Ég hef farið í gegnum megnið af mínu lífi með hár í sídd sem er innan hefðbundinna marka fyrir mitt kyn. Hárið fór frá því að vera krúnurakað, yfir í stutt með smá sveip í toppnum, alveg yfir í lubba sem þurfti að vera snyrtilegur en mátti ekki líta út fyrir að vera viljandi snyrtilegur. Hver klipping mótaði sjálfsmynd mína og gaf skýr skilaboð um hvaða þjóðfélagshópum ég vildi tilheyra. Síðan, einn góðan veðurdag fyrir fjórum árum, tók ég ákvörðun um að leyfa hárinu að vaxa.
Ég veit ekki hvort það var mótþrói gegn staðalmyndum um karlmennsku og hörku – hvort ég hafi viljað virka blíðari eða kvenlegri, eða hvort ég hafi ómeðvitað viljað herma eftir einhverjum strák sem mér fannst aðlaðandi. Kannski var ég hræddur um að missa hárið þegar ég myndi skríða á þrítugsaldurinn, og kannski var ég bara að fylgja tískubylgju.
„Ég man hvernig …
Athugasemdir