Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Skilgreiningu á nauðgun breytt í lögum

Al­þingi sam­þykkti í dag breyt­ing­ar á al­menn­um hegn­ing­ar­lög­um þar sem hug­tak­ið nauðg­un er end­ur­skil­greint. Sam­þykki þarf að liggja fyr­ir við sam­ræði eða önn­ur kyn­ferð­is­mök. „Frum­varp þetta er lið­ur í því að breyta við­horf­um sem feðra­veldi for­tíð­ar hef­ur skap­að,“ seg­ir þing­mað­ur Við­reisn­ar.

Skilgreiningu á nauðgun breytt í lögum

Alþingi samþykkti í dag frumvarp um breytingar á almennum hegningarlögum þar sem krafa um samþykki er sett í forgrunn við skilgreiningu á hugtakinu nauðgun. Frumvarpið var samþykkt einróma, en Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, sat hjá.

Í lögunum er nú samþykki gert að skilyrði, en áður vísuðu lögin eingöngu til ofbeldis, hótana eða annars konar ólögmætrar nauðungar, sem forsendu fyrir að samræði teldis til nauðgunar. „Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum,“ segir í lögunum nú. „Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef það er fengið með ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung, eða með því að beita blekkingum eða hagnýta sér villu viðkomandi um aðstæður. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti.“

Breið samstaða var um málið á þingi og litlar umræður urðu um það. Tólf þingmenn úr sex flokkum stóðu að frumvarpinu. Með þessu er fest í lög ákvæði um að samþykki þurfi að tjá með frjálsum vilja. „Ekki er talið æskilegt að skilgreina of nákvæmlega með hvaða hætti samþykki skuli tjáð,“ segir í athugasemdum við frumvarpið. „Hætta er á að löggjöf sem setur nákvæm skilyrði fyrir því hvernig einstaklingar skuli tjá sig verði ekki í samræmi við hvernig mannleg samskipti eru í raun.“

Horfið frá karllægum sjónarmiðum

„Við erum að samþykkja hér mál sem ég held að eigi eftir að skipta miklu máli fyrir íslenskt samfélag,“ sagði Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna. „Við erum að gefa tóninn um það að þegar kynmök eru stunduð verða báðir eða allir aðilar að vera til í það. Ég held að þetta eigi eftir að hafa mikið forvarnagildi inn í framtíðina. Ég vona að við höldum áfram á sömu braut. Þetta er mikilvægt skref. Svo þurfum við að halda áfram til þess að útrýma kynferðislegu ofbeldi í okkar samfélagi.“

Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, var fyrstu flutningsmaður frumvarpsins. „Frumvarp þetta er liður í því að breyta viðhorfum sem feðraveldi fortíðar hefur skapað,“ sagði Jón Steindór. „Ekki þarf að minna þingheim á #höfumhátt og síðan #metoo-byltinguna sem farið hefur eins og eldur í sinu um heimsbyggðina og er Ísland þar engin undantekning. Þar sést svart á hvítu að samfélagið er gegnsýrt af viðhorfum og þarf með hegðun sem við getum ekki látið viðgangast. Það er löngu kominn tími til að hverfa frá þeim karllægu sjónarmiðum sem endurspeglast víða, að við tilteknar aðstæður eigi karlmaður nánast rétt á kynlífi með konu. Við þurfum að breyta lögunum til samræmis við réttarvitund almennings og beita þeim til þess að breyta viðhorfum og hafa áhrif til hins betra á þessu mikilvæga sviði mannlífsins.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynferðisbrot

Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
„Strákar sem mér hefði aldrei dottið í hug að væru að stunda þetta“
Viðtal

„Strák­ar sem mér hefði aldrei dott­ið í hug að væru að stunda þetta“

Krist­björg Mekkín Helga­dótt­ir varð fyr­ir sta­f­rænu kyn­ferð­isof­beldi ný­byrj­uð í mennta­skóla. Hún fékk ábend­ingu frá vini sín­um að mynd sem hún hafði að­eins ætl­að kær­asta sín­um væri kom­in í dreif­ingu. Frá þeirri stundu hef­ur Krist­björg fylgst með síð­um þar sem slík­ar mynd­ir fara í dreif­ingu, lát­ið þo­lend­ur vita og hvatt þá til að hafa sam­band við lög­regl­una, en þeir sem dreifi þeim séu bara „strák­ar úti í bæ“.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár