Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Viðskiptaráð segir einkageirann einan um að skapa verðmæti

Seg­ir einka­geir­ann skapa þau verð­mæti sem standi und­ir lífs­kjör­um barna, aldr­aðra, at­vinnu­lausra og þeirra sem starfa hjá hinu op­in­bera. Formað­ur BHM ger­ir ekki at­huga­semd við fram­setn­ingu Við­skipta­ráðs en seg­ir vinnu­mark­að ekki þríf­ast án vel­ferð­ar­kerf­is.

Viðskiptaráð segir einkageirann einan um að skapa verðmæti
Segja einkageirann standa undir verðmætasköpun Í grafi Viðskiptaráðs kemur fram að starfsfólk í einkageiranum, sem er færra en það sem vinnur í opinbera geiranum og stendur utan vinnumarkaðar, skapi þau verðmæti sem standi undir lífskjörum.

Starfsfólk í einkageiranum „skapar þau verðmæti sem standa undir lífskjörum hér á landi“. Þetta segir í grein á vef Viðskiptaráðs Íslands en þar kemur fram að samkvæmt svokölluðum stuðningsstuðli atvinnulífsins, sem Viðskiptaráð gefur út, voru fyrir hverja 10 einstaklinga sem störfuðu í einkageiranum árið 2017, aðrir 12 einstaklingar starfandi við opinbera þjónustu eða ekki á vinnumarkaði, ýmist sökum aldurs eða vegna þess að þeir voru atvinnulausir. „Tilgangurinn með stuðningsstuðlinum er að sýna hversu margir eru með einum eða öðrum hætti studdir af þeim sem starfa í einkageiranum.“

Útflutningur nær allur í einkageiranum

Í greininni segir enn fremur að stuðningsstuðullinn hafi hækkað lítillega á síðasta ári, í fyrsta sinn í níu ár. Mikil fólksfjölgun hafi áhrif á stuðulinn en landsmönnum fjölgaði um 2,4 prósent á síðasta ári meðan störfum fjölgaði um 1,8 prósent. Þá segir einnig að með stuðlinum sé ekki átt við að börn og aldraðir séu byrði á þeim sem starfandi séu né að opinberir starfsmenn séu byrði á einkageiranum, heldur sé verið að varpa ljósi á jafnvægið milli einkageirans og hagkerfisins í heild. „Grundvöllur lífsgæða á Íslandi er öflugt atvinnulíf sem skapar verðmætar vörur og þjónustu. Til að mynda eru Íslendingar mjög háðir útflutningi og hann verður að nær öllu leyti til í einkageiranum. Án útflutnings væri enginn gjaldeyrir til innflutnings og ekki þarf að fjölyrða um hvaða áhrif það hefði á lífsgæði á Íslandi.

Ef stuðningsstuðullinn hækkar áfram þýðir það að minna er til skiptanna milli landsmanna að óbreyttu. Í ljósi framangreinds telur Viðskiptaráð mikilvægt að stjórnvöld vinni að því að halda stuðlinum lágum,“ segir í grein Viðskiptaráðs.

Afstaða Viðskiptaráðs þekkt

Einföld myndÞórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir að stuðningsstuðull Viðskiptaráðs meti ekki verðmæti starfa.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Bandalags háskólamanna, segir í samtali við Stundina að augljóst sé að stuðullinn sé ekki að meta verðmæti starfa heldur jafnvægið milli opinbera geirans og einkageirans. „Ég myndi ekki leggja dýpri merkingu en það í þetta. Auðvitað eru þeir sem starfa hjá hinu opinbera að skapa verðmæti en þessi afstaða Viðskiptaráðs er þekkt og ég ætla kannski ekki beinlínis að elta ólar við hana. Við vitum að sjálfsögðu að það væri engin verðmætasköpun í landinu ef ekki væri fyrir velferðarkerfið sem heldur utan um fólk og fjölskyldur, hvort sem það eru leikskólar, grunnskólar, heilbrigðisþjónusta eða annað. Nærtækt dæmi er starf ljósmæðra, það myndi fljótlega skapast neyðarástand í landinu ef ekki væru ljósmæður til að taka á móti börnum. Það vita auðvitað allir sem eitthvað hafa skoðað vinnumarkað og velferðarkerfi að annað þrífst ekki án hins.“

„Ég geri í sjálfu sér ekki athugasemd
við þessa framsetningu“

Spurð hvort hún telji það sanngjarna nálgun hjá Viðskiptaráði að halda því fram að þeir sem starfi í einkageiranum skapi verðmætin sem standi undir lífskjörum segir Þórunn að henni þyki þessi framsetning í sjálfu sér ekki snúast um sanngirni. „Við í BHM vitum að sjálfsögðu að verðmæti starfa er miklu flóknara fyrirbæri heldur svona framsetning á einföldum stuðningsstuðli. Ég geri í sjálfu sér ekki athugasemd við þessa framsetningu en myndin er miklu flóknari í raun, því verðmæti eru ekki bara peningaleg verðmæti. Öflugt atvinnulíf þrífst vegna þess að hér er öflugt mennta- og heilbrigðiskerfi en til að reka öflugt mennta- og heilbrigðiskerfi þarf öflugt atvinnulíf.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár