Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Hugsaði um náttúru íslenska hálendisins við lagasmíðarnar

Saxó­fón­leik­ar­inn Sig­urð­ur Flosa­son hef­ur átta sinn­um feng­ið Ís­lensku tón­list­ar­verð­laun­in fyr­ir djass og nú síð­ast sem laga­höf­und­ur árs­ins fyr­ir plöt­una Green Moss Black Sand. Hann seg­ir gleði­legt að fá klapp á bak­ið en hann kem­ur fram á tón­leik­um í Hörpu þann 4. apríl, ásamt þýska pí­anó­leik­ar­an­um Maria Bapt­ist, Þor­grími Jóns­syni kontrabassa­leik­ara og Erik Qvick trommu­leik­ara. Þar verða flutt verk eft­ir Sig­urð og Mariu en einnig verk af nýju plötu Sig­urð­ar, sem er til­eink­uð ís­lensku há­lendi.

Hugsaði um náttúru íslenska hálendisins við lagasmíðarnar
Vildu spila saman Sigurður Flosason segir að Maria hafi nýlega haft samband við hann með það í huga að koma í skemmtiferð til Íslands, en líka til að spila. Þannig að þau ákváðu að halda tónleika. Mynd: Heiða Helgadóttir

Sigurður Flosason hefur heillað mann og annan undanfarna áratugi með tónsmíðum sínum og saxófónleik og 4. apríl heldur hann tónleika í Hörpu ásamt Erik Qvick trommuleikara, Þorgrími Jónssyni kontrabassaleikara og Mariu Baptist sem er þýsk og þekkt á alþjóðavettvangi sem höfundur stórsveitatónlistar, stjórnandi og píanóleikari. Maria hefur áður komið til Íslands og stjórnað Stórsveit Reykjavíkur sem Sigurður er einmitt meðlimur í.

„Maria hafði nýlega samband við mig og var að velta því fyrir sér að koma hingað að hluta til í skemmtiferð en hana langaði líka til að spila eitthvað. Við urðum sammála um að það gæti verið gaman að halda tónleika en þó ekki með heilli stórsveit.“

Flutt verður tónlist eftir Sigurð og Mariu og þar á meðal lög af nýjustu plötu Sigurðar, „Green Moss Black Sand“, sem tryggði honum nýlega Íslensku tónlistarverðlaunin sem lagahöfundur ársins.

Mannskapur eða stemmning

Sigurður segir það vera misjafnt á hvað hann leggi áherslu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár