Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ætla að draga úr útgjaldavextinum þegar hagvöxtur minnkar

Ekki verð­ur rek­in sveiflu­jafn­andi út­gjalda­stefna á kjör­tíma­bil­inu sam­kvæmt fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Hins veg­ar verða skatt­ar lækk­að­ir mest þeg­ar hag­vöxt­ur gef­ur eft­ir.

Ætla að draga úr útgjaldavextinum þegar hagvöxtur minnkar
Ekki hægt að viðhalda vexti í útgjöldum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir óhjákvæmilegt að dregið verði úr ríkisútgjöldum þegar hagvöxtur minnkar. Mynd: Pressphotos

Ríkisstjórnin ætlar að draga úr útgjaldavexti ríkisins þegar hagvöxtur gefur eftir. Þetta telur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra „óhjákvæmilegt“ vegna þess að vöxtur tekjustofna verði ekki jafn mikill og áður. Á sama tíma, þ.e. á síðari hluta tímabilsins sem fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar tekur til, er þó stefnt að því að lækka tekjur ríkissjóðs um tæplega 25 milljarða á ársgrundvelli með skattalækkunum, svo sem lækkun tekjuskatts, tryggingagjalds og bankaskatts. 

„Á undanförnum árum hafa útgjöld ríkissjóðs aukist mikið og einnig er gert ráð fyrir að svo verði á fyrsta ári áætlunarinnar. Óhjákvæmilega verður ekki hægt að viðhalda jafn miklum útgjaldavexti á næstu árum enda rénar hagvöxtur og þar með vöxtur tekjustofna,“ segir í umfjöllun um stefnumið og helstu niðurstöður ríkisfjármálaáætlunar í greinargerð sem fylgir henni.

Að þessu leyti virðist sem ekki verði rekin sveiflujafnandi útgjaldastefna á kjörtímabilinu heldur þvert á móti; útgjöld verði aukin mest þegar hagvöxturinn er mestur en haldið verði aftur af útgjöldunum þegar hagvöxturinn rénar. Hagfræðingar sem Stundin hefur rætt við furða sig á þessu og benda á að almennt sé skynsamlegra að beita útgjaldastefnu hins opinbera til sveiflujöfnunar, þvert á hagsveifluna, til að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Á tekjuhlið fjármálaáætlunarinnar er þetta gert í ríkari mæli, en á síðari hluta áætlunartímabilsins er reiknað með að skattalækkanir nái hámarki. Tekjuráðstafanir til lækkunar nema 22,4 milljörðum árið 2022 og 24,5 milljörðum árið 2023. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu