Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Viðskiptaráð segir einkageirann einan um að skapa verðmæti

Seg­ir einka­geir­ann skapa þau verð­mæti sem standi und­ir lífs­kjör­um barna, aldr­aðra, at­vinnu­lausra og þeirra sem starfa hjá hinu op­in­bera. Formað­ur BHM ger­ir ekki at­huga­semd við fram­setn­ingu Við­skipta­ráðs en seg­ir vinnu­mark­að ekki þríf­ast án vel­ferð­ar­kerf­is.

Viðskiptaráð segir einkageirann einan um að skapa verðmæti
Segja einkageirann standa undir verðmætasköpun Í grafi Viðskiptaráðs kemur fram að starfsfólk í einkageiranum, sem er færra en það sem vinnur í opinbera geiranum og stendur utan vinnumarkaðar, skapi þau verðmæti sem standi undir lífskjörum.

Starfsfólk í einkageiranum „skapar þau verðmæti sem standa undir lífskjörum hér á landi“. Þetta segir í grein á vef Viðskiptaráðs Íslands en þar kemur fram að samkvæmt svokölluðum stuðningsstuðli atvinnulífsins, sem Viðskiptaráð gefur út, voru fyrir hverja 10 einstaklinga sem störfuðu í einkageiranum árið 2017, aðrir 12 einstaklingar starfandi við opinbera þjónustu eða ekki á vinnumarkaði, ýmist sökum aldurs eða vegna þess að þeir voru atvinnulausir. „Tilgangurinn með stuðningsstuðlinum er að sýna hversu margir eru með einum eða öðrum hætti studdir af þeim sem starfa í einkageiranum.“

Útflutningur nær allur í einkageiranum

Í greininni segir enn fremur að stuðningsstuðullinn hafi hækkað lítillega á síðasta ári, í fyrsta sinn í níu ár. Mikil fólksfjölgun hafi áhrif á stuðulinn en landsmönnum fjölgaði um 2,4 prósent á síðasta ári meðan störfum fjölgaði um 1,8 prósent. Þá segir einnig að með stuðlinum sé ekki átt við að börn og aldraðir séu byrði á þeim sem starfandi séu né að opinberir starfsmenn séu byrði á einkageiranum, heldur sé verið að varpa ljósi á jafnvægið milli einkageirans og hagkerfisins í heild. „Grundvöllur lífsgæða á Íslandi er öflugt atvinnulíf sem skapar verðmætar vörur og þjónustu. Til að mynda eru Íslendingar mjög háðir útflutningi og hann verður að nær öllu leyti til í einkageiranum. Án útflutnings væri enginn gjaldeyrir til innflutnings og ekki þarf að fjölyrða um hvaða áhrif það hefði á lífsgæði á Íslandi.

Ef stuðningsstuðullinn hækkar áfram þýðir það að minna er til skiptanna milli landsmanna að óbreyttu. Í ljósi framangreinds telur Viðskiptaráð mikilvægt að stjórnvöld vinni að því að halda stuðlinum lágum,“ segir í grein Viðskiptaráðs.

Afstaða Viðskiptaráðs þekkt

Einföld myndÞórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir að stuðningsstuðull Viðskiptaráðs meti ekki verðmæti starfa.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Bandalags háskólamanna, segir í samtali við Stundina að augljóst sé að stuðullinn sé ekki að meta verðmæti starfa heldur jafnvægið milli opinbera geirans og einkageirans. „Ég myndi ekki leggja dýpri merkingu en það í þetta. Auðvitað eru þeir sem starfa hjá hinu opinbera að skapa verðmæti en þessi afstaða Viðskiptaráðs er þekkt og ég ætla kannski ekki beinlínis að elta ólar við hana. Við vitum að sjálfsögðu að það væri engin verðmætasköpun í landinu ef ekki væri fyrir velferðarkerfið sem heldur utan um fólk og fjölskyldur, hvort sem það eru leikskólar, grunnskólar, heilbrigðisþjónusta eða annað. Nærtækt dæmi er starf ljósmæðra, það myndi fljótlega skapast neyðarástand í landinu ef ekki væru ljósmæður til að taka á móti börnum. Það vita auðvitað allir sem eitthvað hafa skoðað vinnumarkað og velferðarkerfi að annað þrífst ekki án hins.“

„Ég geri í sjálfu sér ekki athugasemd
við þessa framsetningu“

Spurð hvort hún telji það sanngjarna nálgun hjá Viðskiptaráði að halda því fram að þeir sem starfi í einkageiranum skapi verðmætin sem standi undir lífskjörum segir Þórunn að henni þyki þessi framsetning í sjálfu sér ekki snúast um sanngirni. „Við í BHM vitum að sjálfsögðu að verðmæti starfa er miklu flóknara fyrirbæri heldur svona framsetning á einföldum stuðningsstuðli. Ég geri í sjálfu sér ekki athugasemd við þessa framsetningu en myndin er miklu flóknari í raun, því verðmæti eru ekki bara peningaleg verðmæti. Öflugt atvinnulíf þrífst vegna þess að hér er öflugt mennta- og heilbrigðiskerfi en til að reka öflugt mennta- og heilbrigðiskerfi þarf öflugt atvinnulíf.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár