæmilegt“ vegna þess að vöxtur tekjustofna verði ekki jafn mikill og áður. Á sama tíma, þ.e. á síðari hluta tímabilsins sem fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar tekur til, er þó stefnt að því að lækka tekjur ríkissjóðs um tæplega 25 milljarða á ársgrundvelli með skattalækkunum, svo sem lækkun tekjuskatts, tryggingagjalds og bankaskatts. 

„Á undanförnum árum hafa útgjöld ríkissjóðs aukist mikið og einnig er gert ráð fyrir að svo verði á fyrsta ári áætlunarinnar. Óhjákvæmilega verður ekki hægt að viðhalda jafn miklum útgjaldavexti á næstu árum enda rénar hagvöxtur og þar með vöxtur tekjustofna,“ segir í umfjöllun um stefnumið og helstu niðurstöður ríkisfjármálaáætlunar í greinargerð sem fylgir henni.

Að þessu leyti virðist sem ekki verði rekin sveiflujafnandi útgjaldastefna á kjörtímabilinu heldur þvert á móti; útgjöld verði aukin mest þegar hagvöxturinn er mestur en haldið verði aftur af útgjöldunum þegar hagvöxturinn rénar. Hagfræðingar sem Stundin hefur rætt við furða sig á þessu og benda á að almennt sé skynsamlegra að beita útgjaldastefnu hins opinbera til sveiflujöfnunar, þvert á hagsveifluna, til að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Á tekjuhlið fjármálaáætlunarinnar er þetta gert í ríkari mæli, en á síðari hluta áætlunartímabilsins er reiknað með að skattalækkanir nái hámarki. Tekjuráðstafanir til lækkunar nema 22,4 milljörðum árið 2022 og 24,5 milljörðum árið 2023. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Ungfrú Ísland Teen, útlitsstaðlar og tíðarandi fegurðarsamkeppna
6
Samantekt

Ung­frú Ís­land Teen, út­lits­staðl­ar og tíð­ar­andi feg­urð­ar­sam­keppna

Feg­urð­ar­sam­keppn­in Ung­frú Ís­land Teen hef­ur hlot­ið um­deilda at­hygli ný­lega. En í ár er í fyrsta sinn keppt í ung­linga­flokki. Sól­rún Ósk Lár­us­dótt­ir sál­fræð­ing­ur tel­ur mik­il­vægt að ýta und­ir aðra þætti fólks en út­lit. Nanna Hlín Hall­dórs­dótt­ir heim­spek­ing­ur seg­ir feg­urð­ar­sam­keppn­ina mögu­lega birt­ing­ar­mynd um bak­slag í jafn­rétt­is­mál­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár