Sigurður Flosason hefur heillað mann og annan undanfarna áratugi með tónsmíðum sínum og saxófónleik og 4. apríl heldur hann tónleika í Hörpu ásamt Erik Qvick trommuleikara, Þorgrími Jónssyni kontrabassaleikara og Mariu Baptist sem er þýsk og þekkt á alþjóðavettvangi sem höfundur stórsveitatónlistar, stjórnandi og píanóleikari. Maria hefur áður komið til Íslands og stjórnað Stórsveit Reykjavíkur sem Sigurður er einmitt meðlimur í.
„Maria hafði nýlega samband við mig og var að velta því fyrir sér að koma hingað að hluta til í skemmtiferð en hana langaði líka til að spila eitthvað. Við urðum sammála um að það gæti verið gaman að halda tónleika en þó ekki með heilli stórsveit.“
Flutt verður tónlist eftir Sigurð og Mariu og þar á meðal lög af nýjustu plötu Sigurðar, „Green Moss Black Sand“, sem tryggði honum nýlega Íslensku tónlistarverðlaunin sem lagahöfundur ársins.
Mannskapur eða stemmning
Sigurður segir það vera misjafnt á hvað hann leggi áherslu …
Athugasemdir